blaðið - 14.03.2006, Síða 22

blaðið - 14.03.2006, Síða 22
22 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MaöÍA SKYNDIPRÓFIÐ Marsfár í bandarískum körfuknattleik Úrslitakeppni háskólakörfuboltans hefst áfimmtudag og má búast við sannkallaðri veislu. Ferguson við með sóknina Alex Ferguson, stjóri Manchester Un- ited, segir að liðið sé loksins að verða jafn gott sóknarlega og . — þaðvarárið 1999þegar það vann þrennuna «1. _ miklu. „Með Wayne Rooney, Ruud van Ni- mw r stelrooy, Louis Saha og hinn unga Gius- I eppe Rossi í fantagóðu A|ex Ferguson formi erum við að na því markmiði sem við höfum stefnt að lengi,“ sagði Ferguson. „Louis hefur þjáðst af erfiðum meiðslum en verið þolinmóður og nú er hann að uppskera,“ bætti hann við. Hollendingurinn Nistelrooy hefur fengið að verma varamannabekkinn í undanförnum leikjum á kostnað Saha og ganga þær sögur fjöllum hærra að hann vilji yfirgefa liðið. Hefur Tottenham verið nefnt sem lík- legur áfangastaður en þar er landi Ni- stelrooy, Martin Jol, við stjórn. Fergu- son gerði lítið úr þessum orðrómi og sagði að hjá United ríkti heilbrigð samkeppni um stöður sem gerði lið- inu ekkert nema gott. í marsmánuði ár hvert herjar mikið körfuknattleiksfár á Banda- ríkjamenn sem tilkomið er vegna úrslita í NCAA háskólakeppninni í körfuknattleik. Vestra tala menn iðulega um „March madness." 64 lið leika í úrslitunum en þau fara fram með útsláttarfyrirkomulagi og tekur keppnin 19 daga. Fyrir þá sem þekkja til bandarísks háskólakörfu- knattleiks og hafa fylgst með keppn- inni er þetta algjör sælumánuður fyrir körfuknattleiksunnendur. í efstu deild NCAA eru um 230 lið sem leika í 31 riðli. í upphafi keppnis- tímabilsins etja lið úr mismunandi riðlum kappi og mæta jafnvel liðum úr neðri deildum. 1 desembermán- uði hefst svo riðlakeppnin en henni lýkur í byrjun mars. Á þessu tíma- bili leika liðin um 30 leiki. Flest liðin sem vinna sinn riðil öðlast sjálfkrafa þátttökurétt í úr- slitakeppninni. Þetta gera þau ann- aðhvort með því að vera efst í sínum riðli, eða með því að vinna helgar- úrslitakeppni þar sem liðið í 1. sæti mætir liðinu í 8., 7. sæti mætir 2., og svo koll af kolli. Valnefnd raðar upp leikjafyrirkomulagi Sérstök valnefnd velur síðan um 35 lið til viðbótar eftir frammistöðu sinni á keppnistímabilinu til að taka þátt i úrslitakepnninni. Þessi val- nefnd lýkur störfum sínum sunnu- daginn 12. mars. Nefndin styrkleika- raðar liðunum þannig að sterkasta liðið leikur við lakasta liðið og svo framvegis. Einnig er betri liðunum umbunað með því að þurfa að ferð- ast styttri vegalengdir á keppni- stað. 1 ár valdi valnefndin lið Duke, Memphis, Villanova og Connecticut í fyrsta styrkleikaflokk 1 keppninni í ár eru fjölmargir at- Shelden Williams hjá Duke-háskóla þykir með efnilegri leikmönnum Bandaríkjanna. hyglisverðir leikmenn. Áhugavert verður að fylgjast með mönnum eins og Adam Morrisson (Gonzaga), J .J. Redick (Duke), Shelden Williams (Duke), Gerry Mcnamara (Syracuse), Mike Gansey (West Virginia) og Ke- vin Pittsnogle (West Virginia). Fimmtudaginn 16. mars hefjast 64-liða úrslitin með 16 leikjum og lýkur þeim daginn eftir. Um helg- ina klárast síðan 32-liða úrslitin og verða 16-liða úrslitin leikin fimmtu- daginn þar á eftir. Stefán Arnarson Michael Ballaek 1. Hvers vegna lék hann ekki úrslitaleik Þýskalands gegn Brasilíu á HM 2002? 2. Hvað lið yfirgaf hann árið 2002 fyrir Bayern Munchen? 3. Hvað er hann gamall? 4. Hver stýrði þýska landslið- inu þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 1999? 5. Hvert er gælunafn kappans? Dnog -s 'paqqig tpiig t '{9C6o'6z ■/) oip 61 ’f ‘uxnqmDi istog 1 '/uiwijyB; j m uuon Johnstone látinn Goðsögnin Jimmy Johnstone, sem gerði garðinn frægan með Celtic á sínum tíma, lést í gær eftir langa baráttu við taugasjúkdóm. Johnston var lykilmaður Celtic þegar það varð fyrsta knattspyrnufélagið frá Bretlandseyjum til að vinna Evrópu- keppni bikarhafa árið 1967. Johnstone skoraði yfir 100 mörk fyrir félagið, lék 23 landsleiki fyrir Skotland og árið 2002 var hann kjörinn besti leikmaður Celtic fyrr og síðar af stuðningsmönnum. Jock Stein, sem stýrði Celtic þegar það vann Evrópubikarinn, lýsti því eitt sinn yfir að Johnstone væri í hópi allra bestu leikmanna sögunnar og hann hefði t.a.m. verið mun hæfileika- ríkari en Stanley Matthews. Johnstone greindist með tauga- sjúkdóminn árið 2001. Frá þeim tíma hafði hann verið ötull stuðn- ingsrnaður stofnfrumurannsókna og varið miklum fjármunum til rannsókna þeim tengdum. LENGJAN LEIKIR DACSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Espoo Blues - TPS Ábo 1,80 3,90 2,30 Tappara - HIFK 1,70 4,10 2,40 Greuther Fúrth - Aachen 2,10 2,65 2,55 Brynás - V.Frölunda 2,95 3,10 1,70 Mora - HV 71 2,95 3,10 1,70 Gratkorn - Karnten 1,90 2,75 2,80 LASK - Schwanenstadt 1,35 3,35 4,75 Leoben - Kapfenberg 1,70 2,85 3,25 Scunthorpe - Hartlepool 1,80 2,80 3,00 Brechin - St. Mirren 5,15 3,50 1,30 Forfar - Raith 2,15 2,60 2,50 Preston - Ipswich 1,65 2,90 3,35 Colchester - Swansea 1,90 2,75 2,80 Manchester City - Aston Villa 1,80 2,80 3,00 Rotherham - Oldham 2,50 2,60 2,15 Macclesfield - Wrexham 2,00 2,70 2,65 Rochdale - Grimsby 2,50 2,60 2,15 Exeter - Stevenage 1,90 2,75 2,80 Southport - Hereford 3,50 2,95 1,60 Inter - Ajax 1,25 3,65 5,70 Drogheda Utd. - Portadown 1,80 2,80 3,00 Minnesota - Edmonton 1,95 3,35 2,30 Nashville - Vancouver 1,80 3,50 2,45 Toronto - Boston 1,85 3,45 2,40 / BALUCK í Reuters Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack snýr baki við Miinchen og horfir til Lundúna. Mourinho dreymir um Ballack Segir að með Ballack og Lampard innan- borðsfái ekkert stöðvað Chelsea Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur játað að draumur hans sé að fá Mi- chael Ballack til liðsins og mynda þar með draumapar á miðjunni, sem samanstæði af þýska snillingnum og Frank Lampard. Samningur Ball- acks við Bayern Munchen rennur út í maí og er næsta víst að hann muni reyna fyrir sér á annarri grundu á næsta tímabili. „Þetta er einfalt, ég vil fá hann til mín. Hann hefur sagst þurfa tíma til að hugsa málið og ég virði það að sjálfsögðu. En boltinn er hjá honum,“ sagði Mourinho og bætti við að hann teldi Ballack einn fremsta knattspyrnumann heims. „Hann er fluggáfaður, teknískur með af- brigðum og skorar í tugavís. Að mínu mati er Frank Lampard eini leikmaðurinn sem stendur Ballack jafnfætis að getu.“ Manchester United, Inter Milan og Real Madrid hafa einnig verið orðuð sterklega við kappann en lang- líklegast þykir að Ballack fái laun sín greidd í Rússagulli frá og með sumri. Skeytín inn Sol Campbell og Robin van Persie, leikmenn Arsenal, eru óðum að jafna sig af meiðslum sem hafa hrjáð þá og munu þeir að öllum lík- indum spila æfingaleik í dag. Camp- bell hefur verið meiddur á ökkla en van Persie þjáist af þrálátum tá- meiðslum. Tvíeykið hefur misst af síðustu átta leikjum liðsins eða allt frá því Arsenal tapaði fyrir West Ham þann 1. febrúar síðastliðinn. Arsenal tekur á móti Juventus í fjórðungsúrslitum Meistara- deildarinnarþann 28. mars næst- komandi og þá á liðið einnig í harðri baráttu við erkifjendurna í Tottenham um fjórða sætið í deildinni. Jose Reina, markvörður Li- verpool, segir liðið þurfa á sóknarmanni áþekkum Thierry Henry að halda. Franski landsliðsmaðurinn var arkitekt- inn að 2-1 sigri Arsenal á Rauða hernum á High- bury á laugar- dag og skoraði bæði mörk liðsins. „Henryvarallt í öllu í leiknum og er algjör lyk- ilmaður Arsenal. Með svona mann innanborðs er lið til alls líklegt,“ sagði Reina, en marka- þurrð Liverpool hefur verið með eindæmum í vetur. Hefur stjór- inn Rafa Benitez enda krafist þess að fá fúlgur fjár til að fjár- festa í skæðum sóknarmanni. Snörtur frá Kópaskeri hefur hætt við þátttöku í 3. deild karla í knattspyrnu. Snörtur hefur sent lið til keppni undanfarin þrjú ár en sökum manneklu sáu Snartarmenn hag sínum best borgið með fyrr- greindum hætti. Liðið leikur þó eftir sem áður í deildarbikar KSl og í bikarkeppninni. 1 stað Snartar var lið Snæfells samþykkt til keppni og munu þeir að óbreyttu leika í C riðli. Á fundi KSl var einnig ákveðið að áður útgefin riðlaskipting yrði endurskoðuð, að ósk félaga frá Austurlandi. Fernando Alonso segist telja að Formúlan í ár verði afar jöfn og spenn- andi og að fjö ’ " " ’ um titilinn. Það væru Renault, Ferr- ari, McLaren og þá gæti Honda einnig blandað sér í baráttuna. ÞeirAlonso, Michael Schumacher og Kimi Ráikkonen voru allir jákvæðir þegar þær ræddu við blaðamenn eftir kappaksturinn í Barein og sögðust horfa björtum augum á tímabilið. Schumacher sagð- ist sérlega ánægður með annað sætið og að allt annað væri að keyra Ferrari-bílinn nú en í fyrra. Renault hefur staðfest þær fregnir að forseti liðsins, Patrick Faure, muni láta af störfum undir lok þessa mán- aðar. Faure hefur gegnt forsæti liðsins undanfarna tvo áratugi en arftaki hans verður Alain Dassas.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.