blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö íranar hóta samstarfsslitum íranar hóta samstarfsslitum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina verði máli þeirra vísað til öryggisráðsins. Utanríkisráðherra Bret- lands segir hernaðaraðgerðir ekki á dagskrá. íranar segjast munu binda endi á samstarf sitt við Alþjóðakjarnorku- málastofnunina út af kjarnorku- áætlun þeirra ef málinu verður vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Meðal annars verða skyndiskoðanir alþjóðlegra eftirlits- manna ekki lengur leyfðar í landinu. Manouchehr Mottaki, utanríkisráð- herra frans, greindi frá þessu í við- tali við írönsku fréttastofuna IRNA ígær. Bandaríkin og þrjú stærstu ríki Evrópusambandsins lýstu því yfir á fimmtudag að viðræður um kjarn- orkuáætlun frana væru komnar í blindgötu og að vísa ætti málinu til öryggisráðsins. Stórveldin saka íran um að snúa baki við alþjóðasamfélaginu, fyrir að hafa ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og fyrir að hafa ekki getað sannfært heimsbyggðina um að kjarnorkuáætlun þeirra væri gerð í friðsamlegum tilgangi. Leið- togar stórveldanna þriggja telja af þeim sökum að tími sé kominn til að öryggisráðið komi að málinu. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur einnig farið fram á neyðarfund hjá Alþjóða- kjarnorkustofnuninni til þess að hægt verði að fara fram á að íranar verði kærðir til öryggisráðsins. Innrás ekkiádagskrá ,Ef f ran fer ekki að fyrirmælum, mun öryggisráðið íhuga refsiaðgerðir,“ sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands eftir að stjórnvöld í Banda- Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Jack Straw, breskur starfs- bróðir hans kynna niðurstöður fundar um kjarnorkuáætlun (rana. ríkjunum tóku undir beiðni Evr- valdbeiting kæmi til greina svaraði ópuríkjanna um neyðarfund hjá hann að enginn hefði í huga að ráð- Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. ast inn í f ran eða grípa til hernaðar- Þegar Straw var spurður hvort að aðgerða gegn landinu. NISSAN MICRA SKIPT_um stll SVAKA SÆT OG SJÁLFSKIPT LÍKA! Micra sjálfskiptur Verö 1.490.000,- Micra beinskiptur Verö 1.360.000,- Micra er frísk og skemmtileg, falleg, fínleg og svo eyðir hún næstum engu. Hún er svo gott sem hinn fullkomni förunautur! Nýárstilbod - 50.000,- kaupauki Öllum Nissan Micra sem keyptir eru í janúar fylgja vetrardekk. Ingvar Helgason Sævartiöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.te Opiö: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Pílagrímar hatda aftur til Mekka eftir slysið í Mena í fyrradag. Deilt um ábyrgð Ásakanir ganga á milli pílagríma og yfir- valda í Sádí-Arabíu um hver hafi borið ábyrgð á harmleiknum við Jamarat-brúna. Að minnsta kosti 345 fórust í miklum troðn- ingi áfimmtudag. Sádí-Arabar kenndu óstýrilátum pílagrímum um troðning sem varð að minnsta kosti 345 manns að bana við helgiathöfn á haj-trúarhátíðinni á fimmtudag. Margir múslimar segja aftur á móti að betri öryggis- gæsla hefði getað komið í veg fyrir versta slys sem orðið hefur við athöfnina í 16 ár. Troðningurinn varð á síðasta degi haj-hátíðarinnar við Jamarat-brúna í Mena, þröngum dal í nágrenni hinnar helgu borgar Mekka. Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafna ásök- unum um ófuflkomna öryggisgæslu. „Ríkið hefur gert allt sem í þess valdi stendur," sagði háttsettasti trúarleið- togi konungdæmisins í sjónvarpsvið- tali og sakaði pífagríma um að vera óstýriláta. Fóru ekki að reglum Sultan bin Abdul-Aziz, krónprins, auk innanríkisráðherra konung- dæmisins, skelltu einnig skuldinni á pílagrímana sem ekki hefðu fylgt reglum, haft farangur sinn með sér og ekki farið að ráðleggingum um að taka þátt í helgiathöfninni á öðrum tíma dagsins. „Það veldur okkur sársauka að svo margir skufi hafa látið fífið en við verðum að benda á að öryggissveitir komu í veg fyrir að enn verr færi og björguðu fjölda mannslífa,“ sagði Nayef bin Abdul-Aziz, innanríkis- ráðherra í viðtali við fréttastofuna SPA. Samningur Clinton-sjóðsins og lyfjafyrirtœkja: Bjargar hundruðum þúsunda mannslífa Samkomulag hefur náðst milli Bill Clinton sjóðsins og níu lyfjafyrir- tækja um lækkun kostnaðar við greiningu og meðferð á HlV-veir- unni sem veldur alnæmi í 50 þróunar- löndum. Samkomulagið miðar að því að sjóðurinn og lyfjafyrirtækin helmingi kostnað við greiningu og lækki lyfjakostnað um þriðjung. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið," sagði Bill Clinton og bætti við að sjóður- inn vonaðist til að geta lækkað verð á fleiri lyfjum síðar á árinu. Hann sagði ennfremur að samn- ingurinn væri skref i rétta átt en hann myndi vilja að fleiri af stærstu lyfjafyrirtækjum heims tækju þátt í honum. Lyfin sem verða niður- Sveitir SÞ Sameinuðu þjóðirnar eru að vinna að áætlun um að senda viðbragðs- sveitir til Darfur-héraðs í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar bregðast þar með við viðvörun frá Afríku- sambandinu sem telur hættu á að það verði að draga úr friðargæslu- störfum á svæðinu vegna skorts á fjármagni. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að enn séu framin morð og nauðganir í Darfur og að nýr herafli myndi þurfa á hátækni- búnaði og stuðningi flughers að halda. Afríkusambandið er nú með um 6000 friðargæsluliða í Darfur. Bill Clinton. greidd eru notuð á fyrstu stigum meðferðar og segir Clinton að samn- ingurinn gæti bjargað hundruðum þúsunda mannslífa. til Darfur Á undanförnum mánuðum hafa vopnaðir menn ráðist á hersveitir Afríkusambandsins í héraðinu. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á þeim árásum. Annan sagði jafnframt að áætlanir um að senda aukalið myndi krefjast samvinnu við ríkisstjórn Súdans. Lengi vel samþykkti ríkisstjórn landsins aðeins afrískar friðar- gæslusveitir í landinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín á þeim þremur árum sem borgarastríðið í Darfur hefur geisað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.