blaðið - 14.01.2006, Page 34

blaðið - 14.01.2006, Page 34
34 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaAÍA Lœrðu betur á símann! Gagnlegt nám hjá Mími BlaöiH/Frikki Örvænting skín úr augum þessa simaklaufa! Honum veitti líklega ekki af byrjendanám- skeið í símatækni. Hjá símenntunarstöðinni Mími í Reykjavík er nú fjórða árið í röð boðið upp á námskeið í notkun og meðhöndlun GSM síma undir heit- inu „Lærðu betur á GSM símann þinn“. Námskeiðið er haldið í sam- starfi við Símann, sem leggur til kennara og námsgögn á það. Blaðið freistaði þess að leita upplýsinga um námskeiðið hjá kennurum þess en vegna strangra samskiptareglna Símans við fjölmiðla reyndist það ekki unnt að sinni, enda eldfimt mál á ferð. Sigríður Einarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Mími, er hins- vegar flestum hnútum kunnug varð- andi námskeiðið og segir almenna ánægju með það til staðar hjá útskrifuðum símameisturum, sem eru fjölmargir frá upphafi. „Mér hefur fundist á fólki sem rík ánægja væri með námskeiðið og það sem þar er kennt, enda ekki sjálfgefið að nútímatækni liggi jafn beint fyrir öllum. Nú er námskeiðið í fyrsta sinn haldið á tveimur stigum, fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Sigriður. „Á byrjendanám- Óríon - suðupottur í 1500 ljósára fjarlægð Ungstirni, smástirni og gasgljúfur á nýjum lægum fyrirbærum. Meðal þess sem líta mátti í nýrri mynd frá honum, sem NASA opinberaði sl. miðviku- dag, voru andvana fæddar stjörnur, smástirni og gríðarstór gas- og ryk- gljúfur, að því er Reuters greinir frá. I tilkynningu sem NASA sendi frá sér með myndinni er haft eftir full- trúa stofnunarinnar að „Orion sé suðupottur virkni“. Stjörnuþokan Orion er í aðeins 1500 ljósára fjarlægð frá jörðu og því nær okkur en flestar. Hún þykir því einkar hentug til þess að rannsaka hvernig stjörnur fæðast og hefur verið í skoðun frá þvi Hubble-sjón- aukinn var tekinn í notkun, en honum var skotið á loft árið 1990. Meðal þess sem sjá má á mynd- inni nýju eru ungir brúndvergar - einnig þekktir sem „misheppnaðar stjörnur” - fyrirbæri sem aldrei náðu að verða stjörnur þar sem þeim skorti eiginleika til þess að viðhalda kjarnasamruna í kjarna sínum líkt og sólin gerir. Meðal þess sem hvað helst grípur augað á mynd- inni eru líklega ljósholrými þar sem þúsundir stjarna eru að myndast. náið i grundvallaratriði GSM símanna, fyrirbæri eins og SMS, númerabirtingu, simaskrána og millilandasímtöl. Þessi angi er mikið sóttur af eldra fólki sem hefur áhuga á því að tileinka sér helstu möguleika símans.“ Fróðir kennarar Framhaldsnámskeiðið er, að sögn Sigriðar, hugsað fyrir fólk sem fest hefur kaup á nýrri gerðum GSM síma og vill læra á ýmsa agnúa þeirra og .möguleika, s.s. myndsend- ingar, internetflakk, WAP, VIT o.fl. „Kennslan fer fram í litlum hópum og er algjörlega sniðin að þörfum og símtækjum hvers og eins. Kenn- ararnir eru fróðir í sinu fagi og geta sjálfsagt kennt sparnaðarráð til jafns við annan fróðleik sem þeir útdeila. Námskeiðinu er svo skipt á tvö kvöld, þannig að fólk getur æft sig á milli og leitað svara við spurn- ingum sem kvikna," segir Sigriður. Byrjendanámskeið í símanotkun fer fram um miðjan febrúar og kostar þátttaka kr. 2.200. Hægt er að skrá sig i það á www.mimir.is Nýjasta mynd Hubble af Óríon-stjörnuþokunni. Heimurinn er býsna ótrúlegur. myndumfrá Hubble Hubble-sjónaukinn frægi heldur áfram að skerpa sýn mannanna á „Klárbyssan" hindrar gikk-glöð krútt og krimma Lœrir að þekkja eigandann Ef að líkum lætur er þess skammt að biða að svonefndar „klárbyssur“ (e. „smart guns“) komi á almennan vopnamarkað, en vísindamenn við Tæknistofnun New Jersey (New Jersey Institute of Technology, NJIT) sýndu í siðasta mánuði frumgerð af slíkri sem yrði nægilega ódýr í framleiðslu til þess að hinn almenni borgari hefði efni á. Jafnvel er búist við gripnum á markað fyrir árið 2008. Byssan er hönnuð til þess að þekkja grip eiganda síns og verður óvirk þegar ókunnir lófar, t.d. glæpa- manns eða barns, grípa um hana. Fékk stofnunin um 2 milljónir bandaríkjadala í hönnunarstyrki frá bandaríska ríkinu til verksins. Frá þessu greinir vefritið Popsci- ence.com Skynjarar og örgjörvar í hand- fangi byssunnar nema og greina hið flókna samspil beina og vöðva sem þarf til þess að hleypa af byssunni á örskotsstundu. Haft er eftir Donald Sebastian, varaforseta þróunarsviðs hjá NJIT, að kraftarnir sem þarf til verksins séu einstakir í hverjum manni. Hugmyndin er að vænt- anlegir eigendur byssunar muni „kenna“ byssunni að þekkja sig á þar- tilgerðum „skotstöðvum" á vegum lögreglunnar og þurfi að hleypa af um tíu sinnum til þess. Hvert skot mun virkja þrýstingsnemana í hand- fangi byssunnar og örgjörvar í kjöl- farið nýta gögnin til þess að læra á eigandann. Af „klárum" vopnum Áætlað er að um 29.000 manns deyi af skotsárum í Bandaríkjunum ár hvert. Telja formælendur skotvopna- öryggis að „klárbyssan" geti lækkað þær tölur stórlega, en sumir vilja þó meina að tæknin sé enn óörugg og gæti valdið meiri vandræðum en henni er ætlað að leysa. Sam- kvæmt NJIT gerir nýjasta gerð byss- unnar þeirra mistök í einu af hverju hundrað skiptum sem tekið er í gikk- inn. Áður en hún kemur á markað er ætlað að villutíðnin verði komin í eitt skipti af hverjum 10.000. (sem er staðall bandaríska varnarmálaráðu- neytisins fyrir hernaðarvopn) með því að fjölga nemum byssunnar úr 32 í nokkur hundruð og bæta jafn- framt úrvinnsluforrit hennar. Bregðist byssan klára gæti svo ein- hver bent formælendum skotvopna- öryggis í BNA á að í þeim löndum þar sem skotvopnaeign er ekki almenn er fjöldi dauðsfalla tengdum þeim i algeru lágmarki ár hvert. Þessi byssa verður ekki mörgum að meini, þó hún sé ekki tiltölulega klár.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.