blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaðið SMÁ borgarinn HVAÐ FINNSTÞÉR? OF GOTT TIL AD VERA SATT? Smáborgarinn sagði um daginn frá vini sinum sem er ný fluttur úr sveitinni í okkar afar ástkæru höfuðborg. Vininum fannst lítið til borgarinnar koma og pirr- aði sig í fyrstu mikið á fólksfjölda, skorti á bílastæðum og þörfinni til að nota stefnuljós. En kæru landsmenn, nú er öld- in önnur. Eftirað vinurinn las greinina um sjálfan sig áttaði hann sig hegðun sinni og tók upp nýja siði. Smáborgarinn fór með honum f aðra Kringluferð um daginn, en eftirminnilegt er blótsyrðaflóðið sem lak úr munni vinar hans sfðast þegar þeir skruppu í verslun- arferð, bílastæðin voru fá og vinurinn var vægast sagt mjög pirraður. í þetta skiptið hefur Smáborgarinn aðra sögu að segja því vinurinn tók skorti bílastæð- anna með stökustu ró, hann sönglaði lag með Stuðmönnum á meðan hann rúnt- aði nokkra hringi á öllum þremur hæðum Kringlunnar þangað til hann loksins fann stæði. „Ótrúlegt," hugsaði Smáborgarinn og sagði sjálfum sér að þetta bara hlyti að vera einstakt tilfelli. Þegar inn í Kringluna var komið var mannmergðin jafnvel meiri en síðast og það fór smá hrollur um Smáborgarann og hann hugsaði með sér að nú hlyti vin- urinn að springa úr bræði. Eftir um það bil tíu mínútna rölt án þess að vinurinn rakst utan í nokkurn mann né blótaði, tók Smáborgarinn að hrista vin sinn til að athuga lífsmark hans. Viðbrögðin bentu til, með óhyggjandi hætti, að vinurinn varjú, sprellifandi. Þegar út var komið var Smáborgarinn í vægu sjokki, vinurinn hafði verið kurteis í Kringlunni, svo kurteis að „Hvers manns hugljúfi" var það eina sem kom upp ( huga Smáborgarans. Það var þó ekkert f stöðunni nema að una við sitt, enda hafði Smáborgarinn tæknilega séð feng- ið það sem hann vildi. Þegar komið var út á Miklubraut hélt Smáborgarinn að hann væri endanlega búinn að missa vitið þegar hann sá vin sinn, pollrólegan, nota stefnuljós! En og aftur vísar Smáborgarinn í gömlu grein- ina þegarvinurinn varðgjörsamlega brjál- aður yfir að þurfa nota stefnuljós. Hafði vinurinn endanlega breyst? Var hann orðinn betri maður? hvað var eiginlega ígangi? Það var ekki fyrr en Smáborgarinn heyrði í vekjaraklukkunni öskra á sig að hann vaknaði, ringlaöur í svitakófi og komst að þvf að þetta var aðeins draum- ur, góður draumur, maður. Fjarri allri prófkjörsgeggjun situr Össur Skarphéðins- son apafóstri í Tógó og blogg- ar um ljón og kyrkislöngur og hvernig hann og Þráinn Bert- elsson stálust ólöglega á ein- trjánungi yfir til nágrannarík- isins Benín. Glöggir lesendur erlendra frétta hafa vafalaust tekið eftir því að í kjölfar þeirr- ar ferðar hafa siglt landamæra- skærur milli Togo og Benín, þó ekki skuli fullyrt hér að þeir fóstbræður beri beina ábyrgð á þeim. Blaðið/Frikki bilvia fsiott, stjarna Hvað finnst þér um spá Halldórs? „Mér finnst það tremma töff hjá honum manni þarna að spá þessu með Euro- visionsambandið. En það læðist nú kannski að manni svolítill fugl sem segir mér að hann þarna herra Forsetismaður sé svolítið óvenjulega bjartsýnn útaf því að ég er að fara vinna eina júrovisjónkeppni og þá náttúrulega göngum við sjálkrafa inní þessi samtök og ég fer inní eurovision hall of fame en ekki hann og hann er bara að reyna að fá smá af því ljósi sem mun skína frá mér inní hjörtu og sálir þjóðarinar minnar. Frá mér, en ekki honum, þvf hann kann ekki að dansa.. einsog sumir, eða syngja.. hann kann bara eitthvað að standa og tala.. mumumu.. sjáumzt!“ Halldór Ásgrímsson sagði í ræðu á dögunum að fslendingar verði komnir inn í Evrópusambandið fyrir árið 2015 Jordan var þunglynd Hin barmgóða Katie Price, betur þekkt sem Jordan, hefur lýst yfir að hafa barist við þunglyndi í kjölfarið á fæðingu sonar síns, Junior. Hún innritaði sig á geðdeild stuttu eftir fæðinguna og sagði að hún hafi verið „öll í rugli.“ „Ég reifst við alla að ástæðulausu,“ sagði Jordan í samtali við götublaðið The Sun í gær. „Ég var kolklikkuð.“ Jordan var sett á þunglyndislyf og eftir stuttan tíma á deildinni fór henni að líða betur. „Ég og sonur minn er- um mjög náin núna,“ sagði Jordan að lokum. Janet þyngdi sig fyrir kvikmynd Athygli hefur vakið í Hollywood undanfarið að Janet Jackson hefur þyngst töluvert, ýmsar gróusögur hafa varið á kreik um ástæðuna en allir virðast vera að koma með sina útgáfu. Jermaine Dupri, kærasti Jackson, segir hins vegar að fullkomnlega eðli- lega útskýringu sé á þyngd sinnar heittelskuðu. „Hún þurfti að þyngja s i g fyrir kvikmyndahlutverk sem hætt var við,“ sagði Dupri. „Hún átt að leika móður í suðurríkjunum og þurfti að þyngja sig um tæp 20 kíló fyrir það.“ Dupri sagði að lokum að Janet snúi aftur í tónlistarbransann með nýja plötu í eftir Jim Unger í tœknifrjóvgun? Talandi um barneignir þá hefur suðræna þokkadísin Salma Hayek aldeilis náð að hræra í slúðurgrautnum í Hollywood, nýlega lét hún nefnilega sjá sig á heilsugæslu- stöð sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum. Hayek eyddi klukkutíma á heilsugæslustöðinni og orðið var ekki lengi að komast að stað, en sagan fékk byr undir báða vængi þegar vinkona hennar lýsti yfir að Hayek hefði lengi dreymt um að eignast barn. Talsmaður leikkonunnar gerði sitt til að kveða niður orðróminn og sagði leikkonuna aðeins hafa verið í skoðun. FréttBlaðsinsumþærfullyrð- ingar Dags B. Eggertssonar að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi haft af- skipti af úthlut- un lóða í landi Úlfarsfells hafa vakið verulega athygli. Málið snýst um lóð sem tvær bygg- ingarvöruverslanirnar, Byko og hina þýska Bauhaus, hafa nú sótt um. Dagur sagði í Blaðs- fréttinni að svo virtist sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefðu haft veður af því að Byko hygðist sækja um sömu lóð og Bauhaus og því fengið málinu frestað. Dag- ur líkir málinu við það þegar Ir- wing Oil reyndi að komast inn á íslenskan markað en pólitísk öfl komu í veg fyrir það.Þetta er í þriðja skiptið sem Bauhaus reynir að fá lóð á höfuðborgar- svæðinu en tilraunir í Garðabæ og Kópavogi báru ekki árangur. í gær var síðan sagt frá því að ísland væri þriðja vænlegasta land í heimi fyrir erlenda fjár- festa að mati bandaríska við- skiptatímaritsins Forbes. Ætli stjórnendur Bauhaus séu sam- mála því mati? Tónlistarspekingar Blaðsins eru sammála um að lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins séu fremur döpur mörg hver og sum beinlínis léleg. SilvíaNóttsigr- ar auðvitað, það er vitað mál, og líklegt þykir að söngfuglinn fiður- létti Birgitta Haukdal geti ein veitt Silvíu einhverja keppni. Spekingarnir eru hins vegar ekki sammála um sigurmögu- leika Silviu Nótt- ar. Margir telja þá umtalsverða, segja lagið ágæt- lega sterkt og sviðframkomu Silvíu líklega til að höfða til fólks í Evrópu. Aðrir tónspek- ingar sem Blaðið hefur rætt við telja flutninginn geggjað- an en að lagið sé ekki sigur- stranglegt þótt líklega nái það einhverjum árangri. Loks er að nefna þá sem telja að framlag Is- lands eigi alltaf að vera þjóðlegt og endurspegla íslendinga og íslenska menningu. Þessir spek- ingar segja alveg ljóst að hinn sviðsglaði Ómar Ragnarsson sem flautar svo fallega nokkra tóna í eigin lagi sé rétti fulltrúi íslendinga í Evrópusöngva- keppninni. Ekki standa svona nálægt. Greyin fá heimþrá. 4-24 C Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.