blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaAÍA blaóió_ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 5103700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net „Neikvæð umræða gæti hrakið banka úr landi" Mikil skuldsetningeinkennir íslenskt efnhagslífað mati norrcennafjármálaspekinga. Áframhaldandi neikvœð umræða um íslenskt efnahagslíf gœti hrakið viðskiptabankana úr landi að mati yfirmanns greiningardeildar KB-banka AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Vilja fræða erlenda ökumenn Frá árinu 2000 hafa alls 20 er- lendir ferðamenn farist í um- ferðarslysum hér á landi en það er 13,3% af heildarfjölda þeirra sem fórust í umferðarslysum á sama tímabili. Árið 2004 nam fjöldi látinna og alvarlega slas- aðra 138 og þar af voru erlendir ríkisborgarar 17 talsins eða 12,3% af heildarfjölda. Umferðarstofa í samvinnu við Slysavarnafélagið Lands- björg hefur í Ijósi þessa látið gera fræðslumynd sem ætluð er erlendum ökumönnum svo þeir geti fræðst um þær hættur sem geta fylgt akstri um íslenska vegi. Ætlunin er að dreifa myndinni og bæk- lingum endurgjaldslaust meðal ferðaþjónustuaðila og annarra sem eru í tengslum við erlenda ökumenn. Að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra hjá Umferðar- stofu, er reynsluleysi erlendra ökumanna m.a. í akstri í lausa- möl og við einbreiðar brýr einn helsti orsakavaldur þessara slysa. Þá segir Sigurður það einnig áhyggjuefni hversu bílbeltanotkun sé fátíð meðal þeirra. „Akstur á malarvegum er eitt vandamál. Svo eru menn líka að fara oft full hratt miðað við aðstæður. Þá hefur það sýnt sig að þeir útlendingar sem hafa lent í slysum eru sjaldan í bílbeltum.“ Myndin verður gefin út á fjórum tungumálum, þýsku, ensku, frönsku og spænsku og vonast Sigurður til þess að hún komi til með að hjálpa erlendum ökumönnum við akstur hér á landi. Islenskt viðskiptalíf sætir harðri gagnrýni í umfjöllun erlendra fjölmiðla og fjármálafyrirtækja. í danska blaðinu Jótlandspóstur- inn var sagt frá því í gær að fjár- málastofnanir þar í landi ráðleggi viðskiptavinum sínum að losa sig við íslensk skuldabréf. Danskir og norskir fjármálasérfræðingar eru sammála um að íslenskt hagkerfi standi frammi fyrir alvarlegri efn- hagskreppu.Greiningardeildfjárfest- ingabankans Morgan Stanley segist ekki geta mælt með hlutabréfum í KB-banka að svo stöddu. Verð hluta- bréfa í viðskiptabönkunum þremur féll töluvert í Kauphöllinni i gær. Geysis-hagkerfið Mikið hefur verið fjallað um íslenskt efnhagslíf í Norrænum fjölmiðlum um helgina og í gær. í danska blaðinu Jótlandspósturinn er viðtal við Michael Sandfort, yf- irmann greiningardeildar danska fjárfestingabankans Nykredit, og haft eftir honum að hann geti ekki ráðlagt neinum að lána peninga til KB-banka. I blaðinu er íslenskt hag- kerf kallað „Geysis hagkerfi" sem einkennist af of mikilli almennri skuldsetningu og mikilli áhættu í fjárfestingum. Undir þetta tekur Harald Andreassen, hjá greiningar- deild First Securities, í norska blað- inu Dagens næringsliv og segir hann Islendinga mögulega standa frammi fyrir alvarlegri efnhagskreppu. I skýrslu greiningardeildar fjár- festingabankans Morgan Stanley um íslenska bankakerfið sem kom út í gær er varað við of harkalegum viðbrögðum vegna mögulegrar hættu sem steðji að íslenska fjár- málamarkaðinum. Skýrsluhöfundar telja óhætt að mæla með skulda- bréfum í Landsbankanum og Glitni, áður íslandsbanka, og telja mikil- vægt að fjárfestar geri greinarmun á milli banka og láti ekki dylgjur og orðróm ráða of miklu. Þeir segja KB- banka vera mun áhættusamari kost og benda á að bankinn hafi tekið miklar áhættur í fjárfestingum sínum og eigi enn eftir að sanna sig. Verð hlutabréfa í viðskiptabönk- unum þremur féll töluvert í Kaup- höllinni í gær. Mest féllu bréf í KB-banka um 5,73%. Bréf í Lands- bankanum féllu um 4,85% og í Glitni um 4,17%. EB K B BANKI fmyndarvandamál Islenskir ráðamenn tóku upp hansk- ann fyrir viðskiptabankana í gær en á blaðamannfundi í ráðherrabú- staðnum sagðist Halldór Ásgríms- son, forsætisráðherra, bera fullt traust til íslenskra banka og að það væri margsinnis staðfest að staða þeirra væri traust. Þá sagði Árni Mathiesen, fjármála- ráðherra, að umfjöllun erlendra fjölmiðla um íslenskt hagkerfi vera vafasama og þar væru hugsanlegar Blalil/Stemr Hugi A tveimur jafnfljótum Esjan skartaði sfnu fegursta í blíðviðrinu f gær og skapaði fallegan bakgrunn fyrir hlauparann sem ræktaði Ifkama og sál á leið sinni austur eftir Sæbraut. hættur oft ýktar. Allir fjármálaspekingar sem Blaðið setti sig í samband við eru þó sammála um að í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar muni það reynast ís- lenskum bönkum erfiðara að verða sér úti um lánsfé og eitthvað muni hægjast á fjárfestingum bankanna á erlendri grundu í bili. Þórður Pálsson, yfirmaður grein- ingardeildar KB-banka, segir að áframhaldandi neikvæð umræða um íslenska banka og hagkerfi muni fyrr eða siðar bitna á þeim og gera þeim erfitt um vik. „Ef þessi neikvæða umræða um íslenska hagkerfið heldur áfram getur það haft slæmar afleiðingar. Ef þetta er ímyndarvandamál sem einskorð- ast við ísland og erlendir fjárfestar vilja síður lána íslenskum bönkum þá gæti það jafnvel farið svo að ein- hverjir bankar flytji höfuðstöðvar sínar úr landi.“ Skor^úr á kynníngu Uppfræða verður erlenda fjár- festa um séreinkenni íslensks fjármálmarkaðar til að draga úr neikvæðri umfjöllun að mati Bjarna Ármannssonar, forstjóra GUtnis. Hann telur að umræðan hafi verið mjög einsleit og snúist að neikvæðum þáttum. „Það eru ýmis séreinkenni á mark- aðnum hér sem þarf að útskýra og fara yfir til þess að draga upp heilsteyptari mynd.“ Bjarni segir að þó íslensk heimili séu þau skuldsettustu í Evrópu sé ýmislegt sem vegur á móti. „íslensk heimili er mjög vel sett hvað varðar lífeyris- eignir og svo er Island líklegast ein yngsta þjóðin í Evrópu.“ Bjarni bendir ennfremur á að bæði í skýrslu Morgan Stanley og Creditsight fái Glitnir mjög góða umfjöllun og varast beri að setja alla bankana undir einn hatt.„Viðskiptamódelin eru mjög ólík milli bankanna. Glitnir er t.a.m að fá mjög jákvæða umfjöllun um sína útrás og starf- semi í skýrslu Morgan Stanley og Creditsight og þar mælir Morgan Stanley með kaupum á skuldabréfum í bankanum." VANTAR ÞIG RAFVIRKJA Ertu aö breyta eöa byggja? Vlð tökum að okkur: - Raflagnir í nýbyggingum - Breytingar og viðhald á hvers kyns raflögnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög - Sérhæfum okkur í raflögnum skrifstofuhúsnæða - Tökum að okkur að leggja loftnetslagnir, símalagnir og tölvulagnir - Veitum ráðgjöf við val á raflagnaefni t.d Ijósum og innlagnaefni ' ' - - Viö veitum góöa þjónustu á veröi sem kemur þægilega á óvart Rafvirkjar Reykjavíkur Simi: 511 -2555 • www.rar.is o Helðskfrt (3 Léttskýjað ^ Skýjað 0 Alskýjað Rlgnlng, litílsháttar /// Rigning 9 9 Súld Snjókoma 9 ;fc s Slydda Snjðél Skiir Amsterdam 01 Barcelona 16 Berlín -01 Chicago -02 Frankfurt 03 Hamborg -01 Helsinki -04 Kaupmannahöfn 0 London 05 Madrld 19 Mallorka 14 Montreal 05 New York 13 Orlando 18 Osló 0 París 06 Stokkhólmur -03 Þórshöfn 06 Vín -01 Algarve 19 Dublin 10 Glasgow 08 3° a Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.