blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 17
blaðiö LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 ÝMISLEGT I 17 h p Ljósmyndun: Varðveisla augnabliksins Það kunna langflestir að smella af nokkrum myndum við hátíðleg tækifæri. Með tilkomu stafrænna myndavéla hefur ljós- myndun orðið mun almennari en ella svo ekki sé talað um þró- unina í kjölfar myndavélavæð- ingar GSM símanna. Það er þó ekki þar með sagt að allir kunni að taka góðar myndir og hvað þá vinna þær svo þær geymist um ókomna tíð. Heima og heiman Nokkrir aðilar hafa fylgt stafrænu byltingunni og bjóða fólki upp á námskeið í ljósmyndun og mynda- umsýslu í tölvu eftir að myndin er tekin. Afkastamestur er líklega Pálmi Guðmundsson sem heldur utan um heimasíðuna www.ljos- myndari.is. Hann hefur nú um árabil boðið upp á ljósmyndanám- skeið, fyrst fyrir filmuvélar en nú nánast eingöngu fyrir stafrænar myndavélar. Fyrst og fremst býður Pálmi upp á ljósmyndanámskeið þar sem meðhöndlun myndavéla og stillingar þeirra eru kenndar auk ýmiss konar tækniatriða sem notuð eru til að byggja upp fallegar myndir. Þá býður hann einnig upp á námskeið í myndvinnsluforrit- inu Photoshop fyrir byrjendur. Skemmtileg nýjung hjá Pálma er 90 daga fjarnámskeið sem fólk tekur með aðstoð tölvutækninnar og internetsins. Fyrir byrjendur Hjá Mími er einnig boðið upp á tvenns konar ljósmyndanám- skeið. Annað er námskeið fyrir handvirkar filmu- og stafrænar myndavélar. Farið er í myndbygg- ingu, lýsingu og annað sem við- kemur ljósmyndatöku. I hinu er farið yfir helstu þætti sem snúa að almennri notkun stafrænnar myndavélar s.s. hvaða stillingar vélin býður upp á, hvaða still- ingar henta við hvert tækifæri og hvernig skal færa myndirnar yfir á tölvu. Einnig er skoðað hvernig má lagfæra myndir í tölvu á ein- faldan hátt og skipuleggja mynda- albúmið í tölvunni. Ef tími gefst er skoðað hvernig má gera boðskort úr myndunum. Engrar eða lítillar kunnáttu er krafist fyrir þetta námskeið. Ein af bestu ijósmyndum ársins 2005 frá Reuters fréttastofunni. Með æfingu og kunnáttu má læra að taka svona myndir og ertilvalið að hefja ferilinn á Ijósmynda- námskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.