blaðið - 25.02.2006, Page 24

blaðið - 25.02.2006, Page 24
24 I SKOPMYNDIR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 bla6iö Skopmyndir og skammir Birting Jyllands-Posten á um- deildum skopmyndum af Mú- hameð spámanni hefur vakið miklar deilur um hvað megi og hvað megi ekki í þeim efnum. Andrés Magnússon kynnti sér skopmyndir að fornu og nýju, en það er síður en svo nýtilkomið að skopmyndir valdi úlfúð. Fjaðrafok undanfarinna vikna vegna skopteikninga, sem birtust í Jyl- lands-Posten síðastliðið haust, kom flestum Vesturlandabúum í opna skjöldu. Samskipti múslima við aðra samborgara sina á Vesturlöndum hafa stirðnað, í mörgum múslima- ríkjum hefur þykkjan í garð hins frjálsa heims enn aukist, þar hafa hundruð fallið í valinn í óeirðum, sem af hafa sprottið, og opinber um- ræða um mörk tjáningarfrelsisins og þess, sem sæmandi þykir, geisar sem aldrei fýrr. Það er samt engan veginn svo að háværar deilur vegna skopmynda séu nýjar undir sólinni. Upphaf skop- mynda má nefnilega einmitt rekja til pólitískra og trúarlegra deilna, þar sem menn kusu að koma skoð- unum sínum á framfæri með háði og myndir voru ákjósanlegar til þess meðal þjóða þar sem læsi var engan veginn almennt. Dæmi eru til um ævafornar skop- myndir, þó fæstar hafi þær nú enst til þessa dags. Þetta form ádeilu og skoðanaskipta fékk fyrst vængina þegar Gutenberg kom til skjalanna og prentlistin hóf að dafna fyrir alvöru og náði til ótíndrar alþýðunnar. Um sama leyti hófst líka mikið umbrota- skeið í Evrópu þar sem siðbótin og ver- aldlegt valdabrölt voru í brennidepli, uppgötvun Nýja heimsins breytti heimsmyndinni og í kjölfarið sigldu framfarir í vísindum og þekkingu, sem aftur gátu af sér Upplýsinguna, upphaf nútímans. Vopn í siðskiptum Listamenn höfðu lengi verið lunknir við að koma fínlegum athugasemdum inn í myndir sínar með táknum, augngotum og látbragði, en þegar þeir Marteinn Lúter og Alexander páfi VI. hófu að takast á komust breiðu spjótin í tísku og myndmálið einkenndist af breiðari og skarpari dráttum en nokkru sinni fyrr. Pieter Breughel eldri sendi pápistunum föst skot frá Flandri og þeim var svarað fullum hálsi frá Italíu. En það var í Holllandi, sem drátthagir menn höfðu það frelsi sem þurfti til þess að þetta nýja tjáningarform gæti þrifist og þroskast. Romeyn de Hooghe var fyrsti eiginlegi pólitíski skopmynda- teiknarinn og gat sér mikla frægð um álfuna alla, ekki aðeins vegna þess að hann væri hagur teiknari, heldur ekki síður vegna þess að hann hafði næmt pólitískt innsæi og var feiki- legur áróðursmaður, sem sá ágæti mótmælandi Vilhjálmur af Óraniu naut dyggilega í skærum sínum við Loðvík XIV. Þegar Vilhjálmur varð konungur af Englandi eftir bylting- una dýrðlegu 1688, þar sem pápistum var endanlega stökkt af valdastóli, höfðu Englendingar þegar fengið dálæti á honum vegna þeirrar kynn- ingar, sem hann hafði fengið í skop- myndum sem ötull baráttumaður gegn hinni afvegaleiddu kirkju í Róm. Skopmyndirnar gengu á víxl og í und- anfara byltingarinnar voru mynd- irnar hrein svívirða og fjöldi manna lét lífið í uppþotum, sem rekja má til skopmynda. Pólitíkin tekur við Við tók mikil gósentíð skopmynda- teikninga á Englandi, sem enn sér varla fýrir endann á, en þar i landi má enn finna skopmyndagallerí og myndirnar ganga kaupum og sölum sem hver önnur listaverk. Fremstur í flokki frumkvöðlanna var vafalaust William Hogarth og þó hann væri ekki ýkja pólitískur sjálfur gat hann af sér her lærisveina, sem voru það svo sannarlega og höfðu sumir gífur- leg áhrif. Þegar kom fram á 20. öld notuðu kommúnistar í Rússlandi skop- myndir af miklum móð, enda ólæsi mikið. Blóðbræður þeirra í Italíu og Þýskalandi höfðu ekki minni not fýrir þær og notuðu þær miskunn- arlaust til þess að berja á andstæð- ingum sínum. Sérstaklega varð Der Sturmer í Þýskalandi alræmt fyrir hat- ursmyndir sínar af gyðingum og þar voru raunar fundin upp mörg mótíf, sem enn má finna í Arabaheiminum I dag. Engum blandast hugur um að skopmyndirnar voru nazistum afar drjúgar við að vekja upp gyðinga- hatur meðal þýsks almennings. Teiknari á dauðalista Þrátt fyrir eitraðar myndir alræðis- ríkjanna voru skopmyndir með enn meiri blóma í Iýðræðisríkjunum, og þar tóku menn til varna gegn hel- stefnunum. Fremstur þar í flokki var teiknarinn David Low, Nýsjálend- ingur sem sest hafði að í Lundúnum og teiknaði fyrir Evening Standard. THERE'S ANOTMER SIDE TO IT. Ein af snjöllum myndum David Low, en hann var meö hinum fyrstu á Englandi til þess aö sjá í gegnum alræðisherrana á ofanverðri 20. öld. Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, Léon Blum, forsætisráðherra Frakka, og Maxím Litvinov utanrikisráðherra Sovétríkjanna, skoða Hitler í krók og kring, en yfir flögrar Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þjóðverja, í líki friðardúfunnar. Teikningar hans urðu til þess að eftir að Hitler komst til valda var það eitt hans fyrsta verk að banna blaðið í Þýskalandi vegna myndar Low þar sem hann fjallaði um úrsögn Þriðja ríkisins úr Þjóðabandalaginu. Þrátt fyrir það kvörtuðu þýsk stjórnvöld reglulega undan honum við breska utanríkis- ráðuneytið og þegar , Ólympíuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936 var óskað eftir því við Low að hann drægi úr gagnrýni sinni á Hitler í nafni „góðrasamskiptaallra þjóða.“ Þegar breski utanríkisráðherran Halifax lávarður heim- sótti Þýskaland ári síðar kvartaði Josef Göbbels, áróð- ursmálaráðherra, undan óvæg- inni umfjöllun breskra fjölmiðla í garð Hitlers og nefndi David Low sér- staklega í því samhengi. Adolf Hitler var sérkennilegur að því leyti að hann hafði mikinn áhuga á slíkri gagnrýni á sig og horfði t.d. á Einræðisherra Charlie Chaphn í kanzlarahöllinni þó myndin væri vitaskuld á bannlista í Þýskalandi. Eins safnaði hann frum- Þjálfaranámskeið ÍSÍ W Almennir hlutar la, lb og lc www.isisport.is ÍSÍ heldur þrjú þjálfaranámskeið á fyrsta stigi í mars. Lágmarksaldur þátttakenda á þessi námskeið er 16 ár. Hvert námskeið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum bama í íþróttum. Námskeiðin hefjast á föstudegi kl. 17:00 og áætluð lok eru á sunnudegi kl. 15:00. Kennt verður í fundarsölum ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dags. Námskeið Verð kr. 3.- 5. mars Þjálfari la - almennur hluti 12.000,- 10 -12. mars Þjálfari lb - almennur hluti 8.000,- 24 - 26. mars Þjálfari lc - almennur hluö 8.000,- Skráning í síðasta iagi Miðvikudaginn 1. mars Miðvikudaginn 8. mars Miðvikudaginn 22. mars Frekari upplýsingar um þessi námskeið og þjálfaramenntun ÍSÍ má finna á heimasíðu ÍSÍ. Hægt er að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ eða í síma 514-4000 Hádegisverðarfundir Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta lb. IÞF102 í framhaldsskólum jafngildir Þjálfara 1 - almennum hluta hjá ÍSÍ. Þ.e. almennum hluta la, lb og lc. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar faest metin bl eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar og skráning er á www.isisport.is ÍSÍ mun bjóða upp á hádegisverðarfundi nú í vetur. Næsö fundur verður haldinn fimmtudaginn 16. mars, en þar verður fjallað um Aðgengi að íþróttahreyfingunni. Þátttakendur geta keypt hádegisverð hjá Café easy sem staðsett er í íþróttmiðstöðinni í Laugardal en aðgangur að fundinum sjálfum er ókeypis. Fundurinn er öllum opinn. Frekari upplýsingar um hádegisverðarfundi ÍSÍ má finna á www.isisport.is myndum af skopmyndum af sér og lét þýska sendifulltrúa í Lundúnum kaupa nokkrar myndir eftir Low. Eftir stríð kom svo í ljós að Low var á dauðalista foringjans, sem fram- fylgja átti eftir að Bretlandsinnrásin heppnaðist. En Low fór ekki bara í taugarnar á Hitler. Heima fyrir sveið mörgum stjórnmálamönnum undan skeytum hans eins og gengur, en fyrir 81 ári vakti hann mikla reiði meðal mús- lima þegar hann teiknaði frekar vinsamlega mynd af Múhameð spá- manni þar sem hann horfði upp til krikketstjörnunnar Sir Jack Hobbs. Myndin birtist í hinni indversku út- gáfu Morning Post, en fréttaritari blaðsins í Kalkútta greindi frá því að múslimir í borginni hefðu orðið mál- stola af bræði, fjölmargir útifundir voru haldnir og mótmæli voru víð- tæk. En það dó enginn. Skopast á fslandi Fyrsta skopmynd á íslandi var sjálf- sagt rissuð á spássíu á bókfelli og jafnvel má finna broslegar lýsingar í handritum, en fyrsta skopmyndin í nútímaskilningi var vafalaust teiknuð af Jörundi hundadagakon- ungi af veisluhöldum í hinu nýja ríki hans. íslensk skopmyndahefð komst þó fyrst á skrið með útgáfu Spegils- ins. Þar birtust um margra ára skeið teikningar af helstu forystumönnum á Islandi í ýmsu samhengi, en mjög meinlegar myndir voru á hinn bóg- inn fátíðar. En það má ekki skilja al- veg strax við Spegilinn, Löngu síðar, árið 1983, hóf Úlfar Þormóðsson að gefa út blað undir merkjum Speg- ilsins. Það varð ekki langlíft, ,, en vakti verulega athygli, ekki síst 2. tölublaðið. Þar var hæðst að ferm- ingum og tóku sumir það nærri sér, svo nærri sér raunar að lögregla gerði blaðið upptækt og i síðar var ritstjór- ý inn dæmdur fyrir i?! guðlast. En það er líka einsdæmi. Sig- urður Örn Brynj- ólfsson hefur um árabil fjallað um persónugalleríið í Himnaríki í sögum sínum af Pú og Pa, sem á birtast daglega í Frétta- blaðinu, en enginn hefur gert athugasemdir við þá guð- fræði. Hér í Blaðinu teiknar Hall- dór Baldursson daglega skopmyndir af málefnum Ifðandi stundar og þó þær geti verið hárbeittar hefur aldrei nokkru sinni verið kvartað undan þeim. Halldór teiknar líka fyrir Við- skiptablaðið og einu sinni kom kross- festingin þar fyrir með öðrum hætti en hún er kynnt í Nýja testamentinu. Síminn hringdi aldrei vegna þess. Af því má draga þá ályktun að Is- lendingar séu orðnir næsta umburð- arlyndir í þeim efnum, en á móti má líka segja að flestir íslenskir skop- myndateiknarar séu tillitssamir í garð lesenda sinna þegar kemur að almættinu, heimsins æðstu rökum og skoðunum fólks á þeim. En eiga múslimar þá ekki skilið slíka tillitssemi líka? Vissulega, en sú tillitssemi hlýtur að eiga sér takmörk, þannig að tjáningarfrelsið sé ekki í herkví þess móðgunargjarnasta. Gefum Flemming Rose, menningar- ritstjóra Jyllands-Posten, orðið: „Þegar ég heimsæki mosku sýni ég virðingu mína með þvf að fara úr skónum. Ég fylgi viðeigandi siðum, rétt eins og ég geri í kirkju, bænahúsi eða öðrum helgistöðum. En ef sann- trúaður krefst þess að ég, vantrúar- seggurinn, aðhyllist bannhelgar hans á almennum, opinberum vettvangi, er hann ekki að æskja virðingar minnar heldur undirgefni. Og það samrýmist ekki veraldlegu lýðræði." andres@bladid. net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.