blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 6
61 ENNLENDAR FRÉTTER LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaðiö Skáklandið ísland: Dagsbrún: Tilraunakennsla í skák hefst í grunnskólum í haust I dag verður verkefninu Skáklandið ísland ýtt úr vör í Hásölum Strand- bergs, safnaðarheimilis Hafnar fjarðarkirkju, en þar mun Þorgerður Katrín Gunnardóttir, menntamála- ráðherra, kynna starfshóp, sem mun starfa á vegum menntamála- ráðuneytis við að undirbúa tilrauna- verkefnið „Skák í skólana.“ Mark- mið starfshópsins er að skákkennsla verði tekin upp sem tilraunafag í ío til 15 skólum um allt land haustið 2006. Með verkefninu verður unnið að útbreiðslu skáklistarinnar á landsvísu af Skáksambandi íslands, Skákskóla Hróksins, Skákskóla ís- lands, menntamálaráðuneytinu og fleirum. ViðþessasömuathöfnmunHafnar- fjörður hljóta útnefninguna Skák- bærinn Hafnarfjörður og verður bærinn miðpunktur nýrrar sóknar Hróksins í íslensku skáklífi. Stór- meistarinn, Hinrik Danielsen, sem nýverið hlaut íslenskan ríkisborgara- rétt verður sérstaklega heiðraður fyrir framlag sitt í þágu skákíþrótt- arinnar, en hann býr í Hafnar- firði. Hinrik mun tefla fjöltefli í Hásölum við fulltrúa nokkurra skákfélaga. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands íslands og séra Gunn- þór Ingason flytja ávörp. Hrafn Jökulsson mun kynna Skák- landið ísland. Stórsöngkonan Ragnheiður Gröndal syngur nokkur lög og Litli kór Kárs- nessskóla stígur á stokk undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Kynnir verður Kristjón Kormákur Guðjónsson, nýkjörinn forseti Hróksins. Aðkoma felst í almennri stefnumótun Samkynhneigðir: ÁST harmar orð biskups Yfirlýsing Dagsbrúnar: Stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 fjölmiðla kom saman í gær- morgun. Þar var meðal annars rætt DV-málið svonefnda og sendi stjórnin frá sér yfirlýsingu að fundi loknum. Yfirlýsingin er sem hér segir: „Stjórnin virðir þá ákvörðun ritstjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 tekur stjórnin fram að hún starfar eftir starfsreglum þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnar- mönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök um- fjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnar- innar að fjölmiðlunum felst í al- mennri stefnumótun. Stjórnin ítrekar að Dagsbrún s t e n d u r vörð um tjáningar- frelsi, prent- frelsi, upp- 1 ý s i n g a - frelsi og gildi lýð- ræðis og mannréttinda. Félagið virðir grund- vallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggur áherslu á sjálfstæði rit- stjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. Félagið þjónar almenningi í landinu og vill eiga traust hans og vera jákvætt afl til umbóta, meðal annars með því að hlúa að gagnrýninni, sjálfstæðri og óháðri umræðu, innan ramma gild- andi laga“. Undir þetta skrifar Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður. Björn Ingi í l.sætið Einn tveir og ýta! Lögreglumennirnir á myndinni voru ekki lengi aö aðstoða ökumann birfreiðar sem lent hafði í ógöngum í fannferginu í Reykjavík í gær. Með samstilltu átaki tókst þeim að koma bilnum í „réttan farveg" á ný. ÁST, áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, harmar orð Karls Sigur- björnssonar biskups yfir íslandi á NFS, þar sem hann ræddi um hjóna- bandið í tengslum við fram komna tillögu um breytingar á hjúskapar- lögum. 1 viðtalinu sagði biskup meðal annars: „Hjónabandið á það inni hjá þjóðinni að því sé ekki kastað á sorphaugana.“ I yfirlýsingu ffá ÁST segir að ekki sé hægt að túlka þessi orð biskups á annan veg en þann, ,að biskup líti á hjónabandið sem sorphaug ef hommar og lesbíur geti farið með heit sín og staðfest samvist sína í guðshúsum þjóðkirkjunnar.“ 1 yfirlýsingu frá ÁST kemur fram að biskup hafi ítrekað hvatt til samræðu um málefni samkynhneigðra og kirkj- unnar. Áhugahópurinn telur, að orð biskups í áðurnefndu viðtali séu ekki til þess fallin að gera þá samræðu opnari. Eða eins og segir,„Hætt er við að orð hans geti spillt því marghátt- aða og góða starfi sem nú þegar á sér stað innan þjóðkirkjunnar í því skyni að auka skilning og byggja brýr og auka þar með vonir okkar, skírðra homma og lesbía um að fá brátt sjálf- sagða viðurkenningu á heitum okkar og ást í guðshúsum þjóðkirkjunnar.“ Ennfremur skorarÁST á Alþingi að samþykkja þær breytingartillögur sem Guðrún Ögmundsdóttir hefur boðað í tengslum við frumvarp er varðar réttarstöðu samkynhneigðra. Stjórnin vill halda áfram á sömu braut Þorbjörn Broddason, fjölmiðlafrœðingur segir að stjórn Dagsbrúnar reyni að hvítþvo sig afstefnu DV. Þorbjörn Broddason óskar nýjum ritstjórum DV góðs gengis en vonar að breytingar verði á vinnubrögðum og ritstjórnarstefnu. ,Það er ekki annað að sjá en að stjórnin sé að leggja blessun sína við ritstjórnarstefnu DV”, segir Þorbjörn Broddason, fjölmiðlafræð- ingur um yfirlýsingu stjórnar Dags- brúnar í gær. „Þeir eiga blaðið og bera á því ábyrgð. Þrátt fyrir að ég og líklega allir aðrir vilji slá vörð um sjálfstæði ritstjórna er ekki þar með sagt að stjórnin geti í þessu tilfelli þvegið hendur sínar af blaða- mennsku DV”, segir Þorbjörn enn- fremur. Um uppsögn ritstjóra DV í gær segir Þorbjörn að hann hefði heldur kosið að stjórnin hefði látið þá fara. Með því hefðu verið gefin skilaboð um að eigendur vildu sjá breytingu á stefnu blaðsins en að það hafi ekki verið gert. 1 rauninni sé stjórnin þvert á móti að gefa þau skilaboð að hún vilji að blaðið haldi áfram á sömu braut og áður. Hvað nýja ritstjóra varðar óskar a Þorbjörn þeim góðs gengis í nýju | starfi. „Ég vona hins vegar innilega t að þeir sýni í verkum sínum að þeir I ætli að snúa við blaðinu enda sýnist s mér blaðið komið í öngstræti”. Engum gerður greiði Og það er greinilegt að Þorbjörn er lítill aðdáandi DV. „Fréttamennska eins og DV stundar er öllum til bölvunar eins og hefur orðið sífellt ljósara þessa síðustu dægur. Það er ákaflega mikilvægt að blöð taki fast á hlutum og hlífi ekki mönnum sem eru í þannig verkum að það þarf að veita þeim aðhald. Þá er sama hvort viðkomandi einstaklingar hafi framið lögbrot eða hvort þeir eru að vinna ógagn með öðrum hætti. En með því að ausa upp einhverju mold- ryki um mál sem varla er byrjað að upplýsa, um harma og ógæfu ein- staklinga sem og fólk sem er svo aumt að það getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér - slík fréttamennska gerir engum gagn“. Ekki ógn við tjáningarfrelsi 1 fyrradag bárust síðan fréttir af því að Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks hygðist leggja fram lagafrumvarp þar sem hann vill hækka skaðabótagreiðslur vegna meiðyrða. „Ef menn eru ekki að ana út í slíka löggjöf þá lýst mér vel á hana, en það þarf að fara varlega. 1 henni þarf ekki að felast nein ógn við tjáningar- frelsið” segir Þorbjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.