blaðið - 02.02.2006, Page 14

blaðið - 02.02.2006, Page 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FRJÁLST OG ÓHÁÐ Aforsíðu Blaðsins segir að það sé „frjálst og óháð“. Ástæða er til að vekja athygli á þessari yfirlýsingu nú þegar nýr maður sest í stól ritstjóra. Blaðið mun leitast við að marka sér sérstöðu á íslenskum blaðamarkaði. Það hyggst ekki „elta“ aðra fjölmiðla eða tileinka sér öll viðmið þeirra og áherslur. Vissulega er það markmið ritstjórnar Blaðsins að miðla áhuga- verðum innlendum og erlendum fréttum til lesenda. En jafnframt er það ásetningur ritstjórnar að Blaðið hafi jafnan að geyma gott lesefni. Áfram verður lögð áhersla á viðtöl og efnisþætti, sem tengjast daglegu lífi fólksins í landinu. Blaðið er hvítvoðungur í heimi fjölmiðlanna. Á næstunni verður unnið að margvíslegum brey tingum á ritstjórn þess. Hér mun ræða um þróun fremur en byltingu. Blaðið mun flytja fréttir úr viðskiptalífinu að því marki, sem þær eru taldar eiga erindi við almenning. Viðskipta- og fjármálafréttir eru fyrirferðar- miklar í íslenskum fjölmiðlum nú um stundir. Á því sviði þjóðlífsins eiga sér nú stað söguleg umskipti, sem á stundum reyna verulega á viðtekin við- mið og burðarvirki samfélagsins. Mörgum þykir þó að vægi slíkra frétta sé óhóflegt í íslenskum fjölmiðlum. Ritstjórn Blaðsins ætlar að eftirláta öðrum að „skjalfesta" veruleika íslensks viðskipta- og fjármálalífs. Blaðið mun í forystugreinum sínum taka afstöðu til atburða, samfélagsþró- unar og þeirra álitaefna, sem uppi eru á Islandi hverju sinni. Sú afstaða mun ekki mótast af flokkshyggju eða fylgispekt við ákveðna menn eða tiltekna hópa. Blaðið er ekki í ákveðnu liði og sækist ekki eftir slíkum félagsskap. I forystugreinum verður leitast við að beina gagnrýnum og greinandi augum til umhverfis og samtíma. Frjálslynd viðhorf og umburðarlyndi eiga nú undir högg að sækja í ýmsum greinum á Islandi. Reglugerðahyggja og trú á uppeldis- og agahlutverk ríkisvaldsins í lífi einstaklinganna er úr hófi fram mótandi í íslenskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. Þar sem algengt er að hér á landi sé ruglað saman hugtökunum „frjálslyndi" og „frjálshyggja" skal tekið skýrt fram að hér er vísað til þess fyrrnefnda. 1 ritstjórnargreinum verður stuðst við ákveðna sýn til einstaklingsins, frelsis hans og ábyrgðar gagnvart eigin lífi og öðrum. Þeirri trú er hafnað að tiltekið, fastmótað hug- myndakerfi sé fært um að veita manninum öll svör og tryggja hag hans og framtíð. Forystugreinar um erlend málefni verða einnig birtar. Þrátt fyrir óumdeilda sérstöðu íslensku þjóðarinnar kemur umheimurinn henni (ennþá) við. Blaðið er frjálst og óháð en ekki skoðanalaust. Það stendur ekki á forsíðunni. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Baejarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins. Dreifing: Islandspóstur. SERBLAÐ BÍLAR Mánudaginn 6.febrúar blaóið Auglýsendur, upplýsingar veita: 03 • eili(q'b]adid.r • bjarni(á‘bladid.rb 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöió 0K LíiKURiw,J-'PÆÍ-'w&- 5 flTTifR-SígA/Iar VrtpSTuJt GóínJR í nUMthlHi- WfN TtókÍÁ tt flUER EiNREiTiNfr, LEY§i6Ei§Li í BLANP Vii> nmT-KmuLEYsí...* *HANP?0Í-T&WAMöMiIM 1 MWUSTURLSNDUtö BBMTA M) KiKi5TJ0R.Nl 15LAMÍ5 Ell EKKl.fljnrRG PYRiR. RESS.UM UMfWELUM cjIAFS TTEfAMSSOHAK.' Nefskattur - nei takk! Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um Ríkisútvarpið hf. Fjölmargt í þessu frumvarpi er afar gagnrýni- vert, því þó breytingar á lögum um Ríkisútvarpið séu löngu tíma- bærar í gjörbreyttu fjölmiðlaum- hverfi er langur vegur frá því að þar sé RÚV skilgreint með full- nægjandi hætti sem almannamið- ill til framtíðar. Þar er t.d. ekkert að finna um hlutfall innlendrar dagskrárgerðrar þannig að áfram skal RÚV miðla ódýru amerísku efni af miklum móð. Þessi klaufa- angur og metnaðarleysi kemur eim mun meira á óvart í ljósi þess að frumvarpið er önnur at- renna Þorgerðar Katrínar. Vonir um að betur yrði að málum staðið eftir fyrri hrakfarir reynd- ust á sandi byggðar. Pólitískum ítökum gef- ið framhaldslíf Skipan útvarpsráðs og samsetn- ing þess hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd harðlega og það með réttu. Litlar breyt- ingar á að gera nema nú verður gamla útvarpsráðið kallað stjórn og fækkað í því niður í fimm. En hún verður áfram skipuð pólitískt á Alþingi, þrír frá ríkis- stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu. Áfram mun starfsfólk RÚV þurfa að búa við pólitíska íhlutun a.m.k. hætt- una á henni. Þetta fyrirkomulag hefur hingað til alið á tortryggni gagnvart RÚV og ekki eru nú gerðar neinar tilraunir til að eyða henni. í ofanálag er útvarpsstjóri ráðinn og rekinn afþessari stjórn þannig að áfram er það undir rík- isstjórnarmeirhluta hverju sinni komið hver verður ráðinn til starfans. Þetta fyrirkomulag er ekki boðlegt hvorki fyrir þjóðina, starfsmenn RÚV hvað þá heldur útvarpsstjóra sjálfan sem þarf að hafa ákveðið faglegt svigrúm til að setja mark sitt á starfsemina. Katrín Júlíusdóttir Öflugt Ríkisútvarp Ég tel eðlilegra að farin verði leið sem Mörður Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur nefnt í þessari umræðu. Hún felur í sér að í stjórninni verði fjölgað um tvo frá starfsmönnum þannig að þá er ekki hreinn rík- isstjórnarmeirihluti sem ræður og rekur útvarpsstjórann. Einnig tel ég eðlilegra að útvarpsstjóri sé skipaður til ákveðins tíma t.d. fimm ára líkt og þjóðleikhús- stjóri. Þannig fengi útvarpsstjóri svigrúm til ákvarðana án þess að eiga á hættu að vera rekinn af rík- isstjórnarmeirihlutanum hverju sinni ef þeim líkar þær síður. Á íslandi á að reka öflugt almanna- útvarp og öflugt Ríkisútvarp er okkur mikilvægt til framtíðar. Nefskattur hækkar út- gjöld verulega FjármögnunRÚV erendalaustum- ræðuefniogþað ekkiað ástæðulausu. I dag þurfa landsmenn að greiða um- deild afnotagjöld eða um 2.705 kr. á mánuði á hvert heimili með viðtæki. Menntamálaráðherra leggur til að í stað afnotagjalda verði tekinn upp nefskattur sem skal nema 13.500 kr. á hvern einstakling, 16 ára og eldri, og lögaðila. Þetta finnst mér arfa- vond hugmynd og þetta getur leitt til mikils álags á stórar fjölskyldur þar sem ungmenni yfir 16 ára aldri eru í heimahúsum. Tökum dæmi: Foreldrar með 3 ungmenni í heima- húsum þurfa að greiða skv. tillögum menntamálaráðherra 5.625 kr. á mánuði verði nefskattur tekinn upp. Hækkunin nemur 2.920 kr. á mán- uði hjá þessari fjölskyldu eða rúm- lega 35 þúsund kr. á ári! Þetta er svo sem dæmigert fyrirþessa ríkisstjórn sem nú situr vegna þess að álögur á fjölskyldur í þessu landi hafa aukist svo um munar á síðustu árum og nú á að bæta um betur. Nefskattur er af þessum sökum ranglátur og jafn- vondur ef ekki verri fjármögnunar- leið en núverandi afnotagjöld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Dagsetningin 23. febrúar er Fréttablað- inu greinilega hugleikin, því ekki er nóg með að þá verði verðugum veitt svonefnd „Samfélags- verðlaun" Fréttablaðs- ins, heldur gengur hinn nýi ritstjóri, Þorsteinn Pálsson, inn um dyrnar í Skaftahliðinni þann sama dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þessí dagsetning er Fréttablaðsmönnum svo helg eða hvaða tákn felast (henni. Hugsanlega er verið að vísa til biblíuútgáfu Johanns Guten- berg-, en sá tímamótaprentgripur kom ein- mitt út hinn 23. febrúar 1455. Nema náttúrlega verið sé að minnast leyniræðunnar um Stalín, sem Níkíta Khrústsjov flutti þann dag fyrir fimmtíu árum. Af Fréttablaðinu bárust svo þær óvæntu fréttir að Guðmundi M a g n ú s - syni, fulltrúa ritstjóra, hefði verið sagt upp fyrirvaralaust ( mánað- arlok. Ástæðan mun vera leiðari, sem hann skrifaðl hinn 16. janúar, en þar gagnrýndi hann Gunnar Smára Egilsson, forstjóra Dagsbrúnar, fyrir að firra eigendur og rekstr- arstjóra fjölmiðla ábyrgð á miðlunum. Þrátt fyrir að um sama leyti þvertæki Gunnar Smári fyrir það í fjölmiðlum að vera einhvers konar yfirritstjóri miðla Dagsbrúnar mun hann hafa hellt sér yfir Fréttablaðsmenn fyrir að hafa sett þessa skoðun fram (leiðaranum. Með þeirri ofanígjöf héldu menn að málinu væri lokið, en Guðmundur komst sumsé að því að svo varalls ekki. instrimenn og ingarfólk mun áhyggjur hvernig þróun á fjöl- miðlamarkaði hefur verið upp á síðkastið og horfa til þess að enginn rit- eða frétta- stjóri á hinum stóru fjölmiðlum landsins geti talist vinstra megin við miðju. Samfylkingin hafl til þessa haft nokkurt skjól f Fréttablaðinu, en þegar Þorsteinn Pálsson komi þangað til vlnnu muni aldeilis fjúka f það skjól líka. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is þá ser í lagi Samfylk- hafa af því talsverðar

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.