blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16
16 I FYRIR KARLA FIMMTUDAGUR 2.FEBRÚAR 2006 blaöið GIRNILEGIR & GÓÐIR SMÁRÉTTIR í VEISLUNA OSTA OG SÆLKERAKÖRFUR LÉHIR RÉHIR í HÁDEGINU VEISLUÞJÓNUSTA SMÁRÉTTIR SÉRVARA OSTABÚÐIN Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavlk - Pöntunarslmi: 562 2772 Nýr og endurbœttur Casanova Karlmenn borga hundrað þúsundfyrir tœlingaraðferðir 99................... Samt sem áður virðist hann bjóða afsér ágætan þokka, að minnsta kosti á það að vera satt að konur falla fyrir honum í um- vörpum. Enda hlýtur eitthvað að vera til íþví sem hann segir fyrst bandarískir karlmenn eru tilbúnir til að borga rúmlega hundrað þúsund krónur fyrir þriggja daga námskeið. Mystery (Erik von Markovik) hefur verið mikið í fjölmiðlum hið vestra enda titlar hann sig sem heimsins besti daðurmeistari, algjör nútíma Casanova. Hann hreykir sér af því að hann geti tælt hvaða konu sem er. Það er eflaust auðveldara þessa dagana en áður þar sem hann er orðinn mjög vel þekktur og þekur forsíður tímarita og dagblaða. Auk þess að tæla konur heldur hann nám- skeið þar sem hann kennir öðrum karlmönnum tæknina sem hann hefur fengið einka- leýfi á, gefur út bækur og heldur úti vefsíðu. Námskeiðin hans eru mjög vinsæl og einungis fyrir karl- menn. Námskeiðin taka þrjá daga og þar er karlmönnum kennt að hefja kynferðislegt samband við mjög aðlaðandi konur. Eða eins og Mystery segir sjálfur þá er alltaf hægt að nálgast þessar „venjulegu“ konur en karlar eiga að hækka mælikvarðann hjá sér og eltast við gullfallegar og þokkafullar konur. Skíðagleraugu og húfa Flestir myndu telja að maður sem er svona öruggur með sig hljóti að vera gullfallegur, líkt og Brad Pitt eða George Clooney, en ekki er víst að allar konur myndu falla fyrir Mystery. Hann notar naglalakk, er húðflúraður í bak og fyrir, notar mikið af skartgripum og einkenni hans eru skíða- gleraugu sem hann n o t a r y f i r húfu. Samt sem áður virðist hann bjóða af sér ágætan þokka, að minnsta kosti á það að vera satt að konur falla fyrir honum í hrönnum. Enda hlýtureitthvaðað vera til í þvi sem hann segir fyrst bandarískir karlmenn eru tilbúnir til að borga rúmlega hundrað þúsund krónur fyrir þriggja daga námskeið. Svo æstir eru þeir í að læra tækni Myst- ery að það er biðlisti eftir nám- skeiði hjá honum. Mystery hreykir sér af því að hann geti tælt hvaða konu sem er. Þú veist að hann er daðurmeistari ef: • Hann notar þriggja sekúndna regluna. Þegar hann sér fallega konu þá nálgast hann hana innan þriggja sekúnda. • Hann er áberandi enda klæddur þannig. • Það er ekki nóg að fá símanúmerið hjá kvenmanni heldur mun hann koma á stefnumóti þá um kvöldið. • Hann kreistir aldrei glasið sitt örvæntingafullur þar sem það lætur hann líta út fyrir að vera óæðri. Venjulega drekkur hann ekki neitt. • Hann kemur með fyndnar athugasemdir, áhugaverða frásögn og skrýtlur sem gera hann spennandi í augum kvenna. • Hann bíður í nákvæmlega sjö klukkustundir áður en hann freistar þess að hafa kynmök við kvenmanninn. Þessar klukkustundir geta verið á sama degi eða dreifst yfir nokkra daga. • Eftir að hann vingast við vini kvenmannsins mun hann reyna að einangra hana til að þau tvö geti talað saman. Tæknin er æfð á pöbbarölti Frægð Mystery hófst á neðanjarð- arspjallrásum sem voru helgaðar spjalli um hvernig ætti að biðla til kvenna. Helsta áhugamál Myst- ery, á eftir konum, eru galdrar og með því að nota sjónhverfingar uppgötvaði Mystery að hann gat afvopnað konur. Um 25 ára aldur sá Mystery að hann hafði vinn- ingsformúluna og hóf að kenna að- ferðir sínar á Internetinu. Stuttu síðar flutti hann til Los Angeles og byrjaði með námskeiðin vinsælu. Á hverju kvöldi hefst námskeiðið með fyrirlestri og kennslu Myst- ery en í lok kvöldsins fer hópurinn á pöbbarölt þar sem mennirnir fá tækifæri til að reyna aðferðirnar. Þá er Mystery búinn að kenna þeim nokkrar góðar línur til að nota á glæsimeyjarnar. Áhuga- samir geta svalað forvitni sinni á síðunni www.mysterymethod. com. Tillögur að upphafi samræðna við kvenmann: • Sælar stelpur, ég þarf álit kvenmanns: Myndir þú fara á stefnmót með manni sem væri ennþá vinur fyrrverandi kærustu sinnar? • Hæ stelpur, bara ein snögg spurning: Hvað finnst ykkur um að stelpur fái sér .......................... húðflúr? svanhvit@bladid.net • Heyriði, ein snögg spurning: Hvort ljúga konur eða karlar meira? • Góða kvöldið! Geturðu nokkuð gert mér greiða og tekið mynd af mér og vini mínum. Þú kannt að nota myndavél, er það ekki?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.