blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 16
16 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaðið Marvísleg krabbamein eins og leghálskrabbamein, krabbamein í maga, lifur, nefgöngum, eitlum og hvrtblæði geta myndast vegna sýkinga. Bóluefni gœti komið i veg fyrír myndun krabbameina Veiruvarnarbóluefni gætu komið í veg fyrir myndun krabbameina í einum tíunda hluta tilfella og allt að fjórðungi tilfella í þriðja heiminum samkvæmt nýrri skýrslu frá bresku krabbameinssamtökunum. f skýrsl- unni kemur fram að vírustengdar krabbameinsmyndanir verði hjá um i,8 milljón manns á ári hverju. Krabbamein sem tengjast vírusum Einungis örfáir vírusar eru taldir valda myndun krabbameina en vír- ussmit valda krabbameini m.a. í leghálsi, maga, lifur, nefgöngum, eitlum og hvítblæði. í skýrslunni er lögð áhersla á að einungis lítið hlut- fall fólks sem er vírussmitað þróar með sér krabbamein þó ætlað sé að allt að 18% nýrra krabbameins- tilfella tengist vírussýkingum. Alan Rickinson, fremsti sérfræðingur Breta í krabbameinsrannsóknum, segir rannsóknir á vírustengdum krabbameinstilfellum gríðarlega mikilvægar því þau tilfelli skilgreini mikilvægan hlekk í krabbameins- þróun og hjálpi mönnum að skilja hvernig krabbameinsþróun á sér stað. „Þessar rannsóknir hjálpa okkur að skilja heildarmyndina og það sem er allra mikilvægast; ef við getum rofið þróunina getum við komið í veg fyrir myndun krabba- meina,“ sagði Alan í viðtali við breska ríksissjónvarpið í gærdag. Bóluefni gegn leghálskrabba á markað Bóluefni gegn leghálskrabbameini er það bóluefni sem mest hefur verið þróað en leghálskrabbamein getur myndast hafi kona sýkst af svokölluðum HPV vírus. Mörg lyfjafyrirtæki keppast nú við að kynna markaðnum vörur sem vonir standa til að geti komið í veg fyrir um 70% leghálskrabbameina. Lyfja- fyrirtækið Glaxo Smith Kline (GSK) hefur sótt um markaðsleyfi til Evr- ópsku lyfjastofnunarinnar fyrir nýtt bóluefni, Cervarix, sem vinnur gegn leghálskrabbameini. Evrópska íyfja- stofnunin mun á á næstu mánuðum meta umsóknina fyrir hönd íslands og annara Evrópulanda. Lyfið hefur verið þróað til þess að verjast sýk- ingu af völdum tveggja algengustu tegunda HPV veira. Leghálskrabba- mein er annað algengasta krabba- mein í konum í heiminum í dag en áætlað er að um 270.000 konur deyi árlega úr sjúkdómnum. Á Islandi greinast um 15 konur á hverju ári með þessa meinsemd. Sérfræðingar í Bretlandi benda þó á að enn sé óvitað hversu lengi bólu- setning gegn leghálskrabbameini virkar og hvort þörf er á endurnýjun bólusetningarinnar eftir einhvern tíma en enn sem komið er hefur ekki verið fýlgst með þeim sjúklingum sem hafa verið bólusettir gegn leg- hálskrabbameini lengur en í fjögur ár. Bóluefni gegn lifrarbólgu B hefur einnig verið í þróun en sú sýking er tengd myndun lifrarkrabbameins. Engin bóluefni hafa enn sem komið er verið þróuð gegn magakrabba- meini, krabbameini í nefgöngum, eitlum eða hvítblæði. Þriggjci daga hr ísgrj ónafasta Sólveig Eiríksdóttir mœlir með vor- hreingerningu fyrir líkamann. Það er hægt að fara margar ólíkar leiðir til þess að hjálpa líkam- anum að hreinsa sig, en hrís- grjónafastan ætti ekki að vera allt of krefjandi fyrir byrjendur. „Á hrísgrjónaföstu eru eingöngu borðuð lífræn hýðishrísgrjón í 3 daga,“ segir Sólveig. „Hrísgrjóna- fastan krefst þess reyndar líka að vikuna áður en hún byrjar er nauð- synlegt að sleppa öllum matvælum sem koma úr dýraríkinu til að auð- velda föstuna og minnka fráhvörf. Þetta er ekta hippahreinsun sem ég prófaði í fyrsta sinn um 1980 og þá var þetta mín fyrsta fasta. Eftir viku án afurða úr dýraríkinu er tekið til við að borða hrísgrjónin, en þau stuttu eru heppilegust í þessa föstu. Grjónin þarf að sjóða í miklu vatni; 1 hluta af hrísgrjónum á móti 7-10 hlutum af vatni sem eru látin sjóða við vægan hita í 2-3 klst, eða þar til allt vatnið er horfið inn í grjónin og þau eru orðin mjúk og meyr. Út á grjónin má nota gomasio sem er blanda af sesamfræjum og sjáv- arsalti (1 hluti sjávarsalt á móti 20 Sólveig Eiríksdóttir. Blaöiö/Frikki hlutum af sesamfræjum sem hafa verið þurrristuð í ofni í 5 mín við 200°c) en þá verður bragðið aðeins meira spennandi," bætir Sólveig við að lokum og hlær. Hafragrautur slœr í gegn Sala á höfrum og hafragraut hefur tvöfaldast í Bretlandi síðastliðinn fimm ár en hafrar eru eitt mikil- vægasta einkenni keltneskar mat- argerðar sem einnig hefur verið áberandi á íslandi frá landnámi. Ástæða söluaukningar hafra í Bret- landi, á kostnað tilbúinna morgun- korna, er að rekja til heilsubótar og þess hversu fljótlegt það er að elda úr höfrum. Margar kaffiteríur og matsölustaðir hafa tekið upp á því að selja hafragraut auk þess sem heimili í landinu hafa á ný tekið upp þennan forna matargerðarsið. Viðbit fyrir hjartað Viðbót hefur bæst í flóru viðbita á íslandi. Viðbitið er hið svokallaða Flora pro.active smjörlíki sem er hannað til að viðhalda góðri hjarta- heilsu með því að draga úr kólest- rólmagni í blóði. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þess að borða hollara fæði en margir Islendingar þurfa að velta fyrir sér fituinnihaldi þess sem þeir borða vegna hækkaðs kólest- rólmagns í blóði og aukins blóð- þrýstings. Árið 2004 létust ríflega sjöhundruð manns úr hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi en hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta ástæða veikinda og dauðs- falla í hinum iðnvædda heimi og verða stöðugt algengari í þróunar- löndunum. Flora er hluti af breskri vöruframleiðslu undir merkjum pro.active sem allar miða að því að draga markvisst úr magni kólest- róls í blóði. Heilsusamlegra en ekkí Pro.active vörulínan var samþykkt sem nýfæði af Evrópusambandinu fyrir sex árum og er nú seld í tutt- ugu löndum í heiminum og er Flora viðbitið fyrsta varan sem Islendingum stendur til boða. I yf- irlýsingu framleiðanda vörunnar segir að notkun á Flora smjörlíki geti verið heilsusamlegra en að nota alls ekkert viðbit vegna þess að Flora inniheldur margar góðar fitusýrur sem eru nauðsynlegar heilbrigðum líkama. Flora er unnið Flora pro.active er hluti af breskri vörulínu sem er hönnuð til að draga úr kólestról- magni í blóði og er sérstaklega ætluð þeim sem er hætt við hjarta- og æðasjúkdómum. úr plöntusterólum sem eru nátt- úruleg efni sem hafa verið hluti af mataræði mannsins í þúsundir ára. Aukin neysla plöntusteróla getur haft áhrif á frásog kólestróls í lík- amanum en ýmsar leiðbeiningar heilbrigðisstofnana um mataræði til lækkunar á kólestróli mæla með neyslu plöntusteróla. Ekki fyrir börn Á síðustu árum hefur plöntuste- rólum verið bætt við matvöru í því skyni að draga úr kólestról- myndun og um merkingu þeirra í matvöru var sett sérstök reglugerð hér á landi í júlí í fyrra. Brynhildur Briem, næringafræðingur hjá Um- hverfisstofnun staðfestir að nýlegar rannsóknir hafi sýnt að regluleg neysla plöntusteróla í ákveðinn tíma geti dregið úr kólestrólmagni í blóði og þannig minnkað líkur á kransæðasjúkdómum. „Þessi vara er þó eingöngu hugsuð fyrir full- orðið fólk til þessara nota og hún er ekki ætluð börnum undir fimm ára aldri, ófrískum konum né konum með börn á brjósti“, segir Brynhildur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.