blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaAÍÖ Vectavir krem er áhrifarikt lyf til meóferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlaö fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Beriö Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið a rétt fyrir svefrt og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúénsu eða i mikilli sol (t.d. á skíöum). Ekki á aö nota lyfiö ef að áður heíur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða óðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar. verkir minnka og smittimi styttist. Vectavir kremiö 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki na til né sjá. _____ penci jcíövil'- Vecta FRUNSUKREM Vectavir verkar frá byrjun einkenna og einnig á blöðrur. Haföu samband ELTAK Siðumúia 13, sími 588 2122 www.eltak.is Rúta og fólksbíll skullu saman Alvarlegt bílslys varð við gatnamót Sæbrautar og Súðavogs um hádegisbil í gær. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild og var líðan hans sögð eftir atvikum. Loka þurfti Sæbrautinni um tíma vegna slyssins. <v>Lyf&heilsa Við hlustum! Samþykktu sameiningu Ibúar Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu sem fram fór á sunnudaginn. Sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögum með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og mun hún því taka gildi að afloknum sveitarstjórn- arkosningum þann 27. maí næstkomandi. fbúar í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi munu verða um 500 talsins. Leiðréttur A-listi Röð efstu manna A-listans í Reykjanesbæ vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor var ekki rétt í frétt Blaðsins í gær. Rétt er að Guðbrandur Einars- son, bæjarfulltrúi og formaður Verslunarfélags Suðurnesja, er í fyrsta sæti. Út datt hins vegar nafn Eysteins Jónssonar sem verður í öðru sæti. í því þriðja verður Sveindís Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi en Ólafur Thorder- sen bæjarfulltrúi vermir það fjórða. vo<;kr Eltak sérhætlr sig í sölu og þjónustu á vogum Austurstræti • Austurveri • Domus Medica • Firði, Hafnarfiröi • Fjarðarkaupum Glæsibæ ■ Hamraborg Kópavogi • JL-húsinu • Kringlunni 1 .hæð • Kringlunni 3.hæö Melliaga • Mjódd • Mosfellsbæ ■ Salahverfi ■ Eiðistorgí • Hellu • Hveragerði ■ Hvolsvelli Kjarnanum Selfossi • Vestmannaeyjum ■ Þorlákshöfn ■ Dalvík ■ Glerártorgi Akureyri Hrísalundi Akureyri • Ólafsfírði • Akranesi ■ Keflavík Anægja með skattaumbætur Tillögur sem fjármálaráðherra kynnti í gær og er ætlað að koma fyrirtækjum á sviði rannsókna, þró- unar og nýsköpunar til góða eru skref í rétta átt að mati Jóns Stein- dórs Valdimarssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Koma nýsköpunarfyr- irtækjum til góða Fjármálaráðherra ákvað í gær að lækka skatta hjá nýsköpunarfyrir- tækjum. Það verður gert með því að þau fyrirtæki sem byggja á nýrri tækniþekkingu fá virðisaukaskatt- inn endurgreiddan í 12 ár, en ekki í 6 ár eins og hingað til hefur tíðkast. Einnig lagði ráðherrann til breyt- ingar á lögum um tekjuskatt þess efnis að samlagahlutafélög teljist ekki lengur sjálfstæður skattaðili nema eftir því sé sérstaklega óskað. .1 tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að með þessari breytingu hafi samlagshlutabréfaformið verið vakið til lífsins og skapi það grund- völl fyrir lífeyrissjóðina að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum án þess að skattskylda myndist hjá þeim. Nefndin vinni hratt og vel í þriðja lagi var ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á reynslu annara þjóða af að veita fyrirtækjum sem stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun, ríkisstyrki í formi sértækra skatta- ívilnana. „Þessar tillögur eru mjög í samræmi við það sem við erum búnir að vera að tala fyrir,“ segir Jón Steindór. Hann segir þó að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um það sem samtökin hafa mest verið að tala fyrir, það er að segja, ríkisstyrki í formi skattaívilnana til handa fyr- irtækjum sem stunda rannsóknir og þróun. „Það mál var sett í nefnd en það er samt sem áður merki um að stjórnvöld vilji skoða það af alvöru. Við vonum bara að sú nefnd vinni hratt og vel.“ Lögreglan kem ur af fjöllum Yfirmenn í lögreglunni kannast ekki við að það sé víðtækur vandi hér á landi að fíkniefnasalar sæki í að starfa með börnum og ung- lingum með það að augnamiði að selja þeim fíkniefni. Frumvarp til nýrra laga um æskulýðsmál hefur verið nokkuð í umræðunni að und- anförnu. Nái frumvarpið fram að ganga verður þeim sem sækjast eftir því að starfa með börnum og ung- lingum að æskulýðsmálum gert að skila inn sakavottorði með umsókn sinni til þess að sýna fram á að þeir hafi ekki hlotið refsidóm vegna innflutnings, dreifingu eða sölu á ávana- og fíkniefnum. Víðtækur vandi? Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins var formaður nefndar- innar sem samdi frumvarpið. Þegar Blaðið innti hana á dögunum eftir ástæðu þess að þessari kröfu um sakavottorð var bætt inn í frum- varpið sagði hún að í starfi nefnd- arinnar hefði komið fram að fíkni- efnasalar sæktust eftir því að starfa að æskulýðsmálum. Þegar Blaðið innti framkvæmdastjóra Lands- sambands æskulýðsfélaga eftir áliti sínu á þessari staðhæfingu sagðist hann hafa heyrt orðróm þessa efnis í gegnum árin án þess að hafa fengið hann staðfestan. 1 grein eftir Ástu Möller í Blaðinu í gær segir hún frá því að einmitt svona mál hafi komið upp hjá stóru íþróttafélagi á höfuðborgarsvæð- inu. „í samtali mínu við manninn kom fram að í kjölfar þessa hefði íþróttafélagið leitað til lögreglu til að fá betri þekkingu á þessum málum. Það hefði komið honum og öðrum í stjórn íþróttafélagsins á óvart hversu víðtækur þessi vandi er,“ segir í grein Ástu. Kannast ekki við málið Blaðið hafði í gær samband við Hörð Jóhannesson, yfirlögreglu- þjón í Reykjavík og spurði hann út í þennan vanda. Hörður sagðist ekki kannast við að þetta væri algengt vandamál. Hann hafði samband við yfirmann fíkniefnadeildarinnar sem hafði sömu sögu að segja. „Við könnumst ekkert við þetta mál. Sá sem heldur þessu fram hlýtur að byggja það á einhverri athugun og það er þá eitthvað sem okkur er ekki kunnugt um.“ Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Golfmót Camus á Hótel Örk .cv - Fyrirtæki - Vinahópar - Félagssamtök Setjið upp ykkar eigið golfmót í vor og sumar. Séu keyptar veitingar á Hótel Örk spilar hópurinn frítt á Arkarvellinum, og fær 50% afslátt af vaUargjöldum á Gufudalsvelli. Hafið samband, fáið senda matseðla, og pantið dagssetningu fyrir hópinn ykkar. Mælum sérstaklega með grilli við sundlaugarbakkann. Frítt inn á sundlaugarsvæðið fyrir allan hópinn. Sundlaug, jarðgufubað, pottar og vatnsrennibraut. Tilvalið að bjóða mökum og bömum með í góða dagsskemmtun. Sé gist falla niður vallargjöld á Gufudalsvelli. Vinningar í boði Camus og Hótel Örk. Fjöldi vinninga fer eftir fiölda þáttakenda. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 4834700 Hótel Örk * www.hotel-ork.is * info@hotel-ork.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.