blaðið - 01.03.2006, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaöiö
Auðgun úrans hafin í íran
Skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eykur líkurnar á því að málið komi til kasta Öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna. Ólíklegt að íranir og Rússar nái samkomulagi um auðgun úrans.
Mohamed ElBaradei, yfirmaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar, lýsti því yfir í gær að auðgun
úrans væri hafin í Iran. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu sem er
afrakstur þriggja ára rannsóknar
stofnunarinnar á kjarnorkuáætlun
Irana. I skýrslunni eru stjórnvöld
í Teheran gagnrýnd fyrir að leggja
stein í götu eftirlitsmanna stofn-
unarinnar og það harmað hversu
lítinn aðgang þeir hafa haft að
skjölum og upplýsingum um kjarn-
orkuáætlun þeirra. ElBaradei sagði
að vegna þess hversu ósamvinnufús
írönsk stjórnvöld hafa verið, væri
ekki unnt að fullyrða hvort þau
hygðust nýta kjarnorku í friðsam-
legum tilgangi eða hvort ráðamenn
vildu koma sér upp kjarnavopnum.
Margir háttsettir embættismenn í
Bandaríkjunum og í Evrópu furða
sig á að ekki sé kveðið sterkar að
orði um tilgang kjarnorkuáætlunar
Irana.
Dregur úr líkum á sam-
komulagi við Rússa
Niðurstaða skýrslunnar dregur
úr líkum á að samkomulag náist
um með hvaða hætti íranir nýti
sér kjarnorku til orkuöflunar áður
en málið kemur á borð Öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna. Samn-
ingaviðræður hafa verið á milli
Rússlands og Irans um að þeir
fyrrnefndu auðgi úran fyrir írönsk
kjarnorkuver. Iranskir embættis-
menn héldu því fram um helgina
að slíkt samkomulag væri í höfn.
Ólíklegt er að sú verði raunin þar
sem Rússar hafa sett sem skilyrði
fyrir slíku samstarfi að íranir hætti
öllum tilraunum til auðga úran. Ir-
anir taka hinsvegar ekki í mál að
afsala sér þeim rétti en samkvæmt
samningnum um takmarkanir við
útbreiðslu kjarnavopna er ríkjum
Reuters
Mottaki utanríkisráðherra frans á fundi með Toshikiro viðskiptaráðherra Japans í gær. frönsk stjórnvöld leggja mikið kapp þessa
dagana á að tryggja sér stuðning alþjóðasamfélagsins til þess forðast þá einangrun sem kjarnorkuáætlun þeirra gæti haft í för með sér.
heimilt að auðga ákveðið magn af
úrani í friðsamlegum tilgangi.
Deilan um kjarnorkuáætlun
Irana hefur valdið miklum titr-
ingi á alþjóðavettvangi en óttast
er að íranir hyggist koma sér upp
kjarnavopnum og brjóta þar með
samninginn um útbreiðslu þeirra.
íranir hafa fullyrt að kjarnorku-
áætlun þeirra miðist eingöngu við
orkuöflun en efasemdaraddir eru
um friðsamlegan tilgang áætlun-
arinnar þar sem innflutningur
á auðguðu úrani frá Rússlandi
myndi sinna eftirspurn íranskra
kjarnorkuvera . Sérfræðingar á
sviði vígbúnaðar telja að verði ekk-
ert aðhafst gæti það tekið Irani þrjú
ár að framleiða nægjanlegt magn
af úrani til þess þess að smíða eina
kj arnorkusprengj u
Óvíst um samstöðu innan
Öryggisráðsins
Málefni frans og niðurstaða skýrsl-
unnar verður tekin fyrir á fundi
Alþjóðakjarnorkumálastofnun-
arinnar 6. mars næstkomandi. Á
þeim fundi verður tekin ákvörðun
um hvort málinu verður vísað til
Öryggisráðsins, sem hefur heimild
til að grípa til aðgerða gegn stjórn-
völdum í Teheran. Ólíklegt þykir að
samstaða um aðgerðir náist innan
ráðsins. Kínverjar og Rússar eiga
mikið undir góðum samskiptum
við íran, en báðar þjóðir hafa neit-
unarvald innan Öryggisráðsins.
Kínhverjar eru háðir olíu frá Iran og
Rússar þurfa á góðum tengslum við
Teheran að halda til þess að tryggja
áhrif sín á Kákasus-svæðinu.
Misvísandi skilaboð
frá Washington
Á sama tíma og fréttir berast um að
auðgun úrans sé hafin í Iran ferðað-
ist George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, til Indlands, meðal annars
í þeim erindagjörðum að innsigla
samkomulag ríkjanna tveggja um
samstarf um nýtingu kjarnorku
til orkuframleiðslu. Indverjar hafa,
ólíkt Irönum, aldrei staðfest samn-
inginn um útbreiðslu kjarnavopna
og eiga ekki aðild að Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunni. I krafti þess-
arar stöðu komu þeir sér upp kjarna-
vopnum á sínum tíma.
Þrátt fyrir að flestir stjórnmála-
skýrendur séu sammála um að
Bush-stjórninni hafi tekist vel upp
í utanríkisstefnu sinni gagnvart
Indlandi og Pakistan hefur fyr-
irhugað samstarf verið harðlega
gagnrýnt af sumum þingmönnum
demókrata og repúblikana á Banda-
ríkjaþingi. Stjórnin er sögð senda
misvísandi skilaboð til umheims-
ins og grafa undan alþjóðaeftirliti
með útbreiðslu kjarnavopna og
stöðu Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unarinnar - en staða hennar þykir
nógu veik fyrir í liósi hversu langt
Norður-Kórea og Iran hafa komist
með sínar áætlanir. Verið sé að verð-
launa Indverja fyrir framferði sem
Bandarikin vilji fæla aðrar þjóðir
frá. Þessari gagnrýni hefur verið
svarað með því að benda á að íran
á mikilla viðskiptahagsmuna að
gæta í Indlandi og að nánari tengsl
við Bandaríkin muni auka líkurnar
að stjórnvöld í Nýju-Delhi fylgi Vest-
urlöndum að málum í þeirri deilu
sem er risin upp vegna stefnu írana
í kjarnorkumálum.
Fundu Kínveijar upp golfið?
Forn kínversk málverk gætu orðið
til þess að særa þjóðarstolt Skota
og valda jarðhræringum innan golf-
heimsins, en þau sýna kínverska að-
alsmenn við þá iðju að slá bolta með
kylfum í átt að grænni flöt með holu.
Málverkin eru frá 14. öld og eru þau
vatn á myllu þeirra kínversku fræði-
manna sem löngum hafa haldið
því fram að kínverjar hafi fundið
upp golfíþróttina mörgum öldum
á undan Skotum. Fyrst er vitnað til
íþróttarinnar í enskum heimildum
1457 þegar breska þingið að tillögu
Jakobs II bannaði iðkun hennar.
Málverkin koma í fyrsta sinn
fyrir augu almennings í Hong Kong
síðar í mánuðinum í tengslum við
sýningu sem fjallar um frístunda-
iðju kínverska aðalsins fyrr á öldum.
Ásamt málverkunum er til sýnis
handbók sem var gefin út árið 1282,
en í henni má finna reglur og leið-
beiningar um leik sem líkist þeirri
vinsælu íþrótt sem Skotar télja sig
eiga heiðurinn að.
Ortu Ijóð og sungu óperur um golf
Kínverskir fræðimenn hafa gegnum
tíðina talað fyrir daufum eyrum um-
heimsins þegar þeir hafa reynt að
færa sönnur fyrir hinum kínverska
uppruna golfsins. Helsti fræðimaður
þeirra á þessu sviði er Ling Hongling,
prófessor í íþróttafræðum. Ling telur
sig hafa órekjanlegar sannanir fyrir
hinum sanna uppruna golfsins að
sögn blaðsins International Herald
Tribune. Hann bendir á tilvist Ijóðs
frá 11. öld um embættismann sem
kennir dóttur sinni að grafa holu í
jörðu og slá svo kúlu ofan í hana. Auk
þess hefur hann uppgötvað óperu
frá tíundu öld sem ber nafnið „Frá-
sögn um að hitta boltann og skjóta
Mongólska útrásins: Kínverskir fræðimenn halda því fram að Kinverjar hafi fundið upp
goifíþróttina og að hún hafi borist með mongólskum innrásarherjum til Evrópu.
á runnann,“ en hún fjallar um tvo
embættismenn sem eru erkióvinir
og ákveða að gera út um sín mál á
golfvellinum. Ling getur sér til um
að golfið hafi borist til Evrópu með
mongólskum innrásarherjum, þrátt
fyrir að ekki séu til frásagnir um
að Mongólar hafi leikið golf milli
þess sem þeir lögðu undir sig land-
svæði í evrópskum heimildum.
Þrátt fyrir þessar áleitnu vísbend-
ingar um uppruna golfsins láta
Skotar sér fátt um finnast. Mike
Woodcock, hjá styrkarsamtökum St.
Andrews golfvallarins, segir að það
sé óumdeilt að nútímagolf hafi fyrst
verið leikið í Skotlandi og ekkert
muni hagga þeirri staðreynd.
Settu fagmenn í málið...
VAIMTAR ÞIG RAFVIRKJA
Ertu að breyta eða byggja?
Við tökum að okkur:
- Raflagnir í nýbyggingum
- Breytingar og viðhald á hvers kyns raflögnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög
- Sérhæfum okkur í raflögnum skrifstofuhúsnæöa
- Tökum að okkur að leggja loftnetslagnlr, símalagnir og tölvulagnir
- Veitum ráðgjöf við val á raflagnaefni t.d Ijösum og innlagnaefni
Við veitum góða þjónustu á verði sem kemur þægilega á óvart
Rafvirkjar Reykjavíkur
Sími: 511 -2555 • www.rar.is
Leik Hðllin
íþróttanámskeið
2 mánaðs - 6 ára
S:517-7900
»»«.faikhollln.ie