blaðið - 02.02.2006, Side 24

blaðið - 02.02.2006, Side 24
24 I SAMSKIPTX KYI\ÉÉÉNNA FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöiö Hvaða lykt er þetta? Slœm líkamslykt getur orsakað félagslega einangrun á meðan góð getur aukið vinsœldir. Lykt eða lyktarleysi, gott eða slæmt? Ef við finnum góða lykt af einhverjum erum við vís til að hrósa viðkomandi og spyrja hvaða ilmvatn hann eða hún notar. Sé lyktin slæm er ólíklegt að við segjum eitt einasta orð við viðkom- andi en kannski hvíslum við því að næstu manneskju hversu slæm lyktin sé. Vond lykt getur leitt til félagslegrar einangrunar en góð til félagslegrar upphefðar. 1 gegnum aldirnar hafa ýmis ráð verið notuð til að minnka óþægilega lykt. Saga munnskolsins Listerins nær aftur til ársins 1879 en það var upp- haflega notað sem sótthreinsivöki fyrir aðgerðir. Listerine var síðan þróað út í munnskol. f hinni frægu auglýsingu, „alltaf brúðarmær, aldrei brúður“ var gert út á að andremma brúðarmærinnar væri ástæða þess að hún næði sér ekki í maka. Þessi auglýsing er frá árinu 1923 og var í 48. sæti yfir best heppnuðu auglýsingaherferðir allra tíma. Orðið andremma var kynnt af Listerine árið 1921 en andremma á yfir 3.000 ára sögu. Á þeim tíma var mælt með munnskoli sem var blanda víns og trefja til að losna við andremmuna. Nú er vitað að baktería orsakar andremmu. Vitað er að 400 mis- munandi bakteríur lifa í munni en þær geta orðið mun fleiri. Listerine er löngu komið til að vera og varan hefur verið þróuð þannig að nú er hægt að fá töflur sem leysast upp á tungunni. Stórstjörnur á borð við Hugh Grant og Söndru Bullock hafa auglýst Listerine. I einni auglýsingaherferðinni var því haldið fram að munnskol væri og gat haft áhrif á þeirra meginmark- mið í lífinu, að giftast. f grein um Ííkamslykt eftir Mel- issu Brown (Body Odor - An Unple- asant Encounter), kemur fram að líkamslykt geti verið mjög viðkvæmt mál og sjaldan sem minnst er á að einhver lykti illa. Fólk óttast að lík- amslykt þess leiði til félagslegrar einangrunar. Flestir kaupa ilmvötn í þeim til- gangi að laða að hitt kynið. Ilmur ber ástríðufull nöfn eins og þrá (desire) og ástríða (passion) svo eitthvað sé nefnt og getur vísað til þeirra hvata sem hann á að vekja hjá hinu gagn- stæða kyni. Ilmur í sögubókum Bókin Ilmurinn, saga af morðingja eftir Patrik Suskind, fjallar um mann sem hafði enga líkamslykt. Þessi und- arlegi maður fékk enga athygli og var félagslega einangraður. Maðurinn hafði aftur á móti yfirskilvitlegt lykt- arskyn og náði undraverðum árangri í ilmvatnsgerð. En til að ná þessum árangri þurfti hann að fremja glæpi. Afraksturinn, hinn fullkomni ilmur, átti að verða til þess að vekja verulega eftirtekt annarra, nokkuð sem mað- urinn hafði alltaf þráð. f lok bókar- innar segir frá því að maðurinn úðar á sig ilminum með þeim afleiðingum að fólk rífur hann í sig. Lestur sögunnar vekur mann til umhugsunar um það hversu miklu máli lykt skiptir og hversu langt fólk (sögupersónur) er tilbúið til að ganga til að ilma vel. Svo má spyrja sig hvort líkamslykt sé í öllum tilfellum óþægileg eða hvort við séum komin of langt í leit okkar að efnum sem koma í veg fyrir líkamslykt. hugrun@bladid.net Nýr maki Hjónaskilnuðum fer fjölgandi og þar með fjölgar þeim sem finna sér nýjan maka. Það er allt of algengt að fólk fari út í næsta sam- band án þess að hugsa málið til enda. Margir láta tilfinningarnar ráða en rökhugsunina sitja á hakanum þegar kemur að því að ákveða framtíð með nýjum aðila. Á heimasiðunni persona.is eru gefin nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar fólk bindur sig í annað eða síðari skipti. Fólk ætti líka að hafa í huga að margir af þeim eiginleikum sem fólk leitar að í fari vinar eru einnig eiginleikar góðs maka. • Vertu hreinskilin(n) við hinn aðilann um tilfinningar þínar og að hverju þú ert að leita. • Lærðu að þekkja hinn aðilann út frá fýrri hegðun hans, t.d. sambandi hans við fjöl- skyldu eða maka. Þetta gefur ákveðna forspá um hegðun hans/hennar í framtíðinni. • Ræddu við börn þín um nýja stöðu mála. • Sættu þig ekki við samband sem er niðurlægjandi fyrir þig. Markaðssetning Listerins munnskolsins, sem hófst 1923, var vel heppnuð og salan jókst. jafn árangursríkt og tannþráður í baráttu gegn tannholdsbólgu. I fram- haldinu var dómur kveðinn upp um að auglýsingarnar gæfu ranga mynd og farið var fram á að auglýsingunum yrði hætt. Þeir sem sóttu fyrirtækið til saka voru Johnson&Johnson sem framleiða tannþráð. Hin fullkomna sölubrella I kjölfar hinnar frægu auglýsingaher- ferðar um ógiftu brúðarmærina jókst sala Listerins úr 100 þúsund doll- urum á ári upp í 4 milljónir dollara á ári. Auglýsingaherferðir þessara ára beindust að því að gera fólk óánægt með hluti í kringum sig og sjálft sig. Fegurð kvenna byggðist á útliti þeirra Samrœði róar taugarnar Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda tilþess að samrœði taki öðrum kynlífsathöfnumfram. Góð ráð fyrir fyrsta stefnumótið Góður þokki og hófstilltar vœntingar eru mikilvœgarþegar til nýrra kynna er stofnað. Þarftu að halda ræðu frammi fyrir hópi fólks? Besta leiðin til að halda stressinu niðri er að stunda kynlíf. Vertu þó viss um að þetta sé innsetning, að lim- urinn fari inn í leggöngin, aðar kynferðisathafnir hafa ekki sömu slökunareiginleika. Ný rannsókn sem kannaði áhrif kyn- ferðisathafna á blóðþrýsting fólks sem var undir miklu álagi sýnir þessar niðurstöður en sálfræðingur- inn sem henni stýrði, Stuart Brody frá Paisley háskóla í Bretlandi, segir þessi róandi áhrif af samræði lang- varandi. í tvær vikur héldu 24 konur og 22 karlmenn dagbók um kynlíf sitt og skráðu hversu oft þau áttu samræði við aðra, stunduðu sjálfs- fróun, eða aðrar kynlífsathafnir utan samræðis. í kjölfarið voru svo gerðar álagsmælingar á þátttak- endum rannsóknarinnar sem fólu í sér opinber ræðuhöld. Þeir þátttak- endur sem átt höfðu samræði, en engar aðrar kynlífsathafnir, sýndu minnst stress og blóðþrýstingur þeirra varð fyrr eðilegur en þeirra sem stundað höfðu sjálfsfróun eða aðrar kynlífsathafnir en samræði. Einnig voru kannaðar aðrar breytur Kynferðislegt samræði tveggja einstak- linga, umfram aðrar kynlffsathafnir, hefur langvarandi og róandi áhrif á taugarnar. hjá þátttakendum eins og kvíði, taugaveiklun, vinnuálag og ánægja með maka en þrátt fyrir það sýndi kynlífshegðun þeirra besta svörun við niðurstöðunum. Brody telur líklegt að losun oxytocin hormóna, sem á sér stað milli fólks við sam- ræði, skýri þessi róandi áhrif. Tilkoma Netsins hefur gert fólki auðveldara að kynnast. Margir hafa prófað einkamal.is og í framhaldinu ákveðið að hitta þann sem spjallað er við. Sam- kvæmt upplýsingum á einkamal. is eru yfir 82 þúsund notendur á síðunni og 217 voru tengdir fyrir hádegi í gær. Fjöldi skilaboða sem send hafa verið í gegnum síðuna eru nú yfir 20 milljónir! Það sem hafa ber í huga fyrir fyrsta stefnumótið Gerið raunsæjar kröfur Þegar ákveðið hefur verið að fara á stefnumót hafa aðilar skipst á tölvu- póstum og sms skilaboðum í nokk- urn tíma og vafalítið byggt upp vænt- ingar til hins aðilans á þeim tíma. Þegar fólk ákveður að hittast er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir að þið þekkist ekki. Hinn aðilinn gæti átt erfitt með að tjá sig þegar á hólminn er komið. Á fyrsta stefnumótinu eru það oft karlmennirnir sem vilja fara skrefinu lengra og biðja um síma- númer. Segið til um hvort þið eruð tilbúin að taka það skref og látið vita að hik þarf ekki að þýða höfnun. Spjallið í síma fyrir stefnumót Þrátt fyrir að spjallið á Netinu gangi vel getur verið gott að spjalla við hinn aðilann í síma fyrir stefnu- mótið. Þannig verður auðveldara að ákveða hvort taka eigi næsta skref. Farið varlega á fyrsta stefnumótinu Tímasetjið fyrsta stefnumótið að degi til eða snemma kvölds. Hittist á fjölförnum stað, á kaffihúsi eða bar. Hafið í huga að varkárni ber vott um þroska. Hafið fyrsta stefnumótið stutt Ef allt gengur vel er alltaf tækifæri til að hittast aftur. Varist að yfirheyra mótaðilann en notið tækifærið til að kynnast honum betur. Hafið í huga að karlmenn eru oft málglaðari í pósti en í eigin persónu. Sýnið gott viðmót Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir er mikilvægt að bjóða af sér góðan þokka á fyrsta stefnumótinu. Það er mikilvægt að mæta á stefnumótið snyrtilega til fara, brosa og gefa af sér góðan þokka. Nokkrir eigin- leikar eru mikilvægir þegar kemur að þessum tímapunkti en þeir eru hlýja, húmor, ímyndunarafl, traust, velgengni, líkamstjáning, hæfni til að tjá sig, hugmyndaflug og góðmennska. hugrun@bladid. net Heimild: Cosmopolitan ARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Gott úrval umgjarða 1.000,- frá morgni til hádegis ALLA VIRKA DAGA Fallegar umgjarðir Þar sem gæðagleraugu kosta minna w n’ w . s j o n a r h o I I . i s

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.