blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 12
121 ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö Trans-Dniester: Fríriki glæpamanna og smyglara Lítið hefurfariðfyrirhéraðinu Trans-Dniester, landrœmu milli Dniester-árinnar í Moldavíu oglandamœra Úkra- inu, ífjölmiðlum á undanförnum árum. Engu að síðurgegnir landsvœðið mikilvœgu hlutverki í alþjóðlegri glœpa- starfsemi, einkum ísmygli á vopnum, tóbaki ogáfengi. Sérfrœðingar hafa lýst svæðinu sem eins konar „svartholi“ sem ekki lúti yfirráðum nokkurs ríkis. íbúar Trans-Dniester eru innan við milljón og héraðið nær að- eins yfir um 4000 ferkílómetra svæði. Héraðið, sem er að miklu leyti byggt fólki af rússneskum uppruna, klauf sig frá Moldavíu árið 1990. Þrátt fyrir að það hafi lýst yfir sjálfstæði sínu hefur það ekki verið viðurkennt af neinu ríki. Tveimur árum síðar háðu ríkin stutt strið sín á milli sem lauk með því að vopnahléi var komið á með milligöngu Rússa. Moldavíumenn hafa reynt eftir fremsta megni að finna friðsam- legar lausnir á vandamálum sem tengjast ólíkum þjóðarbrotum og öryggismálum í Trans-Dniester. Meðal annars hafa þeir boðið aðskilnaðarsinnum sem eru að stórum hluta til rússneskir víð- tæka sjálfstjórn. Héraðið heldur enn fram sjálfstæði sínu og neitar Moldövum aðgangi að mikil- vægum iðnaðarmannvirkjum og landamærum landsins við Úkraínu. Deilan enn óleyst Deilan á milli Trans-Dniester og ann- arra hluta Moldavíu er enn óleyst. Viðræður sem Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, Rússar og Úkraínumenn hafa skipulagt hafa staðið árum saman og nokkrum sinnum siglt í strand. Rússar hafa af þessum sökum legið undir ámæli um að styðja óopinberlega aðskilnað- arsinna þó að yfirvöld í Moskvu hafi ekki formlega viðurkennt tilvist Trans-Dniester. Vonir hafa glæðst að undanförnu um að Vesturlönd láti meira til sín taka við að leysa átökin í Moldavíu. I síðasta mánuði sendu forsetar Rúss- lands og Úkraínu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir eindregnum vilja til að vinna að friðsamlegri lausn á deilunni og koma á stöðug- leika í héraðinu. Forseti Trans-Dniester er Igor Smirnov, fyrrverandi verksmiðju- eigandi í Sovétríkjunum og ákafur sjálfstæðissinni. Hann hefur verið við stjórnvölinn í héraðinu síðan það lýsti yfir sjálfstæði en á tímum Sovétríkjanna var hann borgarstjóri Tiraspol. Smirnov var endurkjörinn til þriðja fimm ára kjörtímabilsins í desember 2001. Rússnesk stjórnvöld sögðu að kjör hans hefði verið ólög- legt og forseti Moldavíu taldi það ólögmætt. Talið er að Igor Smirnov og sonur hans, Vladimir, hafi nær alger yfirráð yfir hinni arðbæru glæpastarfsemi á svæðinu. Gróðrastía alþjóðlegrar glæpastarfsemi Einangrun á alþjóðavettvangi dregur úr möguleikum Trans-Dni- ester til að efla efnahagslífið. Það hefur sína eigin mynt, stjórnarskrá, þing, fána og þjóðsöng. Spilling, skipulögð glæpastarfsemi og smygl setja mark sitt á Trans-Dniester og fátækt er útbreidd. Héraðið hefur meðal annars verið sakað um að standa að ólöglegri vopnasölu og peningaþvætti. Það er nógu öflugt til að koma i veg fyrir að Moldavía leggi það undir sig á ný en of veikt til að öðlast sess í samfélagi þjóðanna. Oazu Nantoi, verkefnisstjóri við Stofnun í opinberri stefnumótun i Moldavíu, kallaði svæðið svarthol, stað sem lyti ekki stjórn nokkurs ríkis. „Það er mjög auðvelt að nota þetta svæði fyrir fölsuð skjöl, her- þjálfun og alls kyns ólöglega fjár- málastarfsemi,“ segir hann. Safn um Sovétríkin Að mörgu leyti er Trans-Dniester eins og risastórt safn um tíma Sovét- ríkjanna. í hinni heillandi en niður- níddu höfuðborg Tiraspol er að finna fjöldann allan af styttum af Lenín, merkjum kommúnista og öðrum ummerkjum um liðna tima. Víða má sjá slagorð á borð við „Áfram til sósialisma!“ og merki Sovétríkjanna blasir við manni á broddsúlu þegar maður ekur inn í Tiraspol. Stórt vopnabúr frá tímum Sovét- rikjanna er einnig að finna í landinu enda er þar enn fjölmennt rússneskt herlið og um fjórðungur íbúa er rússneskur. Yfirvöld hafa komið í veg fyrir tilraunir alþjóðasamfélags- ins til að láta eyða vopnunum og sumum þeirra hefur verið smyglað Igor Smirnov, forseti Trans-Dniester, og Vladimir, sonur hans, eru taldir hafa mikil ítök í glæpastarfsemi í héraðinu. úr landinu. Ennfremur er þar starf- rækt lítil vopnaverksmiðja en talið er að vörur frá henni hafi komið við sögu í átökum á Balkanskaga, Tsjetsj- eníu og í Afríku. Lengi hefur verið talið að landið sé miðstöð umfangsmikils smygls á vörum og fólki. Fyrir fáeinum árum komu Moldavía og Trans-Dniester að skammvinnu samstarfi um toll- gæslu á landamærunum. Þrátt fyrir að íbúatala Trans-Dniester sé ekki nema 1/6 af íbúatölu Moldavíu fluttu þeir inn 6000 sinnum meira af tób- aki en Moldavar. Oazu Nantoi telur að í flestum tilfellum sé um að ræða eftirlíkingar af vestrænum tóbaks- tegundum sem séu framleiddar ólög- lega í Úkraínu og smyglað í gegnum Trans-Dniester til annarra landa, m.a. í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar telja jafnframt að svæðið sé mikil- væg flutningsleið fyrir áfengissmygl og olíuvörur. — NÝSENDING AFTEPPUM Z E D R U S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Hlíðarsmára 11 S. 534 2288 i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.