blaðið - 25.02.2006, Page 51
blaðið LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
AFÞREYING I 51
Hinn brothœtti raunveruleiki
Blóðbönd_______________________
Leikstjóri: Arni Ólafur Ásgeirsson
Aðalhlutverk: Hilmar Jónsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir og Laufey
Eliasdóttir
Gott: Lætur mann hugsa.
Verst:Vantar lausnina.
Sýnd í Sambióunum og Háskólabíói.
★
Ég er einn af þeim sem þoli illa þegar
íslenskri vöru er hælt sérstaklega ein-
ungis vegna þess að hún er íslensk.
Oft virðist fólki slétt sama hvort
varan sé betri en annað sem býðst og
æðir áfram á þeirri forsendu að það
sé að styrkja innlenda framleiðslu.
Ég er frekar þeirrar skoðunar að ef
við ætlum að standa okkur i alþjóða-
samfélaginu verðum við að gefa af
okkur vörur og þjónustu á heims-
mælikvarða. Vegna þessa þykir mér
afskaplega leiðinlegt þegar íslenskar
kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru
dæmd útfrá því að þær séu innlend
framleiðsla. Til að mynda þótti
mér fáránlegt þegar Kallakaffi fékk
fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda DV
eftir fyrsta þátt þar sem hann átti
það alls ekki skilið, þótt framtakið
hafi vissulega verið virðingarvert.
Það er þess vegna sem mér leið mjög
vel þegar ég gekk út af Blóðböndum.
Myndin er stórgóð og svo skemmti-
lega vill til að hún er íslensk.
Lífið í úthverfinu
Efni Blóðbanda er ádeila á það út-
hverfalíf sem myndast hefur sums
staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt
fyrir að fólk virðist lifa nánast full-
komnu lífi (að mati viðkomandi);
gangi vel í vel borgaðri vinnu, eigi
von á sinu öðru barni og haldi glæsi-
leg matarboð reglulega þarf ekki
að vera að allt gangi svo vel. Þegar
augnlæknirinn Pétur kemst að því
að sonur hans er ekki sonur hans í
raun hættir hann við rómantíska
ferð sem hann ætlaði í með konu
sinni. Upp úr þv( spinnst sögu-
þráður sem rekja má fyrst og fremst
til örvæntingar Péturs sem neitar að
ræða málin við nokkurn mann.
Leikarar myndarinnar standa
sig með prýði en ég er þó á því að
Óslitin sigur-
ganga apanna
Arctic Monkeys stálu sen-
unni á tónlistarverðlaunum
breska tímaritsins NME sem
afhent voru á fimmtudag.
Heimskauta-aparnir héldu
áfram ótrúlegri sigurgöngu
sinni og fóru heim með verð-
laun í flokkunum besta nýja
hljómsveitin, besta lagið fyrir
I Bet You Look Good On The
Dancefloor og besta breska
hljómsveitin og skildu þar með
sveitir eins og Bloc Party, Franz
Ferdinand og Oasis eftir í sárum.
Skotarnir í Franz Ferdinand
náðu þó einu höggi á apana og
tóku heim verðlaun sem besta
tónleikasveitin en stuðboltarnir
í Kaiser Chiefs, sem tilnefndir
voru í sex flokkum, hlutu aðeins
ein verðlaun fyrir bestu plötuna.
leikstjórinn spili eitt stærsta hlut-
verkið. Árna Ólafi hefur tekist að
nýta sér kosti leikaranna til fulln-
ustu og komast hjá veikleikum
þeirra. Þannig standa leikararnir
sig mjög vel undir stjórn hans og
skila sínum hlutverkum eins vel og
hægt er, maður efast aldrei um heil-
indi þeirra.
Hátíðamynd með góðan boðskap
Blóðbönd er kvikmynd sem á heima
á kvikmyndahátíðum. Hún er ekki
nein stórmynd sem slík en góð er hún.
Hún segir sögu sem takmarkast við
þá sem lenda í miðri atburðarásinni
en hefur lítil áhrif útfyrir þann hóp.
Þrátt fyrir að gerast á Islandi fjallar
hún um eitthvað sem allflestir kann-
ast við á einn eða annan hátt og geta
þar með fundið sig í söguþræðinum
eða einni persónanna. Hún skilur
mikið eftir sig og kennir fólki það
sem er einna mikilvægast, að tala
saman og ræða málin.
Auk þess legg ég til að hlé verði
lagt niður i kvikmyndahúsum.
agnar.burgess@bladid.net
Á endanum er maöurinn alltaf sökudólgurinn.
HRIFANDI MYND
UM MANNLEGAR TILFINNINGAR
BLÚÐBÖND FÍNASTA MYN D □ G SKEI
SIE FRÁ ÖÐRUM ÍSLENSKUM
KVI KMYNDUM OG TEKST
KVIKMYNDAGERÐAMÖNNUNUM AÐ
GERA HANA MANNLEGA QG
trúverðuga".
PEGASUS PICTURES EHF KYMHIR (SAMVIHKU VID ZENTRGPA ENTERTAINMENTSs aps og THALAMUS FILM gmbh
HILMAR JDNSSON MARGRÉT VILHJÁLMSODTTIR LAUFEY ELÍASDÖTTIR
ARDN BRINK ELMA LÍSA GUNNARSDÖTTIR ÖLAFUR DARRI ÖLAFSSDN JÖN PÁLL EYJÖLFSSDN SÖLEY ELÍASDÖTTIR
tohlist JÖHANN JÖHANNSSDN lhkmyhd MARTA LUIZA MACUGA boh.hgar MARGRÉT EINARSDDTTIR og DÝRLEIF ÖRLYGSDÖTTIR
fohÁSTA HAFÞÖRSDÖTTIR huooGUNNAR ÁRNASDN kuppihg elísabet rdnaldsdöttir KV1KMYNDATAKA TUDMD HUTRI
framleiðsiustjorh hrönn KRISTINSDDTTIR MEOFRAMIilOENOUR EINAR SVEINN ÞDRÐARSON. JAN FINCKE oc PETER GARDE
AMLEIÐANDI SNDRRI ÞÚRISSON «»»J0N ATLIJÚNASSON DENIJAL HASANOVIC LEIKSTJÚRN OG HANORIT ÁRNI DLAFUR ÁSGEIRSSDN
MiDIÁHI
KOIVIIN I BIO - REYKJAVIK • AKUREYRI