blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 38
38 I GÆLUDÝR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö Kristjón Örn Vattnes Helgason, sonur Hönnu ásamt þýska Scheffer hundinum Zeppa. Verð hreinrœktaðra hunda um 150 þúsund krónur Öryggisatriði að vita sem mest um bakgrurtn hundsins .Hundategundum hefur fjölgað mjög á Islandi og eru nú í kringum áttatíu“, segir Hanna Björk Kristins- dóttir skrifstofustjóri hjá Hunda- ræktarfélagi íslands. Björg segir að það sem hreinrækt- aðir hundar hafi fram yfir blendinga sé að það fylgi þeim ættbókarskír- teini sem sé sönnun fyrir tegund- inni og þannig getur fólk áttað sig á því hvaðan þeir eru komnir. „Fólk hefur hunda í híbýlum sínum og oft innan um börn og því held ég að það sé öryggisatriði að vita sem mest um bakgrunn hundsins. Fyrir 15 árum voru hundategundir ekki eins margar og núna og þá voru íslenski hundurinn, labrador, púðluhundar og írskir shetterhundar meðal algengustu tegundanna. Á þessum árum var ræktun ekki orðin eins al- geng og núna og þá var algengt að eigendur vissu ekki hvaðan hund- arnir komu.“ Björg segir hundasýningar haldnar þrisvar á ári og nú á morgun verður sýning á íslenska hundinum. „Tilgangurinn með þessum sýn- ingum er að fá ræktunardóma á hundana en dómarar koma erlendis frá. Á hundasýningu er hundurinn metinn út frá líkamsbyggingu, geðs- lagi, hárafari, lit og biti. Hvað er algengt verð á hreinrækt- uðum hundi? „Við hjá hundaræktarfélaginu getum gefið út leiðbeinandi verð en verð er alltaf sameiginleg ákvörðun selj- anda og kaupanda. islenski hundur- inn hefur verið ódýrastur en með auknum vinsældum er verð hans núna um 150 þúsund krónur. Þetta er ekki óalgengt verð þó auðvitað geti það verið hærra og lægra.“ Björg segir það því miður vera tilfellið að fólk sýni minni ábyrgð gangvart hundi sem er ókeypis og að það sé auðveldara að losa sig við þá. „1 mörgum tilfellum hugsar fólk betur um hunda sem eru keyptir þó það sé ekki algilt.“ Hanna segir hundategundum á Islandi fara fjölgandi og segir mis- munandi þarfir og áhuga fólks verða til þess að fólk flytur inn hunda sjálft. hugrun@bladid.net Mismunandi aðíeröir notaðar Dœmi um aðfólk svœfi dýr til að koma þeim ólöglega inn í landið Stundum heyrir maður af fólki sem reynir að koma dýrum inn í landið í þeim tilgangi að nota þau sem gæludýr. Eðlur, slöngur og fleiri dýr, sem ekki teljast til hefð- bundinna gæludýra hafa komist í gegnum tollinn en reglan er sú að sækja þarf um innflutningsleyfi fyrir öll dýr áður en þau eru flutt til landsins og má sjá upplýs- ingar um allt ferlið á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins. „Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk hefur svæft dýr áður en þau eru flutt til landsins til að koma þeim ólöglega inn í landið", segir Björg Valtýsdóttir, deildarstjóri toll- gæslu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „1 einu tilfelli sem ég man eftir voru tveir hundar svæfðir en þeir sáust í gegnumlýsingatæki í tollskoðun- inni.“ Hundarnir komust óskaddaðir í gegnum þessa meðferð en þetta getur ekki talist til fyrirmyndar. Björg segir að yfirleitt sé dýrum gefið róandi fyrir flugferð. „Öll dýr sem flutt eru til landsins þurfa að vera í einangrun í ákveð- inn tima og með nýju einangrunar- stöðinni í Höfnum hefur ferlið styst til muna. Áður þurftu dýrin að fara í einangrunarstöðina í Hrísey en það var mjög langt ferðalag og farið með dýrin flugleiðis til Akureyrar og þaðan út í Hrísey. Einangrunin hefur nú styst úr sex vikum í fjórar." hugrun@bladid.net Japanskir skrautfiskar nýjasta nýtt „Það nýjasta hjá okkur eru japanskir Koifiskar sem eru notaðir í úti- tjarnir,” segir Edda Hlín Hallsdóttir hjá Dýralífi. Það þarf ekki að taka þá inn yfir veturinn en það er mik- ilvægt að tjörnin sé djúp þannig að hún botnfrjósi ekki.“ Edda segir nokkuð um að fólk sé með tjarnir í görðum sínum og gaman að fá sér fiska til að lífga upp á þær. „Það hafa áður verið fluttir inn Koifiskar en þeir voru frá Evrópu. Þeir japönsku eru mun skrautlegri og lausir við þær sýkingar sem evrópskir fiskar báru oft með sér. Koifiskar eru orðnir algengir í Evrópu og þeir geta orðið allt að metri á lengd. Fiskurinn kostar 15.000 krónur og auðvitað , er skemmtilegra að hafa fleiri en einn fisk í tjörninni.“ Edda segir fiskana gæfa og um leið og fólk komi að kerjunum komi þeir að fólki. „Fiskarnir eru fóðraðir á japönsku koifiskafóðri og ég mæli ekki með að fólk sé að gefa þeim neitt annað.“ Edda segir fiskana geta lifað í mörg ár. Edda segir að það sé alltaf svolítil vinna að flytja dýr inn í landið og að þau þurfi að fara í gengum blóð- prufur, sprautur og salmonellupróf. „Það þarf líka leyfi fyrir koifiskafóðr- inu og alltaf þarf að sýna fram á heil- brigðisvottorð frá fyrirtækinu sem dýrin eru flutt inn frá.“ hugrun@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.