blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöiö 1400 manna ferja sekkur á Rauðahafi Egypsk ferja sökk í Rauðahafi aðfar- arnótt föstudags. Tugir látinna höíðu fundist í gær en um eitt hundrað manns, sem komust í björgunarbáta skipsins áður en það sökk, hafði verið bjargað. Hundruða manna er saknað. Um borð voru rúmlega 1.300 manns, þar með talin hundrað manna áhöfn. Síðasta radarmerkið sem kom ffá ferjunni, sem var að flytja pílagríma frá Sádi-Arabíu til egypsku hafnarborgarinnar Safaga, barst þegar hún átti aðeins tæpa 200 kílómetra eftir til lands. Umfangsmiklar björgun- araðgerðir egypska og sádi-arabíska hersins hófiist rúmum klukkutíma eftir áædaðan komutíma skipsins til hafnar. Um 30 manns var bjargað um borð í báta og þyrlur þegar hermenn komu að slysstað en björgunarmenn sáu fjölda líka á floti í hafinu. Þrátt fyrir að fleiri björgunarbátar úr feij- unni hafi sést gekk erfiðlega vegna veðurs að koma skipbrotsmönnum til hjálpar. Þrátt fyrir mikinn vindhraða og háar öldur voru lífslíkur þeirra taldar góðar þar sem að hlýtt er í veðri. Orsakir slyssins eru óþekktar en þrumuveður geisaði á því hafsvæði þar sem síðast spurðist til skipsins. Neyðarkall barst ekki. Flestir farþeg- arnir vor Egyptar og Súdanir á leið heim úr pílagrímaferð til Mekka. Skipið, sem hét Al-Salam Boccaccio 98, var í eigu egypsks skipafélags en skráð í Panama. Talsmenn skipafélags- ins segja ástand þess hafa verið gott þrátt fyrir aldur skipsins, en það var smíðað fyrir 35 árum. Önnur ferja í eigu félagsins sökk við Súez í október í fyrra eftir árekstur við annað skip.. Reuters Fánar brenndir á bænadeginum Atlagagerð að danska sendiráðinu í Jakarta vegna skopmynda afMúhameð spámanni Spenna ríkti í borgum Evrópu og í hinum íslamska heimi í gær þegar milljónir múslima sóttu moskur sínar á vikulegum bæna- degi. t moskum vfða um heim for- dæmdu íslamskir trúarleiðtogar þá ákvörðun evrópskra dagblaða að birta skopmyndir af spámanninum Múhameð. Mótmæli fóru víðs vegar fram og upp úr sauð í Jakarta í Ind- ónesíu þegar hundruð manna gerðu atlögu að danska sendiráðinu og grýttu það með tómötum og rotn- uðum eggjum. Mótmælendur rifu og brenndu danska fánann og kröfð- ust heilags strfðs. Mótmælunum lauk þegar þeir voru yfirbugaðir af öryggisvörðum. Franski fáninn var brenndur af mótmælendum í Ramallah í Palestínu. Stjórnvöld í flestum ríkjum Miðausturlanda sem og Pakistan og Indónesía hafa fordæmt birtingarnar og almenn reiði ríkir meðal múslima. Ósættanleg sjónarmið? Deilan á milli trúrækinna múslima og verjenda málfrelsis virðist vera í sjálfheldu. f nafni samstöðu hafa evr- ópsk blöð birt skopteikningarnar úr Jótlandspóstinum á undanförnum Danski fáninn brenndur í Lahore í Pakistan. dögum ásamt öðrum skopmyndum af spámanninum. Þannig hefur mótmælaaldan magnast í hinum ís- lamska heimi. Stjórnmálamenn eru í vanda. Þar sem deilan stendur á milli múslima og frjálsra fjölmiðla í Evrópu er fátt sem stjórnmálamenn- irnir geta gert nema hvatt til still- ingar og háttsemi. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, hefur neitað að biðjast afsökunar fyrir hönd Jót- landspóstsins en hefur átt fundi með fulltrúum mótmælenda og 76 íslamskra ríkja til þess að lægja öld- urnar. Fleiri stjórnmálamenn í Evr- ópu hafa tekið í sama streng en flestir eru á þeirri skoðun að nauðsynlegt er að aftengja það sem virðist vera tifandi tímasprengja í samskiptum ríkja álfunnar við hinn íslamska heim. Á fimmtudag óskaði Javier Solana, talsmaður Evrópusambands- ins í utanríkismálum, eftir liðveislu Ekmeleddin Ihsanoglu, aðalritara Ráðs íslamskra ríkja, í því skyni að lægja öldurnar. Sáttaröddum meðal stjórnmálamanna bárust síðan óvæntur liðsauki í gær þegar klerk- urinn og fyrrum forseti frans, Ak- bar Hashemi Rafsanjani, hvatti mús- lima til að halda stillingu sinni þrátt fyrir að hann fordæmdi birtingar skopmyndanna. Hamid Karzai, for- seti Afganistans, tók í sama streng og hvatti múslima til þess að hafa hugrekki til að fyrirgefa. Nokkrir góðir! laugavegi Laugavegi Laugavegi ■l Laugavegi ... r ■ .... . ■ , ,v '4 ■ . ,5. j skráöur 12/02 ek. 61.000 skráður 01/05 ek. 25.000 skráður 06/05 ek. 7.000 skráður 08/03 ek. 44.000 veró 2.250.000 kr. verð áður 2.450.000 kr. verð 2.190.000 kr. verð áóur 2.290.000 kr. verð 2.360.000 kr. verð áður 2.460.000 kr. verð 1.350.000 kr. verð áður 1.450.000 kr. Afborgun pr. mán.: í 60 mán. Afborgun pr. mán.: í 84 rnán. Afborgun pr. mán.: í 84 mán. Afborgun pr. mán.: Kletthálsi Kletthálsi Kletthálsi Kletthálsi skráður 02/04 ek. 29.000 verð 1.590.000 kr. skráður 03/04 ek. 31.000 verð 2.290.000 kr. verð áður 2.440.000 kr. skráður 06/04 ek. 43.000 verð 950.000 kr. verð áður 1.090.000 kr. skráður 10/03 ek. 28.000 verð 2.890.000 kr. verð áður 3.090.000 kr. Afborgun pr. mán.: í 72 mán. Afborgun pr. mán.: í 72 mán. Afborgun pr. mán.: i 72 mán. Afborgun pr. mánJÉyiY- i 72 mán. Aukahlutir: Ledurinnrétting - Sóllúga - Hiti í sætum. Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi11 sími 590 5760 www.bilathing.is www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is BÍLAÞING HEKLU Númer eitt í notuðum bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.