blaðið - 10.02.2006, Side 18

blaðið - 10.02.2006, Side 18
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga SPORTÞRENNA er góð letð fyrir þð sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu I (þróttum og Kkamsraekt Jafnframt fytír þá sem vílja aukafitubrennslu áginteika Ikamans. Hver dagskammtur af S3 Sportþrennu inniheldur 1 fjölvltanKntöflu, 2 L- Karnlöntöflur og eitt hyfkl af omega-3 fitusýrum. NatturuYÖtiun Vörurnar fást í: Árbæjarapóteki, Laugarnesapóteki, Lyf og heilsu,Lyfjavali og Rimaapóteki. 18 I FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö Feitur matur hefur ekki áhrif á sjúkdóma Feitur matur hefur engin áhrif á það hvort fólk fær krabbamein eða hjartasjúkdóma. Þetta eru niður- stöður rannsóknar sem birtust í tímariti bandarísku læknasamtak- anna á miðvikudag. Fylgst var með 49 þúsund konum á aldrinum 50-79 ára í átta ár. Niðurstöðurnar sýndu að þær sem neyttu fitusnauðs fæðis fengu brjóstakrabbamein, ristil- krabbamein, hjartaáfall og heilablóð- fall í sama hlutfalli og þær sem pöss- uðu ekki mataræðið og borðuðu það sem þær lysti. Rannsóknin var gerð á vegum bandaríska ríkisins og kost- aði 415 milljónir Bandaríkjadala en um er að ræða eina stærstu og kostn- aðarsömustu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði heilbrigðismála. Byltingarkenndar niðurstöður „Þessar niðurstöður eru byltingar- kenndar," sagði Jules Hirsch, læknir, sem hefur eytt lunganum af ferli sínum í að rannsaka áhrif matar- æðis á heilsu og þyngd fólks. „Þær ættu að binda endi á núríkjandi hugsunarhátt um að við höfum allar upplýsingar sem við þurfum til að breyta mataræði landsmanna og gera alla hrausta." Barbara V. Howard, farsóttafræð- ingurogeinnyfirmannarannsóknar- innar, sagði að fólk þyrfti að átta sig á því að mataræði væri ekki það eina sem skipti máli til að halda heilsu. „Við umbyltum engu varðandi ólækn- andi sjúkdóma í landinu með því að breyta samsetningu mataræðisins. Fólk heldur alltaf að orsökin sé það sem það borðaði. En það horfir ekki á hversu mikið það borðaði, eða að það reykti, eða að það hreyfði sig ekkert," sagði Howard. Hann og Hirsch sögðu niðurstöðuna sýna að ekki sé réttlætanlegt að mælt sé með fitusnauðu mataræði við almenning til að minnka líkurnar á hjartasjúk- dómum og krabbameini. Ekki marktækt Ekki eru allir á eitt sáttir um nið- urstöðu rannsóknarinnar. Dean Ormish, læknir sem til langs tíma hefur barist fyrir breyttu og hollara mataræði Bandaríkjamanna, er á meðal þeirra sem draga niðurstöð- urnar í efa. Sagði hann að konurnar sem tekið hefðu þátt í rannsókninni hefðu hvorki neytt nægilega fitusn- auðs fæðis né borðað nógu mikið af ávöxtum og grænmeti. Þá væru átta ár of stuttur tíma til að skera úr um hvort mataræðið hefði áhrif til langs tíma litið. Einhverjir hafa enn fremur sagt að mataræði hafi vissulega áhrif, a.m.k. á hjartasjúkdóma. Þeir sem neyti matar að hætti Miðjarðarhafs- búa, sem inniheldur lítið af mettaðri fitu, en mikið af olíum á borð við ólífuolíu. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni drógu úr neyslu á hvers kyns fitu. Frábær kuldavörn Skráð læknavara. C € Skjótvirk hjálp við húðþurrk, roða í kinnum, sviða og kláða. Lagar varaþurrk, þolir munnvatn. Húðin verður mjúk og fær jafnan litarhátt. Engin fituáferð. Á börn og fullorðna. 100 skammtar í brúsa. PRODERM Oermatologicol i ond of 4ry tktrt condilicK« Polarolje Selolía frá Noregi ^ Þórhanna Guðmundsdóttir Skrifstofumaóur hjá SÍBS „Ég hef verið með exem og þurra húð á höndum,eftir að ég fór að taka inn Polarolje er húðin á mér eins og silki. Ég get því mælt með Polarolje” Nlðurstöður kllniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskó asjúkrahúsið í Noregi framkvæmdi sýna að olían hefur áhrif á: . ónæmiskerfið - Gigt - auma og stífa liði - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestrói og blóðþrýsting Dreifing: 698-7999 og 699-7887 Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum Greinina máfinna í heild sinni á www.nytimes.com. 9 leiðir til að minnka líkur á myndun appelsínuhúðar 1. Rétt matarræði. Mikil neysla fitu og einfaldra kolvetna veldur hækkun á insúlíni í blóði og þar af leiðandi fitusöfnun. Legðu áherslu á að fæðan þín innihaldi frekar flókin kolvetni, prót- ín og fjölómettaða fitu. 2. Drekktu nóg vatn. Öll efna- skipti fara fram í vatni og ef þau ganga ekki greiðlega fyrir sig á líkaminn erfitt með að losa sig við óæskileg efni. 3. Minnkaðu saltneysluna. Mikil saltneysla veldur óæskilegri vökvasöfnun. 4. Borðaðu nægar trefjar. 5. Forðastu reykingar og áfengisnotkun. 6. Lyftu lóðum, þvi lítill vöðva- massi stuðlar frekar að því að appelsínuhúð versnar. 7. Stundaðu þolþjálfun til að fá aukna hreyfingu á blóðflæðið. Á þeim stöðum sem appelsínu- húðin er verst er mun minna blóðflæði en annars staðar í líkamanum. 8. Burstaðu líkamann reglulega með þar til gerðum bursta eða hanska. Berðu nærandi krem á þig á eftir. 9. Forðastu langar setur og stöður. Gakktu um reglulega til að auka blóðstreymið um líkamann.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.