blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 bla6Í6 18 I Hávaöalaust í Hœnuvík Gisting við Patreksfjörð í kyrrlátri paradís utan alfaraleiðar. Annað húsanna sem notað er fyrir gistingu í Hænuvík .Gistingin i Hænuvik flokkast ekki undir bændagistingu en er einka- framtak sem hefur gengið vonum framar', segir Guðjón Bjarnason bóndi í Hænuvík við Patreksfjörð. „Við hjónin byrjuðum með gisting- una fyrir 7-8 árum en á jörðinni eru tvö hús sem við leigjum út. Annað húsið er lítið, byggt um 1940 og er að mestu leyti í upprunalegri mynd þó salernisaðstöðu hafi verið komið upp. Um átta manns geta gist í bænum í einu. Við bæinn er skúr sem notaður hefur verið sem hlaða og síðan bílskúr en ég er að íhuga að gera þarna sérbýli með allri aðstöðu sem tæki þrjá til fjóra gesti. Nær sjónum stendur gamalt stein- steypt verslunarhús frá árinu 1936 en það hefur nú verið tekið í gegn og var tekið í notkun árið 2000. í húsinu er góð hreinlætis- og eldun- araðstaða. Húsið er 20 fermetrar og er svefnloft yfir 2/3 hluta hússins. Þeir sem þarna hafa gist segja þetta algera paradís og sumir ferðalangar koma hingað aftur og aftur." Hvað er fólk að sœkja í hjá ykkur? „Ég hugsa að það séu þeir góðu andar sem eru á svæðinu en svo er náttúran líka falleg og mikið af fal- legum svæðum i nágrenninu ef fólk vill fá sér göngutúr." Guðjón hefur sjálfur merkt gönguleiðir fyrir fólk og er fróður um það sem nágrennið hefur upp á að bjóða því hann er fæddur og uppalinn í Hænuvík. Fólk kemur í fuglaskoðun og aðstoðar við sauðburð ,Það er mest að gera í gistingunni hjá okkur á sumrin og fólk byrjar að koma til okkar i maí til að fylgj- ast með sauðburðinum", en Guðjón er bóndi og stundar m.a. kindabú- skap. „Hérna er einnig mikið fugla- líf og margir sem koma á vorin til að fylgjast með þeim." Guðjón segir að erlendir ferðamenn sæki hann líka heim og tekur sem dæmi þýska konu sem tekin er að venja komur sínar í október og aðstoðar við smalamennsku. Þess má geta að vitinn á Sellátra- nesi er í 1 '/2 km fjarlægð en hann er hæsti minnisvarði á landinu og var reistur til minningar um Ólaf Jóhannesson útgerðarmann á Vatns- eyri en María kona Guðjóns er vita- vörður i vitanum. Náttúruperlurnar Látrabjarg og Rauðisandur eru heldur ekki langt undan og minja- safn Egils Ólafssonar að Hnjóti er einnig skammt undan. í 20 km fjar- lægð er Breiðuvík en þar er rekin ferðaþjónusta og þar er hægt að gera sér dagamun í mat og drykk. „Fjaran hér í Hænuvík er einnig paradís svo það þarf ekki að fara nema rétt útfyrir húsið til að njóta náttúrunnar. Til okkar kemur mikið af barnafólki en krakkarnir una hag sínum vel hérna og liggja hjá heima- lingunum á túninu og njóta nærveru kanínuunga sem eru á bænum." Á svæðinu er háhraðatenging þannig að fólk getur notað tölvur en farsímasamband er aðeins niður við sjó og segir Guðjón marga fegna að njóta kyrrðarinnar utan þjónustusvæðis. hugrun@bladid.net Séö yfir Hænuvík V- Bílaleisubíll í Frakklandi Citroen C2 eða sambaerilegur. Innifalið i leiguverði erlendis: Ótakmarkaður akstur, skattur, tryggingar og afgreiðslugjald á flugvelli - ekkert bókunargjald, ** M.v. 7 daga lágmarksleigu, verð er háð gengi og getur breyst án fyrirvara Bókaðu bílinn heima í síma 461-6010 THE INSTTTUTE OF TRANSPORT AAANAGEMENT (fTM) valdí Nat,onal 5601 bílalelgu j> ársins 2006 bæði í Bretlandi : /Srnti og Evrópu. Þetta er annað árið í röð sem sem þessi ^ 1 ** f heiður hlotnast fyrirtækinu í Bretlandi, en þriðja árið í röð sem National er kosin ii . besta bílaleigan í Evrópu. þínar þarfir - okkar þjónusta Fyrst og fremst i Evropu íma, peninga og fyrirhöfn BILALEIGA AKUREYRAR Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is ** Spánn ** Verðdæmi Bretland 2.115,- 2.285,- ýmis lönd: Danmörk 2,815,- Þýskaland ** 2.050,- Feröast verður meö hinni þekktu Austuriandahraðlest sem er sögusvið frægrar kvik- myndar eftir sögu Agöthu Christie Veisla \nð Miðjarðarhaf í maí verður farið í sannkallaða dekurferð meðAgli Ólafssyniþarsemferðastverðurmeð lystisnekkju og Austurlandahraðlestinni Þegar farið er til útlanda eru margir sem vilja láta dekra og dekstra við sig á alla lund, sama hvert farið er. Lystisnekkjur og Austurlandahraðlestin eru tilvaldur ferðamáti fyrir þá sem kjósa ljúfa lífið enda er það mikill lúxus. Ferðaskrifstofan Príma- Embla stendur fyrir sannkallaðri draumaferð til Rómar, Feneyja, Korsíku og Sardiníu. Stærð hóps- ins verður haldið í lágmarki og Egill Ólafsson tónlistarmaður mun fylgja hópnum. Ferðin stendur yfir í sjö daga, frá ío. maí - 17. maí. Frá íslandi er flogið til London og þaðan til Rómar. Frá Róm er haldið í fljótandi lystisnekkju sem samkvæmt fram- kvæmdastjóra Príma Emblu, Birgi Finnbogasyni, er fljótandi 6 stjörnu lúxushótel. Þar er gist í 50 fermetra svítu i 4 daga og allt er innifalið. Að siglingu lokinni er dvalið næt- urlangt í Rómaborg þar sem hægt verður að fara í skoðunarferðir um borgina. Frá Róm brunar hópurinn með hinni einu sönnu Austurlanda- hraðlest til Feneyja. Þar er dvalið á fjögurra stjörnu hóteli við Markhús- artorgið í 2 nætur áður en flogið er heim á leið. Einkaþjónn og svíta Birgir segir að þessi ferð verði sann- kölluð dekurferð enda verði stærð hópsins haldið í lágmarki. „Egill Ól- afsson fylgir hópnum eftir en hann er stórkostlegur fararstjóri. Ferðin kostar frá 154 þúsund krónum en hægt er að fá uppfærslu í penthouse svítu með svölum og einkaþjóni í lystisnekkjunni. Annars er allt inni- falið í ferðinni utan flutnings til og frá flugvelli og skipi og flugi til London. Ahugi fyrir ferðinni er gríð- arlegur en það er enn hægt að skrá sig,“ segir Birgir að lokum. svanhvit@bladid.net Vinsœlar sérferðir Dekurferðir í Svartaskóg ogferðir til Berlínar ,Við bjóðum upp á fjölda sérferða og má þar nefna leikhúsferðir og ferðir til Þýskalands," segir Lilja Hilm- arsdóttir, fararstjóri hjá Iceland Express. Þá býður Iceland Express upp á golfferðir, borgarferðir, helgar- ferðir og margt fleira. Á heimasíðu félagsins kemur fram að áfangastöðum verði fjölgað í sumar og bætt við ferðum á staði sem flogið er til allt árið. „Núna bjóðum við upp á dekurferðir til Kaupmannahafnar þar sem gist er á góðu hóteli. I vor og sumar verður einnig boðið upp á Berlínarferðir en uppselt er í fyrstu ferðina. Næsta ferð til Berlínar verður frá 27. júlí -1. ágúst en þar verður Hjálmar Sveins- son, útvarpsmaður, leiðsögumaður. I sumar verður einnig boðið upp á dekurferðir fyrir eldri borgara í Svartaskóg í Þýskalandi þar sem gist verður í heilsubæ. Þessi ferð hefur vakið mikinn áhuga og er fólk þegar farið að bóka sig,“ segir Lilja. Hún bætir við að boðið verði upp á mikla Þýskalandsferð frá 27. júlí - 5. ágúst en þar verður m.a. ferðast um fyrrum Austur-Þýskaland. „f ferðinni verður einnig farið á slóðir Goethe og Wagners og endað á því að gista á alpahóteli. Hótelið er uppi í fjöllum á svæði sem tilheyrir Austurríki." hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.