blaðið - 10.02.2006, Page 28

blaðið - 10.02.2006, Page 28
28 IGOLF FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö Engar gallabuxur i golfinu íslendingar óhrœddari við að kaupa golffatnað íýmusm litum „t golffatnaði koma nýjar vörur haust og vor eins og hjá öðrum fatafram- leiðendum", segir Hans Henttinen framkvæmdarstjóri hjá Nevada Bob. „Vorlínan kemur um miðjan mars en við erum þegar byrjaðir að fá nýjar vörur. I skóm er litadýrðin orðin meiri en fyrir nokkrum árum seldum við nær eingöngu svarta skó. Sem dæmi um liti má nefna rauða, gula, hvita og appelsínugula skó. Nevada Bob selur fatnað frá Galvin Green, Adidas og Glen Muir. Vin- sælasti skórinn hjá okkur er Adidas tour 360 sem má segja að sé flagg- skipið í skóm. Þegar kemur að regn- og hlífðar- fatnaði seldist til skamms tíma mest af dökkbláum og dökkgrænum fötum fyrir karlmenn en þarna er líka að verða breytinga á og í dag erum við að selja regnfatnað í öllum regnbogans litum. Goritex vindjakk- arnir eru vinsælastir en þeir eru léttir og vatns og vindheldir og fólk er tilbúið til að borga aðeins meira fyrir aukin gæði.“ Hans segir að fólk eigi ekki að klæða sig mikið undir goritexjökkunum. Golfskór i skrautlegum litum seljast betur en áður Frægir golfarar móta tískuna Hans segir fræga golfara oft virka eins og augýsingu á það sem er vinsælast í klæðnaði. „Ljósar herra- buxur eru löngu orðnar klassískar golffatnaður en upphaflega voru það frægir golfarar sem klæddust þeim. Efnin í buxunum eru mis- jöfn, Islendingar kaupa sér gjarnan þunnar buxur til að vera í erlendis en taka buxur úr þykkri efnum fyrir íslenskar aðstæður. Á íslandi hefur flísfatnaður verið vinsæll í golfið og vindheldur klæðnaður hefur selst vel. Coolmax bolirnir hafa verið vinsælir hjá okkur en þeir eru léttir, anda vel og verða fljótt þurrir ef þeir blotna." Hans segir að gallabuxur séu víða bannaðar á golfvöllum. „Þó svo fleiri séu farnir að stunda golfið og aldurdreifingin orðin meiri þá hafa þessar gömlu og góðu hefðir haldið sér um snyrtilegan klæðnað á golfvöllunum. Þegar kemur að höf- uðfatnaði í golfinu hafa derhúfurnar verið vinsælar og þær eru fáanlegar í öllum regnbogans litum. Núna er meira um sólder, bæði fyrir konur og karla. í Nevada Bob fást einnig golfhanskar en reglan er að rétthent fólk noti hanskann á vinstri hendi. Hanskinn er notaður til að fá betra grip á klifuna en gúmmíið í þeim gerir þá stama.“ Hans segir þróun á kylfum hægfara og fari jafnvel í hringi. „f nokkur ár stækkaði hausinn á kylfunum en minnkaði svo aftur og þannig er verið að nota gamlar hugmyndir aftur og aftur. f Nevada Bob er hægt að fá karla, kvenna og barnagolfsett og er verð þeirra frá 20 þúsund og uppúr. Þá selur verslunin notuð golfsett. „Þeir sem eru að byrja kaupa sér eina kylfu og pútter en algegnt verð á kylfum er 2800-2900 krónur en pútterinn er á 1700-1800 krónur.“ hugrun@bladid.net BlaÖið/SteinarHugi Bima Bjömsdóttir, ungur og efnilegur golfari Ákvedin í að ná langt Ungur íslandsmeistari í golfi vill sjáfleiri stelpur í íþróttinni ,Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var 10 ára og keppti í fyrsta skipti á krakka- móti 11 ára gömul“, segir Berglind Björnsdóttir íslandsmeistari ung- menna í golfi árið 2004 og 2005. „Ég æfi mig þegar ég hef tíma til en yfir veturinn pútta ég og vippa innandyra.“ Berglind lætur sér ekki nægja að stunda golfið því hún æfir líka badmington. „Ég sakna þess að sjá ekki fleiri stelpur í golfinu en þær eru aðeins 3-4 sem keppa á mínum aldri“, segir Berglind sem nú er 13 ára. „Ég byrjaði að stunda golf með pabba mínum en hann er mikill golfari og hefur lága forgjöf. Þannig fékk ég áhugann og ákvað að halda áfram.“ Berglind ætlar sér að ná langt í golfinu og hér er greinilega á ferð metnaðarfull stúlka sem reynir einnig að finna tíma fyrir vinina og aðra afþreygingu sem krakkar á hennar aldri stunda. Berglind segir foreldra sína hafa veitt mér mikinn stuðning en eins og margir vita er byrjunarkostnaður í golfi þó nokkur og fer hann í kylfur og annan nauðsynlegan útbúnað. Ragnhildur Sigurðardóttir íslands- meistari hefur leiðbeint Berglindi en hún æfir einnig með foreldrum sínum. Berglind mælir með golfinu og vonar að fleiri stelpur á hennar aldri komi í íþróttinni. hugrun@bladid.net n-M-r;:é Ferðamenn kíkja í golf Golfvöllurinn notaður allan ársins hringþegar vel viðrar „Það er rólegt yfir veturinn en síð- asta sumar var mikið að gera og í golfið kom bæði heimafólk og ferðamenn", segir Jódís Skúladóttir staðarhaldari golfskálans á Ekkju- felli við Egilsstaði. „Það er rólegt yfir veturinn en þegar tíðin er góð eins og núna getur fólk stundað þetta sport allan ársins hring“, segir Jódís og bætir við að nokkrir hafi verið í golfi um síðstu helgi. „Yfir sumarið koma útlendingar sem vinna við framkvæmdir hér fyrir austan en einnig ferðafólk sem kemur annarsstaðar frá. Golf- klúbbur Fljótsdalshéraðs stækkaði um helming á síðasta ári og má að einhverju leyti þakka það golfnám- skeiði sem var haldið fyrir börn og fullorðna síðasta sumar. Völlurinn er líka mjög góður eftir að hann var tekinn í gegn í fyrrasumar.“ Jódís segir að eittthvað sé til af golf- settum til útláns við golfskálann en yfir sumarið er opið á golfvellinum frá 10-22. Boðið er upp á veitingar í golfskálanum yfir sumarið, súpu og brauð. Ekki þarf að panta fyrir- fram á golfsvæðið Ekkjufelli. „Það eru stundum golfmót yfir sumarið og þá bæði vinnustaðir sem taka sig saman og einnig í tengslum við uppákomur á svæðinu." h ugrun@bladid. net Blaóið/SteinarHugi Golf allt áriö Tœplega tíu milljónir bolta slegnar á Básum „Það er mest að gera hjá okkur yfir sumarið en þó er alltaf eitthvað að gera allan ársins hring“, segir Gunnar Levy rekstarstjóri Bása, æf- ingasvæðis golfklúbbs Reykjavíkur. Á Básum eru 73 básar til golfiðkunar en það stendur til að stækka aðstöð- una og bæta við púttvelli innandyra. Þeir sem koma í golf á Básum eru á öllum aldri og bæði fjölskyldur og einstaklingar sem koma til að æfa sig.“ Gunnar segir það koma fyrir að tveir leigi bás hlið við hlið og keppi við hvorn annan en börn undir 10 ára aldri verða að vera í fylgd með fullorðnum. Við erum bæði að fá byrjendur í golfinu en einnig afreks- fólk sem kemur til að halda sér í þjálfun. „Básar opnuðu sumarið 2004 og siðan þá hefur verið um helmings- auking á þátttöku á milli ára og það er ekki langt i að 10 milljónasti boltinn hjá okkur verði sleginn. Það kostar 250 krónur að slá 20 bolta, 50 boltar kosta 400 krónur en 100 boltar eru á 780 krónur. Þá er hægt að kaupa fjórar gerðir korta og kostar silfurkort 2500 krónur en fyrir það er hægt að slá 330 bolta.“ Hægt að sjá myndir af sveiflunni Gunnar segir golfkennara á svæð- inu sem taki að sér að leiðbeina fólki og sú þjónusta er opin fyrir alla. „Við erum með nýtt kerfi, svo- kallað skóp kerfi en með því er hægt að taka mynd af sveilunni og læra af mistökunum. Þetta kerfi er notað með kennara og þannig getur hann leiðbeint nemandanum út frá mynd- inni af sveiflunni. Það er aðeins dýr- ara að leigja skóp kerfið með kenn- ara en betra að læra á þann máta.“ Gunnar segir dálítinn mun á því að slá bolta af mottu eins og á Básum eða af grasflöt þvi grasið sé mýkra en mottan. Á Básum er bæði hægt að æfa stutta og langa spilið og mörkin eru á 40-250 metra færi. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.