blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaöiö ..allt stóðst sem sagtvar." Ummæli fólks sem lent hefur í tjónl segja mest um þjónustu tryggingafélaga. „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til TM fyrir mjög góða þjónustu. Ég lenti í nokkuð stóru tjóni í byrjun árs. Upplifun mín af þjónustu TM varmjöggóð áallan hátt, gott viðmótog skjót viðbrögð. Allt stóðst sem sagt var auk þess sem bent var á hagstæðustu leiðina varðandi bílaleigu. Þetta er besta auglýsingin fyrir ykkur og tryggir tryggð viðskiptavina. Kveöja, Anna Inga Grímsdóttir." Ánægjuvog tryggingafélaga 2005 TM VÍS Sjóvá 2003 2004 2005 Samkvæmtíslensku ánægjuvoginni eru við- skiptavinirTM þeir ánægðustu af viðskiptavin- um tryggingafélaga. TRYGCINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is Einvígi skemmtikrafts og menntamanns Silvio Berlusconi, forsœtisráðherra Ítalíu, og Romano Prodi, leiðtogi vinstri manna, leiða saman hesta sína í sjónvarpskapprœðum í kvöld. Silvio Berlusconi er undir í skoðanakönnunum en treystir á persónutöfra og fjölmiðla- veldi. Stálin stinn mætast þegar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mætir Romano Prodi, sem leiðir bandalag mið- og vinstri- flokka, í sjónvarpskappræðum í kvöld. Þingkosningar verða á Ítalíu 9. - 10. apríl. Samkvæmt nýjustu könnunum eru mið- og vinstri flokkarnir með tæplega 4% forskot á kosningabandalag Berlusconis. Talið er að kappræð- urnar í kvöld geti ráðið miklu um hvort að forsætisráðherrann saxi á forskotið en hann hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið. Flestir fjölmiðlar á vinstri væng ítalskra stjórnmála gagnrýndu háttalag Berlusconis á sunnudag en þá gekk hann út úr sjónvarpssal í beinni útsendingu. Honum mislík- aði spurningar fjölmiðlakonunnar Luciu Annunziata en hún spurði hann ítrekað um hvernig honum þætti að vera fyrst og fremst þekktur á erlendum vettvangi fyrir spilling- arásakanir og stuðning við Iraks- stríðið. Berlusconi brást ókvæða við og sakaði Annunziata meðal annars um að reka stríðsmálaráðu- neyti gegn stjórn hans. Fjölmiðlar sem styðja forsætisráðherrann tóku í sama streng í umfjöllun sinni um málið í gær. Minnkandi sjálfstraust Berlusconi? Uppákoman þykir til marks um að Berlusconi sé tekinn að óttast um sigurlíkur sinar í kosningunum. Annunziata þykir einn ágengasti blaðamaður Italíu og er yfirlýstur andstæðingur forsætisráðherrans. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Berlusconi haldið sig fjarri slíkum blaðamanni og treyst á um- fjöllun fjölmiðla í eigin eigu eða ríkisins. Ekki er víst að þetta mál skaði Berlusconis en ekki er óþekkt að hann fari ótroðnar slóðir í sam- skiptum sínum við blaðamenn og láti umdeild ummæli falla. Þetta þykir vera hluti af kjörþokka forsæt- isráðherrans. Þrátt fyrir það hafa ummæli hans að undanförnu vakið furðu. I síðustu viku vöktu yfirlýs- ingar forsætisráðherrans í sjónvarp- sviðtali athygli en þá sagði hann að lausn vandamála þeirra Itala sem öfluðu minna en 100 þúsund króna á mánuði fælist í þvi að vinna meira. Þessi skoðun hans þykir ekki líkleg til þess að afla fylgis meðal kjósenda á lægstu launum og teljast klaufaleg !>ar sem efnahagssamdráttur er á taliu. Segist fórnarlamb ofsókna En þrátt fyrir klaufalega framgöngu Berslusconis undanfarið telja stjórn- málaskýrendur að enn sé mjótt á munum á milli Berlusconis og Prodis og of snemmt að spá um nið- urstöðu kosninganna. Ákærur um spillingu virðast ekki hafa haft jafn- mikil áhrif á fylgi forsætisráðherr- ans og búist var við. Forsætisráðherr- ann þykir hafa varist ásökum gegn sér fimlega og náð að höfða til sam- úðar kjósenda úr sínum röðum og komið í veg fyrir að þeir snúist gegn honum. Málsvörn Berslusconis felst í því að gera sig að fórnarlambi of- sókna dómara og saksóknara sem séu kommúnistar. Á fundi með stuðningsmönnum í síðasta mánuði tók Berlusconi fórnarlambslíking- una einu skrefi lengra þegar hann sagðist vera Jesús Kristur stjórnmál- anna - hann væri þolinmótt fórnar- lamb sem fórnaði sjálfum sér í þágu heildarinnar. Barátta ólíkra manna Vart er hægt að hugsa sér ólíkari menn en Berlusconi og Prodi. Sá fyrrnefndi er milljarðamæringur sem byggði upp veldi sitt fyrir eigin rammleik meðan sá síðarnefndi er yfirvegaður menntamaður með yfir- gripsmikinn feril að baki í ítölskum og evrópskum stjórnmálum. Prodi leiddi fyrstu vinstri-stjórnina á Italíu frá því að stjórn fasista féll í seinni heimstyrjöldinni og afrekaði öllum á óvörum að koma ítölum inn í efnahags- og myntbandalag Evrópu. Hann var síðar forseti framkvæmd- arstjórnar Evrópusambandsins. Baráttan á milli Prodi og Bersl- usconis þykir undirstrika ákveðna gjá sem hefur myndast í ítölsku samfélagi. Sífelldar stjórnarkreppur og endalaus spillingamál gegnum tíðina hafi getið af sér tvo kjósenda- hópa. Annarsvegar þá sem vilja breytingar og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og þá sem hafa orðið afhuga stjórnmálum. Prodi höfðar til menntafólks sem hefur áhuga á stjórnmálum og hagar kosningabaráttu sinni þannig. Berslusconi leggur hins- vegar meira upp úr ímynd sinni og umbreytir stjórnmálum í skemmti- efni sem höfðar til þeirra sem eru afhuga hefðbundinni flokkapólitík og horfa mikið á sjónvarp. Sjón- varpsstöðvar forsætisráðherrans innleiddu á sínum tíma skemmti- þætti sem einkenndust af söng og léttklæddum fegurðardísum og hafa þeir höfðað mjög sterkt til ítala. And- stæðingar Berlusconis saka hann um að vera að gera hið sama við ítölsk stjórnmál; Berlusconi sé skemmti- kraftur en ekki stjórnmálamaður. Þeir benda máli sínu til stuðnings á að fyrstu tvo mánuði þessa árs hafi hann verið á skjá landsmanna í meira en fimm klukkustundir á meðan að Prodi hafði aðeins birst í 20 mínútur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.