blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöið BlaöiO/Steinar Hugi Fréttamenn eiga að vera stéttlausir Bogi Ágústsson hefur starfað við fjölmiðla með litlum hléum í um þrjátíu ár. Nú er hann forstöðumaður fréttasviðs RÚV. Hann er fyrst spurður um mál málanna, dagblaðið DV en ritstjóraskipti urðu þar í gær í kjölfari háværra mótmæla vegna fréttaflutnings blaðsins. „DV hefur gert marga góða hluti og tekið á málum sem aðrir hafa ekki gert en DV menn hafa staðið í þeim reginmisskilningi að sannleikur sé andstaða við tillitssemi og nærgætni. Ég skil ekki af hverju menn með jafn mikla reynslu halda að þetta tvennt geti ekki farið saman,“ segir Bogi. „Þar að auki hef ég staðið þá að því hvað eftir annað að fara rangt með staðreyndir um leið og þeir veifa sannleikstrénu. Ég nefni eitt lítið atriði sem snerti mig og mína kollega hér á Ríkissjónvarpinu þegar DV reiknaði okkur upp í gríðarlega há laun og skellti fréttinni á forsíðu. Þetta er ekki stórt atriði og engan veginn eins alvarlegt og það sem gerðist á dögunum en þetta var kolvitlaust hjá þeim. Þeim var sagt það og leiðréttingu var lofað. Eg fletti blaðinu þrisvar og sá ekki þessa leiðréttingu. Einhver benti mér á hana þar sem hún var falin innan um smáauglýsingarnar. Þetta var ekki leiðrétting heldur var sagt að sumar tölur í fréttinni hefðu verið rangar. Þetta finnst mér ekki lýsa mikilli sannleiksást. Vinnureglur á RÚV eru á þann veg að ef við förum með vitleysu þá biðjumst við afsökunar en reynum ekki að breiða yfir mistökin eða fela þau. Aðgát skal höfð í nærveru sálar er ekki innantómur frasi. Það þarf ekki að stangast á við sannleikann að sýna aðgæslu. Ég hef aldrei tíðkað það sem fjölmiðlamaður að berja mér á brjóst og segja að ég hafi höndlað hinn eina og rétta sannleika, ég hafi rétt fyrir mér en allir aðrir hafi rangt fyrir mér. Ég ætla ekki að segja mönnum á öðrum fjölmiðlum fyrir verkum en þessa ristjórnarstefnu höfum við rekið á Ríkisútvarpinu. Við látum hlustendum og áhorfendum eftir að dæma okkur. Við segjum ekki að við séum bestir, mestir og flottastir. Kannski er þetta uppeldisatriði. Mér var kennt það þegar ég var barn að ég ætti ekki að hrósa sjálfum mér. Sjálfshól þótti ekki mjög fínt. Þetta situr í mér.“ Þarf ekki auðmenn til að reka fjölmiðla Hvernig líst þér á fjölmiðlaflóruna? „Nokkru áður en Bónusveldið yfirtók helstu keppinauta RÚV var útlitið á íslenskum fjölmiðlamarkaði ekki mjög beysið. Aðrir hafa orðið til að segja frá því með hvaða hætti Stöð 2 var starfrækt þegar Jón Ólafsson átti hana. Ég man ekki betur en að Sigurður G. Guðjónsson hafi sagt að of mikið af peningum hafi verið teknir út úr því fyrirtæki. Fróðir menn segja mér að fyrirtækið hafi gengið ágætlega fram að þvi. Það þarf ekki auðmenn til að reka fjölmiðla ef þeir eru reknir á sínum eigin forsendum. Það er gróska í blaðaútgáfu. Fréttablaðið virðist ganga afskaplega vel og Blaðið hefur gengið betur en ég bjóst við. Þegar 99................ Stundum velti ég því fyrir mér að ég hefði getað gert eitthvað annað við lífmitt en það er hugsun sem hvarflar ekki að mér lengur en í fimm mínútur." það fór af stað bjóst ég frómt frá sagt ekki við því að grundvöllur væri fyrir rekstrinum en svo virðist vera.“ \ Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Endumýjar þú gleraugun þín nógu oft eða langar þig bara í ný? Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði engin útborgun Suðurlandsbraut 50, í bláu húsunum við Faxafen Slmi: 568 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.