blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 18
18 I FJÖLSKYLDAN ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MaöÍA Stœrðfrœði- snillingarnir Louise Harris ásamt tvíburum sínum:„Það er örlítið skrýtið að venjast þvf hvað fjölskyldan er allt i einu orðin stór." Erfiðar og tímafrek- ar verslunarferðir Louise Harris gagnrýnir stórmarkaði fyrir að vera ekki með innkaupakerrur með sæti fyrirfleiri en eitt barn enda á hún þrjú börn og verslunarferðir geta orðið ansiflóknar. Nú stendur yfir skemmtilegt verkefni sem Alcan á íslandi hefur hleypt af stokkunum og er ætlað að auka stærðfræðiáhuga n þúsund barna sem fædd eru á ár- unum 1997,1998 og 1999. Ef farið . er inn á síðuna www.alcan.is þá geta börnin leyst nokkrar stærð- fræðiþrautir en leikurinn ber heitið Stærðfræðisnillingarnir. Samkvæmt Hrannari Péturssyni, upplýsingafulltrúa Alcan á íslandi hafa nú þegar 2400 börn sent inn svör en leikurinn stendur til 17. mars. ,Við erum alveg himin- lifandi með þátttökuna. Það var búið að segja okkur að við gætum verið ánægðir með 10% þátt- töku en hún er orðin 25% og enn nokkrir dagar eftir.“ Þann 17. mars verður dregið úr réttum innsendum lausnum og 500 heppin börn fá sendan margmiðlun- ardiskinn Tívolí tölur frá Kennslu- forrit.is. Tívolí tölur var upphaflega amerískur margmiðlunardiskur og fékk fjöldamörg verðlaun ytra en hefur nú verið íslenskaður. Auk þess fá öll börn sem taka þátt í Stærð- fræðisnillingunum gjöf í viðurkenn- ingarskyni fyrir þátttökuna. Dropinn holar steininn Hrannar segir að hugmyndin að leiknum hafi komið þegar kennslu- efnið Tívolí tölur hafi orðið á vegi þeirra. „Okkur langaði að styrkja gerð þessa efnis. 1 staðinn fyrir að gera það beint þá datt okkur í hug að efna til þessa leiks og stuðla að því að börn fengju j á k v æ ð a upplifun af stærðfræði en oft er talað um að börn séu áhugalaus um fagið. Við erum vitanlega fyrirtæki sem þarf mikið á því að halda að raungreina- þ e k k i n g sé góð og mikil. Þó þetta einstaka verkefni geri ekki kraftaverk þá verður það kannski til þess að ungir og ómót- aðir hugar verða jákvæðari gagnvart faginu. Vitanlega ætlumst við ekki til að allir verði stærðfræðingar þegar þeir alast upp en dropinn holar steininn.“ Louise Harris hefur búið á íslandi í níu mánuði og er himinlifandi með land og þjóð. Sérstaklega er hún ánægð með hve barnvænt íslenskt samfélag er. Hins vegar kom það henni á óvart að henni reynist aldeilis ómögulegt að versla með börnin sín þrjú vegna skorts á svokölluðum tvíbura-inn- kaupakerrum. Hún þarf því að skipuleggja verslunarferðir sínar í kringum vinnu eiginmannsins auk þess sem hún þarf jafnan að ýta bæði kerru og innkaupakerru í verslunarferðum sínum. Louise á fimm mánaða tvíbura og þriggja ára son. „Það getur verið mjög erfitt að fara að versla og í raun- inni er ekki möguleiki fyrir mig að fara með öll börnin. Yfirleitt tek ég bara tvíburana með mér í búðir og þá sitja þeir í kerrunni og ég dreg innkaupakerruna á eftir mér,“ segir Louise. „Reykjavík er mjög barnvæn borg miðað við London en samt sem áður er mun auðveldara að finna innkaupakerrur með tvö sæti í stór- mörkuðum í London. Slíkar kerrur eru nefnilega ekki bara fyrir tví- bura heldur eru þær líka nýttar af foreldrum sem eiga tvö börn á svip- uðum aldri.“ Stór tjölskylda Louise fer fögrum orðum um Island og samfélagið hér en segist hafa verið annað hvort ólétt eða með ungabörn síðan hún kom til lands- ins og því ekki getað skoðað landið. Hún hrósar sérstaklega heilbrigðis- kerfinu og segir að það hafi verið yndislegt að fá tækifæri til að hvíla sig á spítalanum eftir fæðingu tví- buranna sem er ólík reynslu hennar af fæðingu frumburðarins. „Þegar ég eignaðist tvíburana voru fimm aðrar konur að eignast tvibura á sama tíma. Það er því án efa næg eft- irspurn eftir innkaupakerrum með fleiri en eitt sæti. Þegar ég versla þá kaupi ég mikið af bleyjum og öðrum stórum umbúðum og versla jafnan mikið í einu enda stór fjölskylda," segir Louise og hlær. „Það er ör- lítið skrýtið að venjast þvi hvað fjöl- skyldan er allt í einu orðin stór.“ Hleyp eftir því sem þarf „Ég reyni að fara ein að versla en það er ekki alltaf auðvelt fyrir mig. Mað- urinn minn vinnur stundum heima við og því reyni ég að skipuleggja verslunarferðir mínar í kringum hann. Oft tek ég tvö barnanna með mér og þá þarf ég oft að skilja annað hvort innkaupakerruna eða kerr- una eftir einhvers staðar i búðinni og hlaupa eftir því sem ég þarf. Versl- unarferðin verður því töluvert erfið- ari auk þess sem hún tekur lengri tíma,“ segir Louise og bætir við að verslunarferðin verði enn erfiðari ef eitthvert barnanna fer að gráta. „Ef það gerist þá neyðist ég til að stoppa í miðri versluninni enda get ég ekki haldið á barni auk þess að ýta inn- kaupakerru og kerru. Það væri því líkt og draumur að þurfa einungis að vera með eina innkaupakerru og geta haldið á barninu líka.“ Nýjar kerrur væntanlegar Louise segist hafa spurst fyrir bæði hjá Hagkaup og Bónus hvort ekki sé mögulegt að kaupa svona kerrur og samkvæmt Gunnari Inga Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Hagkaupa, verður það gert mjög fljótlega. „Við vorum með svona kerrur fyrir ein- hverju síðan en það er kominn tími til að fjárfesta í nýjum og það verður gert sem fyrst.“ svanhvit@bladid. net 99 Oft tek ég tvö barnanna með mér og þá þarfég oft að skilja annað hvort innkaupakerruna eða kerruna eftir einhvers staðar í búðinni og hlaupa eftir því sem égþarf. Verslunarferðin verðurþví töluvert erfiðari auk þess sem hún tekur lengri tíma ALLT UM FERMINGAR Miðvikudaginn 15.mars Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Danielsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Á síðunni www.alcan.is má finna skemmtilegan stærðfræðileik fyrir börn sem eru fædd á árunum 1997,1998 og 1999 geta tekið þátt í.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.