blaðið - 10.02.2006, Side 32

blaðið - 10.02.2006, Side 32
32 I MEWNIWG FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 bla6ÍA Leikhúsœvintýri í Borgarleikhúsinu Ronja Rœningjadóttir mœtir til leiks Borgarleikhúsið frumsýnir næst- komandi sunnudag Ronju Ræningja- dóttur eftir Astrid Lindgren. Leik- stjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir en hún fór með hlutverk Ronju fvrir þrettán árum, þá 33 ára gömul. I hinni nýju uppfærslu er það Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur Ronju en hún er nýorðin þrítug. „Þetta er ekki einfalt hlutverk, það krefst reyndrar leikkonu,“ segir Sig- rún Edda þegar hún er spurð hvort nauðsynlegt sé að hafa fullorðna leikkonu í hlutverkinu. „Leikkonan sem fer með það þarf að vera í góðu líkamlegu formi, hafa söngrödd og geta sýnt allan tilfinningaskalann, bæði í sorg og gleði. Svo sakar ekki að hafa húmorinn í lagi því Ronja er líka dálítill prakkari." Smíðagalli á mannkyninu Bók Astrid Lindgren um Ronju er ofarlega á vinsældarlista barna víðs- vegar um heim og fullorðnir hafa ekki síður dálæti á henni. „1 fyrsta sinn sem ég las bókina var það fyrir dóttur mína og við áttum góðar stundir saman við lestur hennar en svo sá hún mig gráta í sorglegustu köflunum og botnaði hvorki upp né niður í neinu,“ segir Sigrún Edda. ,,Börn og fullorðnir upplifa bókina á ólíkan hátt. Börnin tengja sig sterkt við ævintýrið en við fullorðna fólkið skynjum hversu stór þessi saga er. Ef einhver bók á erindi í dag þá er það Ronja Ræningadóttir því í henni opinberast ofbeldið í heiminum í gegnum ræningjahópana sem berjast um yfirráð yfir skóginum og vonin kemur í líki Ronju þrumu- nóttina ægilegu þegar ræningjakast- alinn klofnar í tvennt. Birkir sonur erkióvinar föður hennar flyst inn í annan hluta kastalans og þau verða vinir. Þau komast að því að það er heillavænlegra að lifa í sátt og hjálp- ast að. Það er eitthvað sem ræningjaf- oringjunum, feðrum þeirra, er fyrir- munað að skilja. Ég las heilmikið um verkið áður en ég fór að vinna það því sem leikstjóri hugsar maður mikið um samhengið og heimspekina í við- komandi verki. Ég fann viðtal við Astrid Lindgren þar sem hún segir að það sé smíðagalli á mannkyninu því það vilji leysa allt með ofbeldi. Von manneskjunnar um frið í heim- inum er bundin börnunum og því at- læti sem þau mæta, segir Astrid. Ef þau alast upp við ást og virðingu þá mæta þau sjálf umheiminum með hlýju, umhyggju og ást.“ Samspil manneskju og náttúru Hvernig sýningu ertu að búa til? „Þetta er stór ævintýrasýning með dansi og söng, fljúgandi skógar- nornum, hættulegum grádvergum og krúttlegum rassálfum og ekki Blaiið/Steinar Hugí Sigrún Edda Bjömsdóttir leikstjóri.„Það hefur alltaf verið rikt i mér að vilja kynna töfra leikhússins fyrir börnum." Arnbjörg Hlíf Valsdóttir í hlutverki Ronju síst frábærum leikurum. Karl 01- geirsson hefur útsett tónlistina og unnið hljóðmynd og Ástrós Gunn- arsdóttir sér um dansatriðin sem eru stór hluti af sögunni. Ég er einnig með frábæran leikmynda og bún- ingahönnuð Sigurjón Jóhannsson og Bernd Ogrodnik brúðumeistari hefur gert rassálfa og skógarnornir sem leikarar stjórna. Ein skógar- nornin er til dæmis á átta metra strengjum og það þarf fjóra leikara til að fljúga henni. Samspil mann- eskju og náttúru er stór þáttur í sög- unni. Náttúran er grimm og hörð en einnig gjöful og góð. Verkið er óður til lífsins bæði sorgar og gleði og boðar virðingu fyrir náttúrunni." Sigrún Edda segir vinnuna við Ronju Ræningjadóttur hafa verið einsog stórt og spennandi námskeið. „Þetta hefur verið ævintýri, stundum erfitt og stundum svolítið hættulegt, eins og góð ævintýri eru. Það hefur alltaf verið ríkt í mér að vilja kynna töfra leikhússins fyrir börnum. Ég man eftir þvi þegar ég var lítil og sat í leikhússalnum og beið eftir þvi að tjaldið yrði dregið frá. Svo birtist ævintýraheimurinn og þær myndir sitja í mér alla tíð. Þetta vil ég að börn upplifi þegar þau horfa á Ronju. Sagan um Ronju Ræningja- dóttur á allt það besta skilið. Ég er með frábæran leikhóp og jafn góða samstarfsmenn í öðrum þáttum sýn- ingarinnar og þegar allir leggjast á eitt á að verður til sýning sem skiptir máli. Ég vona að okkur hafi tekist að búa til leikhúsævintýri fyrir börn og fullorðna. “ 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu 2 5 6 9 4 7 3 1 8 7 4 3 8 2 1 9 6 5 1 8 9 3 5 6 2 7 4 6 7 1 4 9 2 5 8 3 8 2 5 7 1 3 4 9 6 9 3 4 6 8 5 1 2 7 3 1 2 5 7 8 6 4 9 4 6 8 1 3 9 7 5 2 5 9 7 2 6 4 8 3 1 Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reltina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukiri heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 4 9 1 7 5 2 6 7 9 2 8 2 5 9 3 4 4 9 6 7 3 8 2 9 5 1 3 2 1 5 8 4 2 9 30% afsláttur af rúmum Rúmteppasett 10-40% afsláttur Baðsloppar 20% afsláttur, frá kr. 7.920.- Fótanuddtæki ÁðuiL3SÆecr Nú 29.750.- Útsala 10-40% afsláttur D rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.