blaðið - 25.02.2006, Page 6
6 I INNLEND&R FRETf IR
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ
Nemendur frá
Kosovo og ís-
landi útskrifast
Þrettán nemendur, níu Kosovo-
Albanir og fjórir íslendingar,
útskrifuðust í gær úr grunnnámi
í flugumferðarstjórn. Útskriftin
er sú fyrsta í sjö ár hér á landi en
síðustu ár hefur námið farið fram
erlendis. Kosovo-Albanirnir hafa
stundað námið hér síðan í maí og
munu þeir halda til síns heima í
næstu viku og hefja réttindanám á
flugvellinum í Pristina, sem íslend-
ingar munu hafa yfirumsjón með.
Voru til sóma
íslendingarnir fjórir munu halda
sínu námi áfram hér á landi. Flug-
málastjórn Islands hefur haldið
utan um erlendu nemana frá því f
maí og segir í tilkynningu að í þess-
ari fyrstu tilraun hafi dvöl þeirra
og umgengni verið þeim til sóma.
Auknar niður-
greiðslur
Fjárhags- og launanefnd Seltjarnar-
nesbæjar hefur samþykkt að hækka
niðurgreiðslur til dagforeldra um
40-80%. Til stóð að gerður yrði
þjónustusamningur við dagforeldra
sem miðaði að því að tryggja að
foreldrar greiddu sambærilegt gjald
og greitt er fyrir börn í leikskólum
bæjarins. Dagforeldrum hugnaðist
ekki sú leið og því var ákveðið að
hækka krónutölu niðurgreiðslna
,í þeirri von að slfkt skili sér í
lækkuðum gjöldum til foreldra og
auknum tekjum dagforeldra,“ eins
og segir í tilkynningu frá bænum.
Innflutningur eykst um 50%
Meira varflutt inn afbílum í upphafi ársins en á sama tímabili ífyrra. Spár Bílgreiningasam-
bandsins gera hinsvegar ráðfyrir að bílainnflutningur dragist saman í ár og á nœsta ári.
Úthlutaö úr Guðrúnarsjóði
Amnesty International stóð fyrir dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þar gafst fóki kostur á að leggja blóm á legsteina, til minn-
ingar um það að einn einstaklingur deyr á hverri mínútu í heiminum af völdum smávopna.
1 dag verður úthlutað úr Guðrúnar-
sjóði, en sjóðurinn var stofnaður með
samþykkt borgarráðs 3. mars 2005
í samstarfi við Eflingu- stéttarfélag.
Sjóðurinn er nefndur eftir Guðrúnu
Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðu-
manni Námsflokka Reykjavíkur, en
hún vann mikið brautryðjendastarf
við uppbyggingu námsflokkanna,
þar sem boðið var upp á fjölbreytta
fullorðinsfræðslu. 1 tilkynningu frá
borgarstjóra segir, að markmið sjóðs-
ins sé að styðja við verkefni eða starf
félagasamtaka á þeim sviðum þar
sem Guðrún Halldórsdóttir lét mest
til sín taka og lýsa má með þremur
einkunnarorðum; jafnrétti, fræðsla
og fjölmenning.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis, SPRON, hefur gengið til
samstarfs við Reykjavíkurborg og
Eflingu um fjármögnun Guðrún-
arsjóðs og hefur sparisjóður-
inn ákveðið að styrkja sjóð-
inn með einnar milljónar
króna framlagi. Þetta
mikilvæga fram-
lag SPRON gerir
Líkur eru á að nokkuð dragi úr bílainnflutningi landans í ár miðað við síðasta ár.
íslendingar halda áfram að flytja inn
vörur fyrir mun hærri upphæðir en
þeir flytja út. Þannig nam verðmæti
vöruútflutnings í janúarmánuði síð-
astliðnum um 14 milljörðum króna
en á sama tíma voru fluttar inn
vörur fyrir 25,5 milljarða. Munurinn
nemur rúmum 11 milljörðum króna.
Þetta er mikil aukning á vöruskipta-
halla milli ára. 1 fyrra nam hallinn
4,3 milljörðum en eins og áður sagði
er talan í ár 11,4 milljarðar.
Útlit fyrir áframhaldandi halla
1 Morgnkorni Islandsbanka var
fjallað um máið í gær. Þar segir
meðal annars.
„Horfur eru á að áfram verði mikill
halli á utanríkisviðskiptum meðan
uppbygging vegna stóriðju er enn í
fullum gangi og gengi krónu lækkar
ekki frekar. Greining ÍSB spáir að við-
skiptahalli á þessu ári verði alls tæp-
lega 14% af landsframleiðslu.
Á næsta ári verður hins vegar
mikill viðsnúningur í utanríkisvið-
skiptum þegar byggingu Kárahnjúka-
virkjunar og álvers í Reyðarfirði
lýkur, álútflutningur stóreykst í
kjölfarið auk þess sem veikari króna
dregur úr innfluttri neyslu og bætir
hag útflutningsfyrirtækja. Gerum
við ráð fyrir 7,2% viðskiptahalla árið
2007,“ segir um málið í Morgunkorni
íslandsbanka í gær.
Mikið flutt inn af bílum
Islendingar hafa verið duglegir við
að flytja inn bíla síðustu mánuði, og
skýrir það hluta af vöruskiptahall-
anum. Samkvæmt tölum Islands-
banka er ekkert lát á þessum innflutn-
ingi og var til að mynda flutt inn um
8% meira af fólksbílum í nýliðnum
janúarmánuði heldur en í sama mán-
uði í fyrra.
Þetta kemur heim og saman við
tölur frá Bílgreinasambandinu. Þar
kemur fram að á tveimur fyrstu mán-
uðum síðasta árs voru fluttir inn rétt
rúmlega 2.400 fólksbílar. Um miðjan
febrúar í ár var hisnvegar búið að
flytja inn 2.600 fólksbíla hingað til
lands og því ljóst að innflutningur-
inn á fyrstu tveimur mánuðum árs-
ins verður nokkuð meiri en á sama
tímabili í fyrra.
Samdráttur framundan
Síðasta ár sker sig nokkuð úr þegar
kemur að innflutningi á bílum. Þá
voru fluttir inn rúmlega 18 þúsund
nýir fólksbílar og um 26 þúsund bílar
í allt. Leita þarf allt til ársins 1987 til
að finna viðlíka bílainnflutning en
þá voru fluttir inn ræplega 23.500
bílar í heildina.
Svo virðist vera að Bílgreinasam-
bandið geri ekki ráð fyrir að íslend-
ingar hafi bolmagn til að halda
fessum mikla innflutningi til streitu.
tölum þeirra kemur fram spá um
bílainnflutning í ár og á næsta ári.
Þar er gert ráð fyrir að rúmlega 19 þús-
und bílar verði fluttir hingað til lands
á þessu ári og tæplega 15 þúsund á því
næsta. Þrátt fyrir að þetta sé mun
minni innflutningur en á síðasta ári
er ekki ástæða fyrir innflytjendur
að örvænta því ef spá sambandsins
gengur eftir verður innflutningur-
inn í ár engu að síður mun meiri í ár
og á því næsta en í meðalári.
sjóðnum kleift að veita styrki árlega
á næstu 10 árum.
„Að þessu sinni verða veittir fjórir
námsstyrkir að upphæð kr. 50.000
hver til einstaklinga sem sýnt hafa
djörfung og dug í námi sínu. Miðað
er við að styrkirnir dugi til greiðslu
skólagjalda,“ segir í tilkynningu.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri, mun afhenda
styrkina í Höfða í dag.
’ j <>• y- *
Z E D R U S
persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur
UiiOnr.snuir.i II S. 334 228S