blaðið - 25.02.2006, Page 18

blaðið - 25.02.2006, Page 18
18 I VÍSINDl LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaAÍA Eldrí meiut ánœgðarí með kynlifið Samkvæmt niðurstöðum könnunar eru karlmenn á sextugsaldri ekki síður ánægðir með kynlíf sitt en yngri menn þrátt fyrir aukinn vanda tengdan kyngetu. Karlmenn á fertugs- aldri þjást almennt af of mikilli streitu og hafa margir litla ánægju af kynlífi. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem gerð var í Noregi og Bandaríkjunum eru karlmenn á sex- tugsaldri að jafnaði ánægðari með kynlíf sitt en kynbræður þeirra á fer- tugsaldri. Rannsóknarmenn fengu 1.185 menn á aldrinum 20-79 ára til þess að taka þátt í könnuninni. Eins og við var að búast var talsvert meira um vandamál tengd kyngetu og getu- leysi hjá eldri mönnum. Þrátt fyrir það sögðust hinir eldri að jafnaði ekki vera síður ánægðir með kynlíf sitt en þeir yngri. Þátttakendur í könnuninni voru látnir gefa ákveðnum þáttum, sem allir tengdust kynlífi, einkunn á skal- anum 0-4. Einkunnin fjórir þýddi að þátttakandi var fullkomlega sáttur við viðkomandi atriði og átti við engin vandamál að stríða á því sviði. Þegar spurt var um kynferðislega virkni færðust hlutföllin staðfastlega niður á við í átt að núlli eftir því sem svarendur urðu eldri og áttu þeir við mun fleiri vandamál að stríða en hiniryngri. Þegar spurt var um hversu ánægðir menn væru var hins vegar annað uppi á teningnum. Karlmenn á þrí- tugsaldri höfðu meðaltalið 2.79 en karlmenn á sextugsaldri fylgdu fast á hæla þeirra með meðaltalið 2.77. Karlmenn á fimmtugsaldri komu næstir með meðal- talið 2.72 en karlmenn á fertugsaldri komu talsvert á eftir með meðaltalið 2.55. Eftir 59 ára ald- urinn lækkaði með alein- kunnin svo verulega; karlmenn á sjötugs- aldri höfðu meðaltalið 2.46 en karl- menn á átt- ræðisaldri 2.14. prófessor við Ríkissjúkrahúsið í Osló sem var ein þeirra er stóðu að rann- MJÓLKURVÖRUR ( SÉRFLOKKI w vörur W m FLOKKI Er mikið álag i skólanum? Kemur ekki á óvart „Niðurstöðurnar sýndu að eftir því sem menn eru eldri er kyngetan minni. Hins vegar voru þeir eldri langt frá því að vera síður ánægðir en hinir yngri,“ sagði Sophie Fossa, LCC+ erfyrirbyggjandi vörn! Streita og kvíði, skyndibitafæði, sætiridi, stopular máltíðir - allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raskað bæði ónæmiskerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróað til að vinna gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. sókninni. „Þrátt fyrir að menn upp- lifi fleiri vandamál og hafi minni kyn- getu en áður eftir þvi sem þeir eldast, þýðir það ekki endilega að þeir séu ekki ánægðir með kynlífið.“ Ronald Bracey, sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í kyn- ferði karla, sagði í samtali við BBC-fréttastofuna að niðurstöðurnar kæmu sér ekki á óvart. „Karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri eru gjarnan of uppteknir af ferh sínum til þess að hafa gaman af kyn- lífi. En um það leyti sem þeir komastásextugs- aldur hafa þeir yfirleitt sætt sig við sitt hlutskipti í lífinu, eru ekki eins uppteknir af því hvað öðru fólki finnst um þá og eru hættir að hafa eins miklar áhyggjur af þvf hvernig þeir standa sig f rúm- inu,“ sagði Bracey. „Frábært nám sem skilaði góðum árangri!“ „Með auknum umsvifum fyrirtækis okkar fannst mér ég sitja eftir hálf bjargarlaus. Eftir námið treysti ég mér í öll störf á skrifstofunni og get tekið að mér fleiri og stærri verkefni. Nú er ekki spurning um hvort heldur hvað ég ætla að læra næst..." Ragnheiður Einarsdóttii - Úlgerðaíyrirlækinu Pélursey GRUNNNAMIBOKHALDI Villt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sjálfir. Helstu námsgreinar: ■ Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf ■ Undirstaða bókhalds - mikið um verklegar æfingar Kvöldnámskeið: Kennt á mán.- og mið kl. 18:00 - 22:00 ogá laugardögum kl. 13:00 til 17:00. Frá 6. mars til 24. apríl. * Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. ■ Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Morgunnámskeið: Kennt alla virka daga kl. 8:30 til 12:30. Frá 29. mars til 5. maí. Námið er 108 stundir og kostar 86.450.- stgr. eða með raðgreiðslum. ntv .15 = Skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is - NTV - Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur Frjósamar konur vilja djúpradda karlmenn Konur heillast almennt frekar af djúprödduðum karlmönnum en þeim sem eru mjóróma, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið við St. Andrews háskóla í Bretlandi. Hrífast þær þá helst af þeim sem hafa karlmannlega og valdsmannslega rödd en slikt þykir benda til að karl- maðurinn sé góður til æxlunar og eigi fyrir höndum langa og heilbrigða ævi. Þetta á einkum við konur sem eru á frjósamasta skeiði mánaðarins. Þegar þær eru hins vegar ekki á því skeiði eru þær líklegri til þess að lað- ast að karlmönnum með kvenlegri raddir. Kvenleg rödd þykir benda til þess að maðurinn sé ástríkur og lík- legur til að vera góður kostur fyrir langtíma samband. Karlmannlegir hentugastir í einnar nætur gaman „Við vitum að rödd karlmanna skiptir miklu máli þegar karlmannleiki þeirra er metinn og það er staðreynd að menn með aðlaðandi rödd njóta meiri hylli meðal kvenna en þeir sem hafa óaðlaðandi rödd,“ sagði David Freinberg, prófessor við St. Andrews Barry White þerrar svitann. Enda sjóðheit- ur í augum frjósamra kvenna. háskóla. „Við báðum konur að meta hversu aðlaðandi og valdsmannslegar þeim þóttu raddir á meðan á tíða- hringnum stóð. Það kom á daginn að þeim þótti karlmannlegar raddir mest aðlaðandi á meðan líkur á getn- aði voru í hámarki,“ sagði Feinberg, en bætti við að tíðahringurinn hefði að jafnaði ekki áhrif á smekk kvenna fyrir karlmönnum að öðru leyti. „Þó að við teljum að karlmannlegir menn séu hentugari fyrir einnar nætur gaman en hjónaband, leiddu rannsóknir okkar þó í ljós að kven- legar og aðlaðandi konur geta fengið þá karlmannlegu til þess að skuld- binda sig,“ sagði hinn mikli visinda- maður Feinberg að lokum. Sœfílar rannsaka hafið Vísindamenn hafa fengið sæfíla í kringum eyjuna Suður-Georgíu með sér í lið við að rannsaka og safna upplýsingum um hafið. Sæ- fílar eru selategund sem lifir að mestu við Suðurheimskautsbaug. Hafa sérútbúnir tölvukubbar verið festir á höfuðið á dýrunum sem sjá um að safna upplýsingum á þeim slóðum sem sæfílarnir fara um. Sæfílar kafa niður á allt að 2.000 metra dýpi og synda þúsundir kíló- metra. Þegar selirnir koma upp á yfirborðið til að anda senda tölvu- kubbarnir upplýsingarnar í gegnum gervihnött til vísindamanna í Skot- landi. Rannsóknarmennirnir hafa m.a. náð að gera athyglisverðar rannsóknir á því hvernig breytingar á seltu- og hitastigi hafa áhrif á hreyf- ingu vatnsins á mismunandi dýpi. „Þessi dýr eru að opna fyrir okkur nýja og spennandi möguleika,“ sagði Mike Fedak, yfirmaður rann- sóknarstofnunarinnar SMRU (Sea Mammal Research Unit). „Þau geta farið og tekið sýni af stöðum i sjónum sem við höfum yfirleitt ekki getu eða efni á að komast til sjálf,“ sagði Fedak. SMRU fór af stað með verkefnið fyrir tveimur árum en um er að ræða samstarfsverkefni milli vísindamanna frá Frakklandi, Ástr- alíu og Bandaríkjunum. Stofnunin notast einnig við sæljón, túnfisk og hákarla við að safna upplýsingum um hafið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.