blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 34
34 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaAÍA Lœrðu betur á símann! Gagnlegt nám hjá Mími BlaöiH/Frikki Örvænting skín úr augum þessa simaklaufa! Honum veitti líklega ekki af byrjendanám- skeið í símatækni. Hjá símenntunarstöðinni Mími í Reykjavík er nú fjórða árið í röð boðið upp á námskeið í notkun og meðhöndlun GSM síma undir heit- inu „Lærðu betur á GSM símann þinn“. Námskeiðið er haldið í sam- starfi við Símann, sem leggur til kennara og námsgögn á það. Blaðið freistaði þess að leita upplýsinga um námskeiðið hjá kennurum þess en vegna strangra samskiptareglna Símans við fjölmiðla reyndist það ekki unnt að sinni, enda eldfimt mál á ferð. Sigríður Einarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Mími, er hins- vegar flestum hnútum kunnug varð- andi námskeiðið og segir almenna ánægju með það til staðar hjá útskrifuðum símameisturum, sem eru fjölmargir frá upphafi. „Mér hefur fundist á fólki sem rík ánægja væri með námskeiðið og það sem þar er kennt, enda ekki sjálfgefið að nútímatækni liggi jafn beint fyrir öllum. Nú er námskeiðið í fyrsta sinn haldið á tveimur stigum, fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Sigriður. „Á byrjendanám- Óríon - suðupottur í 1500 ljósára fjarlægð Ungstirni, smástirni og gasgljúfur á nýjum lægum fyrirbærum. Meðal þess sem líta mátti í nýrri mynd frá honum, sem NASA opinberaði sl. miðviku- dag, voru andvana fæddar stjörnur, smástirni og gríðarstór gas- og ryk- gljúfur, að því er Reuters greinir frá. I tilkynningu sem NASA sendi frá sér með myndinni er haft eftir full- trúa stofnunarinnar að „Orion sé suðupottur virkni“. Stjörnuþokan Orion er í aðeins 1500 ljósára fjarlægð frá jörðu og því nær okkur en flestar. Hún þykir því einkar hentug til þess að rannsaka hvernig stjörnur fæðast og hefur verið í skoðun frá þvi Hubble-sjón- aukinn var tekinn í notkun, en honum var skotið á loft árið 1990. Meðal þess sem sjá má á mynd- inni nýju eru ungir brúndvergar - einnig þekktir sem „misheppnaðar stjörnur” - fyrirbæri sem aldrei náðu að verða stjörnur þar sem þeim skorti eiginleika til þess að viðhalda kjarnasamruna í kjarna sínum líkt og sólin gerir. Meðal þess sem hvað helst grípur augað á mynd- inni eru líklega ljósholrými þar sem þúsundir stjarna eru að myndast. náið i grundvallaratriði GSM símanna, fyrirbæri eins og SMS, númerabirtingu, simaskrána og millilandasímtöl. Þessi angi er mikið sóttur af eldra fólki sem hefur áhuga á því að tileinka sér helstu möguleika símans.“ Fróðir kennarar Framhaldsnámskeiðið er, að sögn Sigriðar, hugsað fyrir fólk sem fest hefur kaup á nýrri gerðum GSM síma og vill læra á ýmsa agnúa þeirra og .möguleika, s.s. myndsend- ingar, internetflakk, WAP, VIT o.fl. „Kennslan fer fram í litlum hópum og er algjörlega sniðin að þörfum og símtækjum hvers og eins. Kenn- ararnir eru fróðir í sinu fagi og geta sjálfsagt kennt sparnaðarráð til jafns við annan fróðleik sem þeir útdeila. Námskeiðinu er svo skipt á tvö kvöld, þannig að fólk getur æft sig á milli og leitað svara við spurn- ingum sem kvikna," segir Sigriður. Byrjendanámskeið í símanotkun fer fram um miðjan febrúar og kostar þátttaka kr. 2.200. Hægt er að skrá sig i það á www.mimir.is Nýjasta mynd Hubble af Óríon-stjörnuþokunni. Heimurinn er býsna ótrúlegur. myndumfrá Hubble Hubble-sjónaukinn frægi heldur áfram að skerpa sýn mannanna á „Klárbyssan" hindrar gikk-glöð krútt og krimma Lœrir að þekkja eigandann Ef að líkum lætur er þess skammt að biða að svonefndar „klárbyssur“ (e. „smart guns“) komi á almennan vopnamarkað, en vísindamenn við Tæknistofnun New Jersey (New Jersey Institute of Technology, NJIT) sýndu í siðasta mánuði frumgerð af slíkri sem yrði nægilega ódýr í framleiðslu til þess að hinn almenni borgari hefði efni á. Jafnvel er búist við gripnum á markað fyrir árið 2008. Byssan er hönnuð til þess að þekkja grip eiganda síns og verður óvirk þegar ókunnir lófar, t.d. glæpa- manns eða barns, grípa um hana. Fékk stofnunin um 2 milljónir bandaríkjadala í hönnunarstyrki frá bandaríska ríkinu til verksins. Frá þessu greinir vefritið Popsci- ence.com Skynjarar og örgjörvar í hand- fangi byssunnar nema og greina hið flókna samspil beina og vöðva sem þarf til þess að hleypa af byssunni á örskotsstundu. Haft er eftir Donald Sebastian, varaforseta þróunarsviðs hjá NJIT, að kraftarnir sem þarf til verksins séu einstakir í hverjum manni. Hugmyndin er að vænt- anlegir eigendur byssunar muni „kenna“ byssunni að þekkja sig á þar- tilgerðum „skotstöðvum" á vegum lögreglunnar og þurfi að hleypa af um tíu sinnum til þess. Hvert skot mun virkja þrýstingsnemana í hand- fangi byssunnar og örgjörvar í kjöl- farið nýta gögnin til þess að læra á eigandann. Af „klárum" vopnum Áætlað er að um 29.000 manns deyi af skotsárum í Bandaríkjunum ár hvert. Telja formælendur skotvopna- öryggis að „klárbyssan" geti lækkað þær tölur stórlega, en sumir vilja þó meina að tæknin sé enn óörugg og gæti valdið meiri vandræðum en henni er ætlað að leysa. Sam- kvæmt NJIT gerir nýjasta gerð byss- unnar þeirra mistök í einu af hverju hundrað skiptum sem tekið er í gikk- inn. Áður en hún kemur á markað er ætlað að villutíðnin verði komin í eitt skipti af hverjum 10.000. (sem er staðall bandaríska varnarmálaráðu- neytisins fyrir hernaðarvopn) með því að fjölga nemum byssunnar úr 32 í nokkur hundruð og bæta jafn- framt úrvinnsluforrit hennar. Bregðist byssan klára gæti svo ein- hver bent formælendum skotvopna- öryggis í BNA á að í þeim löndum þar sem skotvopnaeign er ekki almenn er fjöldi dauðsfalla tengdum þeim i algeru lágmarki ár hvert. Þessi byssa verður ekki mörgum að meini, þó hún sé ekki tiltölulega klár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.