blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaAÍA Mannlífi hótað lögsókn vegna vef birtingar símtals Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður athafnamannsins Marks Ashleys Wells, hefur krafist þess af tímaritinu Mannlífi að upptökum af símtölum skjólstæðings hans við ís- lenska fjárfesta verði eytt af vef Mann- lífs (www.mannlif.is). Reynir Trausta- son, ritstjóri Mannlífs, hefur hafnað kröfunum að viðhöfðu samráði við lögfræðing útgáfu tímaritsins og munu upptökurnar standa óhreyfðar ávefnum. Lögmaður Vilhjálms lýsti því yfir að í kjölfarið myndi hann grípa til við- eigandi aðgerða til þess að fá upptök- urnar fjarlægðar og er gert ráð fyrir að hann krefjist lögbanns á næstu dögum. f grein í nýjasta tölublaði Mannlífs er sagt frá Bretanum Mark Ashley Wells, sem veitir „fjölþrepasölufyrir- tækinu' Aquanet World forstöðu, og hermt að fjöldi manns hafi fjárfest í því, en staðið hafi á arðinum. Neðst á forsíðu Mannlífsvefjarins má finna upptökur frá þvf í fyrra þar sem Wells lofar íslenskum fjárfestum einstökum ábata ef þeir leggi fé í fyr- irtækið, en það sagði hann búa yfir einstökum hugbúnaði, sem væri á góðri leið með að verða lykilhlekkur í greiðslumiðlunarkerfi þorra við- skipta heimsbyggðarinnar. A upptökunni má meðal annars heyra Wells lýsa því að 30 milljarða króna fjárframlag „næststærsta banka heims“ sé væntanlegt inn í fyr- irtækið, áður en hann fer fram á frek- ari fjárframlög íslensku fjárfestanna. Á hinn bóginn vildi hann ekki til- greina nánar um hvaða banka var að ræða. Ekkert hefur orðið úr þessum fyrirætlunum enn og munu fjárfestar í Aquanetworld ekki hafa fengið fram- lög sín endurgreidd, líkt og Wells mun hafa heitið. {fréttaskýringu Mannlífs kemur einnig fram að á Kýpur hafi fjöldi manns lagt fé fyrirtækið, sem sagt er píramídafyrirtæki. Friðsamlegur fyrirlestur Bandaríski fræðimaðurinn dr. Michael Rubin hélt í gær fyrirlestur í Odda, hugvísindahúsi Háskóla fslands, um stefnu Bandaríkjastjórn- ar í Miðausturlöndum. Dr. Rubin vann á vegum bandarískra yfirvalda við stefnumótun í þeim heimshluta í aðdraganda hernaðarað- gerða í frak. Andstæðingar þeirra hér á landi boðuðu mótmælaaðgerðir í von um að koma í veg fyrir fyrirlesturinn, en þegar á hólminn var komið létu þeir sér nægja að afhenda fjölrit um fyrirlesarann. Að fyrirlestrinum loknum svaraði dr. Rubin fyrirspurnum áheyrenda og var nokkuð hart að honum sótt, en dr. Rubin svaraði fullum hálsi. Var góður rómur gerður að fyrirlestrinum, sem haldinn var á veg- um Alþjóðastofnunar Háskóla fslands. I/ildarþjónusta fyrirtækja Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH - fyrir þig og fyrirtækiö! spb« 550 2000 | www.sph.is Boðskort láttu okkur sjá um boðskortið fyrir ferminguna 2006 ^ýerminjf www.myndval.is Álfabakka 14 - s. 557 4070 myndval@myndval.is Múrar reistir utan um neyt- endur á fjarskiptamarkaöi OgVodafone býður ókeypis símtöl heimasíma og svara Símans er talið ekki langt að bíða. Sérfrœðingar telja þó að þessir múrar muni ekki standa lengi. Að undanförnu hafa talsverðar hrær- ingar verið á íslenskum fjarskipta- markaði, stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, Síminn og Dagsbrún, hafa stækkað verulega, fjárfest, aukið þjónustu og teygt sig nær viðskipta- vininum á marga lund. Um leið hefur mörgum þótt sem múrarnir milli fyrirtækjanna verði æ hærri og tilboðin til neytenda hafa þótt bera æ meiri merki afarkosta. Forsmekk- inn fengu menn í deilum fyrirtækj- anna um dreifingu á íþróttarefni og nýjasta útspilið hjá OgVodafone er að viðskiptavinir þess geti hringt ótakmarkað í heimasíma innan- lands, svo framarlega sem þeir eru með alla þjónustu hjá þeim. Heimildir Blaðsins herma að þess verði ekki langt að bíða að Síminn svari þessu tilboði OgVoda- fone. Tæpast verður tilboðið með nákvæmlega sama sniði, enda er Utanríkisráðherra í Danmörku mbl.is | OpinberheimsóknGeirs H. Haarde, utanríkisráðherra, til Danmerkur hófst í Kaupmanna- höfn í gær. Geir átti m.a. íúnd með Per Stig Moller, utanríkisráðherra, gekk á fúnd Margrétar Danadrottn- ingar og heimsótti danska þrngið. Þeir Geir og Stig Moller ræddu bæði alþjóðamál og samskipti land- anna. Geir sagði í samtah við Fréttavef Morgunblaðsins að fundurinn hefði verið langur og gagnlegur. Þeú hefðu rætt skopmyndamálið, stöðuna í Irak og framboð íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Einnig bar útgáfú á íslensk-danskri orðabók á góma, endurnýjun loftferðarsamnmgs á milli íslands og Danmerkur og fleira. „Þetta var mjög góð og almenn umræða, en á heildina htið lá það í loftinu að okkar á milh þá eru eiginlega engin vandamál og sam- starf á milh landanna er mjög gott,” sagði Geir að loknum fúndmum. Á morgun er fyrirhuguð heimsókn í flotastöðina í Korsor og í Vejstrup ungdomsskole. Þá verður snæddur hádegisverður í Valdemarshöllinni og að því búnu verður fúndað með utanrfldsmálanefnd danska þingsins Síminn brenndur af úrskurði Sam- keppnisyfirvalda fyrir nokkrum árum, þegar honum var meinað að gera notendum tilboð, sem nefnt var ,Allt á sama stað“, en vegnayfirburða- markaðsstöðu sinnar þótti ófært að Síminn gerði samkeppninni svo erf- itt fyrir. Hins vegar er álitamál hvort samkeppnisyfirvöld myndu komast að sömu niðurstöðu nú í ljósi tilboðs OgVodafone. Líklegast er þó talið að Síminn munibjóða nokkrar tegundir tilboða til þess að auka viðskiptatryggðina, en geri ekki að skilyrði að öll þjón- usta verði keypt hjá þeim. „Fólki hentar mismunandi fyrirkomulag á þessu,“ segir stjórnandi hjá Sím- anum. „Sumir vilja helst ekki greiða neitt fastagjald og stilla notkun í hóf, meðan aðrir kjósa hærra fastagjald en með meiri notkun innifalinni. Síminn hefur náð að gera þessum hópum báðum til hæfis og heldur því sjálfsagt áfram.“ En þrátt fyrir að viðskiptamúr- arnir virðist fara hækkandi eru menn ekki trúaðir á að þeir haldi til lengdar. „Það er nú eðli múra að þeir halda misvel og allir hrynja þeir að lokum,“ segir viðmælandi Blaðsins. Minnt er á að samningar um dreif- ingu milli kerfa séu langt komnir og er talið að þeir gangi eftir á næstu dögum, þó neytendur muni sjálf- sagt ekki njóta þeirra fyrr en undir sumar. „Þessi kaupfélagsstefna, að eiga allt til alls og vera í endalausri vöruskiptaverslun þar á milli mun tæpast ganga betur í dag en hún gerði hér áður fyrr,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Símanum. Segir hann engan veginn nauðsynlegt fyrir sím- fyrirtækin að eiga alla þjónustuna, sem þau dreifi. SgS Reykjavíkurborg OPINN FUNDUR íþrótta- o'g tómstundaráó boðar til opins fundar í félagsheimili Knatt- spyrnufélagsins Víkings vió Stjörnugróf miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 17:30. Kynntar veróa tillögur aó skipulagi íþróttasvæóis Víkings og fyrirhugaóar framkvæmdir vió gervigrasvöll. íþrótta- og tómstundaráð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.