blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 1
Friálst, óháð & ókeypisl 60. tölublað 2. árgangur þriðjudagur 14. mars 2006 ■ MENNTUN Starf djákna er marg- brotið | SfÐA 21 ■ NEYTENDUR Betra að safna fyr- ir hlutunum i stað þess að taka lán wDí; »*»»»«*»• SÍÐA12 SKIÐASVÆÐIN OPIÐ í DAG S. 530 3000 www.skidasvaedi.is ■ FJÖLSKYLDAN Tvíburaforeldrar eiga erfitt með innkaup Bjór í krananum Haldis Gundersen sem býr í Kristi- ansund í vesturhluta Noregs rak upp stór augu um helgina þegar hún skrúfaði frá krananum í eldhús- inu og í stað vatns flæddi út bjór. „Ég skrúfaði frá vatninu til að þvo upp hnífana og gafflana og þá streymdi bjór úr krananum. Við vorum auðvitað himinlifandi," sagði Haldis. Bjór er mjög dýr í Noregi og eru það sennilega íslendingar einir þjóða sem borga meira fyrir mjöðinn. Haldis kvaðst hafa bragðað á bjórnum og sagði hann hafa verið undarlegan á bragðið og án froðu. Nánari rannsókn leiddi í Ijós að bjór flæddi úr öllum krönum í íbúðinni, að því er sagði í frétt Stavanger Aftenblad. í ljós kom að mistök höfðu átt sér stað á bar sem er á jarðhæð- inni í sama húsi en íbúð Haldisar er á þeirri þriðju. I stað þess að tengja bjórtunnu við réttan krana á barnum hafði maðurinn sem hafði það verk með höndum afrekað að tengja bjórnámuna inn á pípulögn Haldisar. Og á barnum á neðri hæðinni fengu menn aðeins vatn úr bjórtunnunum. „Ef þetta gerist aftur ætla ég að panta mér einn Baileys," sagði Haldis. BlaÖiÖ/SteinarHugi Líf og fjör við Lágafellsskóla Nemendur í Lágafellsskóla f Mosfellsbæ skemmtu sér konunglega við snjókast í gær enda hafa fá tækifæri gefist til að iðka það að undanförnu. Krakkarnir tóku ljósmyndara Blaðsins fagnandi og þótti honum því ráðlegast að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Snjórinn fer nú minnkandi á höfuðborgarsvæðinu og því er spáð að í dag muni hlána eftir stuttan kuldakafla. Reuters Fílarnir skreyttir á Indlandi Indverskir karlar strá litarefni yfir fflana í Gourama-þjóðgarðinum á Indlandi. Þar er nú nýhafin árleg hátfð til að fagna vorkomunni og mælir hefðin fyrir um að fílarnir skuli einnig skreyttir af því tilefni. Bush blæs til gagnsóknar Forsetinn bregst við vaxandi efasemdum um gang mála í írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti hóf í gær gagnsókn vegna vaxandi efasemda vestra um gang herfar- arinnar í Irak. Forsetinn flutti þá fyrstu ræðu sína af mörgum sem skipulagðar hafa verið á næstu vikum f þeim tilgangi að sannfæra almenning í Bandaríkjunum um að stjórnvöld hafi markað stefnu sem fallin sé til að tryggja sigur í hryðjuverkastríðinu. Ræðuna flutti Bush í George Wash- ington-háskóla í höfuðborginni. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gætir vaxandi ókyrrðar í herbúðum forsetans vegna slakrar stöðu hans samkvæmt skoðanakönnunum. Sí- fellt fleiri lýsa yfir óánægju vegna framgöngu forsetans í embætti og þeim fækkar stöðugt sem trú hafa á því að herförin til Iraks skili tilætl- uðum árangri. Senn eru þrjú ár liðin frá innrás- inni í írak og telja ýmsir fréttaskýr- endur sýnt að forsetinn geti ekki annað en brugðist til varnar nú þegar vaxandi efasemda gætir um stefnu hans. Þingkosningar verða í Bandaríkjunum í haust og hafa ýmsir þingmenn repúblíkana sýnt forsetanum aukinn mótþróa á síð- ustu mánuðum. Bush sagði í útvarpsávarpi sem hann flutti um liðna helgi að stefna Bandaríkjamanna í írak væri skýr. Uppreisnarmenn þar yrðu sigraðir og þjálfaður yrði upp hæfur íraskur herafli. Um 240.000 írakar hafa nú fengið herþjálfun og fullyrti forsetinn að liðsaflinn hefði tekið „miklum framförum“. Forsetinn hefur á hinn bóginn gætt þess í ræðum sínum að und- anförnu að lýsa yfir skilningi á því að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af gangi mála í írak. Var fullvíst talið að það myndi hann endur- taka í ræðunni í gær. Samkvæmt nýrri könnun telja fjórir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum að átök trúarhópa í íraki muni geta af sér borgarastyrjöld. Að sögn bandarískra embætt- ismanna mun forsetinn í ræðum sínum á næstu vikum reyna að sannfæra bandarísku þjóðina um að herförin í Irak sé órjúfanlega tengd öryggi Bandaríkjanna. Þau Dick Cheney varaforseti og Condole- ezza Rice utanríkisráðherra munu einnig halda miklar ræður á næstu dögum en þann 20. þessa mánaðar verða þrjú ár liðin frá því Banda- ríkjamenn og Bretar réðust inn í írak.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.