blaðið - 14.01.2006, Síða 10

blaðið - 14.01.2006, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö íranar hóta samstarfsslitum íranar hóta samstarfsslitum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina verði máli þeirra vísað til öryggisráðsins. Utanríkisráðherra Bret- lands segir hernaðaraðgerðir ekki á dagskrá. íranar segjast munu binda endi á samstarf sitt við Alþjóðakjarnorku- málastofnunina út af kjarnorku- áætlun þeirra ef málinu verður vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Meðal annars verða skyndiskoðanir alþjóðlegra eftirlits- manna ekki lengur leyfðar í landinu. Manouchehr Mottaki, utanríkisráð- herra frans, greindi frá þessu í við- tali við írönsku fréttastofuna IRNA ígær. Bandaríkin og þrjú stærstu ríki Evrópusambandsins lýstu því yfir á fimmtudag að viðræður um kjarn- orkuáætlun frana væru komnar í blindgötu og að vísa ætti málinu til öryggisráðsins. Stórveldin saka íran um að snúa baki við alþjóðasamfélaginu, fyrir að hafa ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og fyrir að hafa ekki getað sannfært heimsbyggðina um að kjarnorkuáætlun þeirra væri gerð í friðsamlegum tilgangi. Leið- togar stórveldanna þriggja telja af þeim sökum að tími sé kominn til að öryggisráðið komi að málinu. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur einnig farið fram á neyðarfund hjá Alþjóða- kjarnorkustofnuninni til þess að hægt verði að fara fram á að íranar verði kærðir til öryggisráðsins. Innrás ekkiádagskrá ,Ef f ran fer ekki að fyrirmælum, mun öryggisráðið íhuga refsiaðgerðir,“ sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands eftir að stjórnvöld í Banda- Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Jack Straw, breskur starfs- bróðir hans kynna niðurstöður fundar um kjarnorkuáætlun (rana. ríkjunum tóku undir beiðni Evr- valdbeiting kæmi til greina svaraði ópuríkjanna um neyðarfund hjá hann að enginn hefði í huga að ráð- Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. ast inn í f ran eða grípa til hernaðar- Þegar Straw var spurður hvort að aðgerða gegn landinu. NISSAN MICRA SKIPT_um stll SVAKA SÆT OG SJÁLFSKIPT LÍKA! Micra sjálfskiptur Verö 1.490.000,- Micra beinskiptur Verö 1.360.000,- Micra er frísk og skemmtileg, falleg, fínleg og svo eyðir hún næstum engu. Hún er svo gott sem hinn fullkomni förunautur! Nýárstilbod - 50.000,- kaupauki Öllum Nissan Micra sem keyptir eru í janúar fylgja vetrardekk. Ingvar Helgason Sævartiöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.te Opiö: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Pílagrímar hatda aftur til Mekka eftir slysið í Mena í fyrradag. Deilt um ábyrgð Ásakanir ganga á milli pílagríma og yfir- valda í Sádí-Arabíu um hver hafi borið ábyrgð á harmleiknum við Jamarat-brúna. Að minnsta kosti 345 fórust í miklum troðn- ingi áfimmtudag. Sádí-Arabar kenndu óstýrilátum pílagrímum um troðning sem varð að minnsta kosti 345 manns að bana við helgiathöfn á haj-trúarhátíðinni á fimmtudag. Margir múslimar segja aftur á móti að betri öryggis- gæsla hefði getað komið í veg fyrir versta slys sem orðið hefur við athöfnina í 16 ár. Troðningurinn varð á síðasta degi haj-hátíðarinnar við Jamarat-brúna í Mena, þröngum dal í nágrenni hinnar helgu borgar Mekka. Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafna ásök- unum um ófuflkomna öryggisgæslu. „Ríkið hefur gert allt sem í þess valdi stendur," sagði háttsettasti trúarleið- togi konungdæmisins í sjónvarpsvið- tali og sakaði pífagríma um að vera óstýriláta. Fóru ekki að reglum Sultan bin Abdul-Aziz, krónprins, auk innanríkisráðherra konung- dæmisins, skelltu einnig skuldinni á pílagrímana sem ekki hefðu fylgt reglum, haft farangur sinn með sér og ekki farið að ráðleggingum um að taka þátt í helgiathöfninni á öðrum tíma dagsins. „Það veldur okkur sársauka að svo margir skufi hafa látið fífið en við verðum að benda á að öryggissveitir komu í veg fyrir að enn verr færi og björguðu fjölda mannslífa,“ sagði Nayef bin Abdul-Aziz, innanríkis- ráðherra í viðtali við fréttastofuna SPA. Samningur Clinton-sjóðsins og lyfjafyrirtœkja: Bjargar hundruðum þúsunda mannslífa Samkomulag hefur náðst milli Bill Clinton sjóðsins og níu lyfjafyrir- tækja um lækkun kostnaðar við greiningu og meðferð á HlV-veir- unni sem veldur alnæmi í 50 þróunar- löndum. Samkomulagið miðar að því að sjóðurinn og lyfjafyrirtækin helmingi kostnað við greiningu og lækki lyfjakostnað um þriðjung. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið," sagði Bill Clinton og bætti við að sjóður- inn vonaðist til að geta lækkað verð á fleiri lyfjum síðar á árinu. Hann sagði ennfremur að samn- ingurinn væri skref i rétta átt en hann myndi vilja að fleiri af stærstu lyfjafyrirtækjum heims tækju þátt í honum. Lyfin sem verða niður- Sveitir SÞ Sameinuðu þjóðirnar eru að vinna að áætlun um að senda viðbragðs- sveitir til Darfur-héraðs í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar bregðast þar með við viðvörun frá Afríku- sambandinu sem telur hættu á að það verði að draga úr friðargæslu- störfum á svæðinu vegna skorts á fjármagni. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að enn séu framin morð og nauðganir í Darfur og að nýr herafli myndi þurfa á hátækni- búnaði og stuðningi flughers að halda. Afríkusambandið er nú með um 6000 friðargæsluliða í Darfur. Bill Clinton. greidd eru notuð á fyrstu stigum meðferðar og segir Clinton að samn- ingurinn gæti bjargað hundruðum þúsunda mannslífa. til Darfur Á undanförnum mánuðum hafa vopnaðir menn ráðist á hersveitir Afríkusambandsins í héraðinu. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á þeim árásum. Annan sagði jafnframt að áætlanir um að senda aukalið myndi krefjast samvinnu við ríkisstjórn Súdans. Lengi vel samþykkti ríkisstjórn landsins aðeins afrískar friðar- gæslusveitir í landinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín á þeim þremur árum sem borgarastríðið í Darfur hefur geisað.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.