blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 27
blaðiö LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 VIÐTALI 27 99................................................................ Ég þótti reyndar efnilegur á túbu íæsku, en hefekki getað spilað á hljóðfæri síðan og ekki gert alvarlegar tilraunir tilþess. Það er meira afáhuga en getu að ég hefverið viðloðandi tónlist. Ég er afleitur söngvari líka, en eftir þvísem liðið hefur á ferilinn hefég komið mér upp ákveðinni tækni til þess að fela það einnar nætur gaman og hálfgerð and- bransahljómsveit. Fílósófían var að semja ekki lög, setja aldrei neitt á blað og taka aldrei neitt upp. Þannig að þetta kom flatt upp á okkur, en svo kom í ljós nú fyrir jólin að það getur verið ágætt að vinna sína 10-12 tíma í bókageðveikinni og geta svo tekið af sér bindið, farið upp á svið og hrist af sér allt stress. Eg er viss um að ég kem betur undan vertíð- inni en margir. Svo er rokkið þannig, upp á tíma og fyrirhöfn að gera tekur þetta ekki meira á en að æfa badmin- ton eða vera snjósleðaáhugamaður." Talandi um bókageðveikina, hvernig þóttiþérflóðþessa árs koma út? „íslendingar hafa síðari ár verið meira að kaupa bækur handa sjálfum sér heldur en sem gjafavöru, á tíma var bóksala á íslandi meir í ætt við gjafa- vörusölu. Þetta hefur breyst - m.a. í kjölfar kilju- og krimmavæðingu síðustu ára - og ég held það sé mjög jákvætt; hef unnið lengi í bransanum og tel sjaldan hafa verið jafn mikla fjöl- breytni og fjör í bókaútgáfu á íslandi og einmitt nú. Popp-bækurnar sem hafa verið að slá í gegn, eins og Harry Potter og DaVinci lykillinn eru líka góðar fréttir, því oft valda þær því að fólk sem er jafnvel hætt að lesa kynn- ist bókinni aftur. Það er gott að vita til þess að fólk les bækur, því það býr allur andskotinn í þeim, þær eru að- gengileg aðferð til þess að kynnast nýjum hlutum." Listamaðurinn sem hirðfífl Þegar hér er komið við sögu hringir sími Óttars og það ekki í fyrsta skiptið frá því samræður okkar hófust. Erlendir birgjar, hljóm- sveitar-félagar og svo umboðsmenn í útlöndum liggja á línu Óttars, enda mikið í vændum þar sem hann mun daginn eftir halda til Hollands og spila á Eurosonic-tónlistarhátíðinni ásamt Dr. Spock. Þegar birginn hefur lokið máli sínu koma ný afstaðnir álverstónleikar til tals, en þar lék Óttar með heilum þremur sveitum (því HAM kom einnig saman við tækifærið). Má því ætla að mikið hafi verið á mannin lagt. Hann er ekki sammála. „Nei, þetta var ekkert mál. Tónleikarnir gengu vel fyrir sig og voru mjög skemmtilegir. Það var ákveðið stress fyrir mig að hoppa milli þessara banda, en þau eru öll ólík, þannig að ég var ekki að fara þrisvar á svið og gera það sama.“ Erþér málstaðurinn hugleikinn? „ Einhverjir vildu meina að tónleik- arnir hefðu þurft að vera órafmagn- aðir til að vera samkvæmir sjálfum sér, samkvæmt því er það umhverfis- vænasta sem maðurinn gæti gert að útrýma sjálfum sér. Það hlýtur að vera einhver millivegur; heimurinn er ekki svarthvítur, það er helvíti mikið af grátónum þarna á milli. Almennt er það svona einstrengings- legur hugsunarháttur sem fer í taug- arnar á mér. Mér þykir mjög vænt um náttúru og þá sérstaklega svona stórbrotna og eyðilega, eins og við höfum hér á landi og hérna. Fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka finnst mér vanhugsaðar, það er hlaupið í þær í tómum æsingi. Ég hef á tilfinn- ingunni að svona stór mál þurfi að ígrunda betur. Það sem mér fannst einna skemmti- legast við tónleikana var að í kringum þá var hægt að ræða málið á hressan og skemmtilegan hátt, þannig að fólk getur hugsað sér að taka þátt. Krakk- arnir, sem voru í höllinni á laugardag voru til í að horfa á slagorð á veggj- unum og hlusta á músíkina, þó þeir hefðu kannski ekki nennt að lesa tímaritsgrein um sama mál. Ég held að það sé hlutverk sem poppmenn- ing getur haft, að kveikja neistann með t.d. svona tónleikum, þó svo tón- listar- og listafólk sé ekki endilega best til þess fallið að kryfja mál til mergjar eða taka ákvarðanir um þau. Oft er talað um að listamenn eigi að vera samviska þjóðar, ég held að hlut- verk þeirra sé meira í ætt við hirðff lfs- ins í gamladaga, einhver sem potar í ráðamenn og samfélagið allt.“ Enskur millistríðsára„dandí" á ÓL2032 Óttarr, þú hefur oft vakið athyglifyrir skrautlegan klæðaburð á sviði og snyrtilegan. Ertu tiskutröll? .Örugglega, Ég hef alltaf haft gaman af fallegum klæðum, en fylgi þó meira eigin tísku en þessari almennu. Ég er mikill tímabilamaður í klæðaburði, þegar ég er í skrautlegu skapi hugsa ég mikið aftur til áttunda áratugar- ins, hvaðan ég sæki mér fyrirmyndir úr fönki og diskói, en á milli eru það gjarnan enskir dandíar millistríðs- áranna sem líkt er eftir. Frá því ég var unglingur hef ég verið krónískur bindismaður og leið á tíma hálf illa ef ég var ekki með slíkt. Bindi eru mitt yndi. Að lokum, hefurðu einhverframtíðar- áform? Og mun hljómsveitin HAM starfa áfram í kjölfar tónleika síðustu helgar? „Það er ekkert skipulagt varðandi Ham. Ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að koma saman aftur núna var að skjóta niður þessa helgimynd sem hefur orðið til í kringum hljómsveitina. Hún er ekk- ert dauð frekar en þarf að vera. Við fengum vissulega upp í kok þegar við hættum á sínum tíma, en síðan þá hefur hægst um og nú tökum við þennan aðsldlnað frá '94 ekki jafn al- varlega. Þannig að vel gæti verið að við spilum eitthvað á næstunni. Plönin hjá mér eru annars bara meira af því sama, held ég. Holland á morgun og Texas í mars með Dr. Spock er það eina sem er ákveðið. Frá því ég var ungur hef ég svo stefnt að því að keppa á Ólympíuleikunum árið 2032, það er eina örugga mark- miðið mitt. Ætli ég verði ekki að fara velja mér grein?“ haukur@bladid.net FYRIRMYNDAR FYRIRTÆKI SEQ :a hvað starfs- fólkinu þínu finnst? Könnunin Fyrirtæki ársins 2006 fer senn að hefjast og um leið gefst stjórnendum frábært tækifæri til að kanna hug starfsmanna sinna til vinnustaðarins. Þátttaka í könnuninni er ekki bundin við félagsaðild að VR. Öll fyrirtæki, stór og smá, geta skráð sig til þátttöku. Niðurstöður könnunarinnar gefa glögga mynd af því hvernig starfsfólki líður á vinnustaðnum sínum og viðhorf til nokkurra lykilatriða eru könnuð, m.a. til starfsanda, vinnuskilyrða og trúverðugleika stjórnenda. Niðurstöðurnar er síðan hægt að nýta til að gera vinnustaðinn enn betri og móta markvissa og árangursríka starfsmannastefnu. Gallup annast framkvæmd könnunarinnar og niðurstöður verða kynntar í maí. FYRIRTÆKIÁRSINS 2006 Frestur til að skrá fyrirtæki til þátttöku er til 20. janúar 2006. Yfir 300 fyrirtæki nýttu þetta tækifæri í fyrra. 20 efstu fyrirtækin í könnuninni hljóta nafnbótina Fyrirmyndar- fyrirtæki 2006. Nafnbótinni fylgir leyfi til að nota þetta merki á kynningarefni fyrirtækisins í eitt ár. Nánari upplýsingar f sfma 510 1700 og á www.vr.is Starf okkar eflir þitt starf VR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.