blaðið - 10.02.2006, Page 24

blaðið - 10.02.2006, Page 24
24 I GÆLUDÝR FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 ! blaðið Er hesturinn með tannpínu? Björgvin Þórisson dýralœknir leggur sérstaka áherslu á að hestar búi við góða tannheilsu. Ef hestur er með skemmdar tennur getur honum liðið alveg jafn illa og manneskju sem er með tannpínu. Tannskemmdir hesta geta þó fengið að þróast lengur, þar sem þeir geta jú ekki sagt frá því hvernig þeim líður. Stundum gengur þetta svo langt að það fer að grafa alvarlega í skemmdunum. Blaðamaður tók dýralækninn Björgvin Þórisson tali, en hann er sérfróður um allt sem viðkemur tannheilsu hesta: Hvernig kom það til að þú fórst að sýna þessu sérstakan áhuga? „Það þróaðist eiginlega með starf- inu, ég fór að veita þessu meiri athygli og upp úr því fór ég að sjá hvað það skiptir miklu máli að tenn- urnar séu í lagi. Maður þarf ekki að taka nema mið af sjálfum sér til að vita hvað þetta er mikilvægur þáttur hvað varðar vellíðan og heilsu." Hvernigveit égað hesturinn minn er með tannpínu? „Ef hesturinn er með tannbrodd (m.ö.o. gaddur), sem er eðlilegt slit sem myndast á tönnum við að tyggja, þá tekur fólk oft eftir því að hestarnir verða stífir í beisli. Þeim getur byrjað að blæða, þeir fá sár á tunguna og nærast verr. Tannbrodd þarf að láta athuga í það minnsta einu sinni á ári. Reyndar eru til kverúlantar sem segja að það þurfi ekki að raspa tannbroddinn af tönnunum og um leið halda þeir því fram að ef maður byrji á því þá þurfi maður að gera það reglulega. En þetta er bara eins og með að fara í bað. Ef maður byrjar einu sinni á því að fara dag- lega í sturtu þá er eðlilegt að vilja halda því áfram. Hitt er einhver mjaltakonuspeki." Geta eigendur gert eitthvað til að koma í veg fyrir að hestarnir þeirra verði fyrir miklum tannskemmdum? „Já, það er nauðsynlegt að láta skoða þá reglulega, eða svona einu sinni, tvisvar á hverju ári. í reglu- bundinni skoðun finnur maður kannski brotnar tennur, vonda lykt út úr þeim, galla í biti á borð við skekkju, meitiltönn, skærabit eða yfirbit, eða holur. Það versta er að vanalega tekur maður ekki eftir tannskemmd í hesti fyrr en hún er orðin mjög slæm. Þá getur fylgt þessu mikil ýldulykt, það getur grafið út frá rótinni og í hauskúp- una og þá myndast graftarpollur út úr efri eða neðri kjálka sem brýst svo út í gegnum holdið. Vissulega viðbjóðslegt -en þeim líður þó vana- lega betur þegar þetta grefur út því það léttir á þrýstingnum." Er til eitthvað sérstakt fœði sem kemur í veg fyrir að það myndist tannskemmdir í hestum? „Ef fólk gefur hestum mikið af brauði er alltaf hætta á því að það myndist neikvæð flóra i munn- inum. Það er ekki mikill sykur í kögglum eða fóðurbæti, en þó er alltaf notað eitthvað af honum til að hvetja dýrin til að borða.“ Eru til tannburstar fyrir hesta? „Nei það eru ekki til tannburstar fyrir hesta. „Tannburstinn“ sem ég nota er oftast karbítur sambæri- legur við gluggasköfu og blessun- arlega þarf bara að tannbursta þá einu sinni á ári. Ef hestar kjamsa á heyinu og láta það detta út úr sér aftur þá er það grunur um að eitt- hvað sé að í munnholinu.“ Erjafn dýrt fyrir hesta og menn að fara til tannlœknis? „Nei, það er það nú ekki. Þó að hesturinn sé með miklu stærri tennur en maður þá er mun ódýr- ara fyrir hest að fara til tannlæknis en mann, og hvergi kemur sjúkra- samlagið að þessu þó að hann sé ungur, segir Björgvin og hlær. „Þessu mætti þó alveg breyta þar sem það tekur jafnlangann, ef ekki lengri tíma að sinna hestinum," segir Björgvin Þórisson dýralæknir að lokum. Bimmki margret@bladid.net Merki þess að tikin þín sé á lóðaríi Þegar tík verður kynþroska hefst ákveðin hringrás hormónastarf- seminnar sem kallar á að hún fer reglu- bundið á lóð- arí. Flestar tíkur ganga í gegnum þetta tvisvar á ári. Merki um að hún sé byrjuð á lóðaríi eru m.a. blæðingar, bólga og glær útferð. Hún verður lika eirðarlaus og þarf að fara oftar út að pissa. Þetta tímabil getur staðið yfir í 4-15 _____ daga, allt eftir því hvað hún er stór og afhvaða kyni hún er. Næsta stig er þegar tíkin er til- búin til að eðla sig og vill hitta hund. Hún er með egglos. Það tímabil stendur yfir 1 4-8 daga og merki um að „nú sé lag“ eru m.a. þau að út- ferðin hættir. Ef getnaður á sér stað 30% - 50% AFSLÁTTUR Af öllum gæludýravörum. NUTRO — CHOICE KATTAFÓÐUR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI 50% AFSLÁTTUR. TOKYO gæludýxavörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Opið mán-fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun 12-16 Trúður (clownfish) Sjávarfiskur, allt aó 6cm langur. Hann lifír í sambýli meó sæfíflum sem verndar hann gegn óvinum. Atgengur og auðveldur og er einn af fáum sjávarfiskum sem er ræktaður. Getur skipt um kyn. kr. 2800 til 6400 Fiskabúr 541. h30cm, b30cm, I60cm með loki, Ijósi, hreinsara, hitara og hitamælír kr. 12382 Fiskabúrastandur h68cm, b30cm I60cm með skápi kr. 9524 DÝRARÍKIÐ Grensásvefli s:5686668 - Skútuvogi 16 s:5680020 Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is tekur frjóvgunin um 58-63 daga. Það eru engin sýnileg merki um að tíkin sé ólétt fyrr en síðustu þrjár vikur meðgöngunnar þegar spen- arnir stækka og maginn belgist út. Lokastig lóðarísins tekur 6-10 vikur. Á þessum vikum verða miklar hormónabreytingar og leg tíkarinnar þykknar. Tíkur sem hafa ekki orðið hvolpafullar ganga sumar í gegnum „gerfi óléttu" sem lýsir sér þannig að spenarnir stækka aftur og hún framleiðir jafn- vel mjólk. Þær geta farið að hegða sér móðurlega við leikföng, ýlfra og kvarta, biðja um mikla athygli eða aukna einveru. í framhaldi af þessu minnkar hormónaflæðið og við tekur nýtt tímabil þar sem tíkin sýnir pörun engan áhuga, eða þar til líður að næsta egglosi. Hvernig geri ég útikött aö inniketti? Efþig langar til að eiga langlífan kött þá er skynsamlegast að hafa hann inni. Innikettir sem borða næringarríkan og góðan matgeta orðið 15,16, íy ára ogjafnvel eldri. Útikettir lifa alltaf skemur þar sem þeir eru í mikið meiri slysahættu sem og verr varðir fyrir allskonar sjúkdómum. „Mörgum finnst það kvíðvænlegt að ætla að breyta kisu sem eitt sinn fékk að valsa inn og út eftir eigin geðþótta, í prúðan og stillan innikött. Þetta má þó gera ef rétt er staðið að málum. Fyrst og fremst þarftu að sjá til þess að kisa litla fái nægilega örvun. Þetta má til dæmis gera með því að útbúa fyrir hana stór og voldug klóruprik svo ekki sé minnst á pallastæði, þar sem kisa getur klifrað og gert margs- konar jafnvægisæfingar.“ Leikföng, og jafnvel sérstakar kvikmyndir ætl- aðar köttum eru líka góð leið til að viðhalda örvun. Klappaðu kisu líka meira en vanalega þegar þetta breyt- ingaskeið stendur yfir og áfram eftir að hún venst því. Aðalatriðið er að þú sért staðföst og ákveðin þegar að þessu ferli kemur. Þú mátt eiga von á því að kisa fari í uppreisn -mjálmi og fylgi þér til dyra í hvert einasta sinn sem þú nálgast þær. EKKIGEFAST UPP! Léttu frekar á bönnum eins og að mega ekki liggja í sófanum eða ein- hverjum ákveðnum stól, en ekki fara í það að hleypa kisu út. Gefðu henni dót, „cat-nip“ bakka með fersku grasi, hvað sem er... nema að hleypa henni út. Eftir um það bil tvær vikur mun hún venjast þessu nýja ástandi og ljúka mótmælunum. Dreymir hunda? Þegar hundar sofa eiga þeir það til að hreyfa sig 7"% mjög mikið. Þeir sveifla skott- inu, stynja og rymja, sleikja útum og gelta jafnvel pínulítið. Satt best að segja hegða þeir sér ekki mikið öðruvísi en sofandi manneskja. Þá er eðlilegt að spyrja hvort hunda dreymi, og svarið er já, þá dreymir vissulega. Svefnmunstur hunda er mjög líkt svefnmynstri okkar. Fyrst um sinn sofa þeir laust. Þá er andar- dráttur þeirra taktfastur og auð- velt er að vekja þá. Um leið og þeir falla í djúpsvefn verður erfiðara að vekja þá en heilastarfsemin eykst um leið til muna. Þegar djúpsvefn- inum er náð verður andardráttur þeirra óreglubundnari og augun byrja að hreyfast undir augn- lokum, en það kallast REM ástand og er dregið af orðunum „rapid eye movement“. Gera má ráð fyrir því að REM ástandið verði til vegna þess að augun eru í raun að „fylgj- ast“ með atburðarrás draumanna vegna þess að það er einnig í þessu ástandi sem hundarnir byrja að gelta, sleikja útum eða hreyfa sig. Jafnvel þó að hundurinn virðist órólegur í svefninum þá ætti ekki að vekja hann úr þessu ástandi því likt og með mannskepnur þá þurfa hundar góðan nætursvefn. Hafa allir hundar sama svefnmynstrið? Rannsóknir sýna fram á að litla hunda dreymi reyndar meira en stóra. Draumar virðast líka tengjast aldri hundanna því hvolpa dreymir alltaf meira en fullorðna hunda. Þar sem hundar eiga ekki kost á því að vakna með okkur á morgn- anna og segja „Jiiii, veistu hvað mig dreymdi!” þá mun þeirri spurningu vera ósvarað þar til eitthvað veru- lega mikið breytist. En að öllum lík- indum má gera ráð fyrir því að þá dreymi það sem gerist í daglega líf- inu: hlaupa, verjast óvini, elta bolta og naga bein.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.