blaðið - 14.03.2006, Page 14

blaðið - 14.03.2006, Page 14
blaðid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SVIGRÚM FÓLKSINS Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagðist í viðtali við Blaðið um liðna helgi hafa þá pólitísku hugsjón að vilja „auka svigrúm fólks til að njóta lífsins eins og það kýs sjálft“. Þessi yfirlýsing hins nýja leiðtoga sjálfstæðismanna vekur fögnuð ekki síst sökum þess að flokkur hans hefur ekki nýtt að- stöðu sína til að gera einmitt þetta síðustu 15 árin. Þróunin hefur raunar um flest verið í öfuga átt. Á undanliðnum árum hefur skipulega verið þrengt að frelsi fólks á íslandi til að lifa sínu eins og það sjálft kýs. Boðum og bönnum hefur ekki fækkað í langri valdatíð Sjálfstæðisflokksins, öðru nær. Lífsháttastjórnun af hálfu ríkisvalds og annarra opinberra aðila hefur aukist til muna. Forræðishyggja sem oft er spyrt við vinstri sinnaða stjórnmálamenn einkennir mjög framgöngu sjálfstæðismanna þótt á því séu vissulega til heiðarlegar undantekn- ingar. Eftirlit með almenningi hefur sömuleiðis verið aukið og ríkjandi er sú hugsun að ábyrgð einstaklingsins á eigin lífi sé í raun samfélags- vandi. Þannig eru íslenskir stjórnmálamenn almennt þeirrar hyggju að æskilegt sé að banna tilteknar birtingarmyndir mannlegrar heimsku. I viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í desembermánuði árið 2003 sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, m.a: „I Noregi hefur sú hugsun ríkt að allt sé bannað sem ekki er leyft. Lengi vel bjuggum við hins vegar við það viðhorf að hér sé allt leyft sem ekki er bannað. Við erum að þokast að norsku leiðinni, því miður.” Davíð Oddsson tók sem dæmi reykingalög í viðtali þessu og sagði: „En ég hef talað gegn ýmsum málum af þessu tagi innan ríkisstjórnar og míns þingflokks, eins og þessu reykingafrumvarpi. Mér finnst í raun- inni ótrúlegt að við skulum hafa fest í lög að ekki megi tala vel um tóbak. Ekkert getur réttlætt að bannað sé með lögum að fólk tali vel um það sem það vill tala vel um. Við erum sannarlega komin út að ystu mörkum í þessum efnum.“ Davíð Oddsson hafði lög að mæla í desembermánuði árið 2003. En jafnvel völd og gríðarlegur skriðþungi Davíðs Oddssonar megnuðu ekki að brjóta á bak aftur forræðishyggjuna innan Sjálfstæðisflokksins. Ummæli Geirs H. Haarde minna á hvílíkt órabil er á milli orða og gjörða í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn sem lofsyngur einstakling- inn, frelsi hans og ábyrgð á eigin lífi er jafnan tilbúinn til að samþykkja aukið eftirlit og víðtækari lífsháttastjórnun. Getur hinn nýi leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins breytt því? Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. MEIRAPRÓF - Nýir tímar NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 15. MARS NÝLEGIR KENNSLUBÍLAR SEM UPPFYLLA Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 567 0300 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaöið ÍSLENSKiR TjÁIWÁtAMEWW KRífjflST AFSöKuWlRbeíP/V; TRÁ PojJSKuM Stjókwvölm/m veGWA SVrviRT>rLEGRfl , UMMÆLfl f JyLLAWPSPOSTei/ W ÍSLeNSkt TJÁRm4L/ILIF. Hvað er málið? Frá því að ég man eftir mér hafa menn haft miklar áhyggjur af is- lensku máli og hvernig það er á hrað- ferð til Helvítis. Ég hef aldrei deilt þeim áhyggjum í ríkum mæli. Málið tekur ýmsum breytingum eins og gengur, en svei mér ef þær eru ekki minni en gera mætti ráð fyrir. Jafnvel þó ungt fólk temji sér mál- far, sem fullorðnum er ekki fullkom- lega auðsætt, held ég að slíkt hafi tíðkast meðal fyrri kynslóða líka og án þess að málið biði varanlega skaða af. Sletturnar og slangrið kemur og fer, en eftir situr málið. En þegar maður les fréttatilkynn- ingar og opinberar skýrslur frá lang- skólagengnu fólki er erfitt að verj- ast þeirri hugsun að þar sé málinu meiri skaði unninn, með sérkenni- legri setningaskipan, þófi og meintu sérfræðimáli, sem oftast bendir nú til þess að viðkomandi séu ekki alltof skýrir eða ómögulegt að ræða sérgreinina svo aðrir skilji. Og ekki skánar ástandið þegar þetta aumingj- ans fólk er að burðast við að þýða án >ess að vera fært um það. Af því að >að hefur ekki vald á íslensku. Málfátæktin kvíðvænleg Ég veit ekki hvort ég er að verða svona aldurhniginn, en upp á síð- kastið hafa áhyggjurnar af íslensk- unni aukist. Mér finnst ég oftar heyra rangar beygingar, misfarið með orðtök og sérstaklega verð ég þó var við snauðari orðaforða. Áhyggjurnar eru þó ekki beinlínis af málinu, heldur fólkinu, sem í hlut á. Það hlýtur að vera verra að geta ekki klætt hugsanir sínar í þann búning, sem við á. Að þurfa að fara langar leiðir til þess að koma öðrum í skilning um það hvað maður er að fara. Að mælast ekki betur fyrir en svo að aðrir efist ósjálfrátt um hugs- unina, sem að baki býr. Það er tíska að kenna enskunni um þetta allt saman. Að börnin alist bara upp á tölvuleikjum og engilsax- neskum sjónvarpsþáttum milli þess sem þau senda skammstafanir sín Andrés Magnússon á milli á messa eða smessa. Sú skýr- ing þykir mér ekki haldbær vegna þess að vandræðin varða fleiri en vora glöðu æsku. Bærinn er fullur af miðaldra fólk, sem glímir engu síður við þennan vanda. Ég er hins vegar að hugsa um að kenna menntakerfinu um þennan aðsteðjandi vanda. En ég ætla ekki að halda því fram að það sé vegna þess að móðurmálskennslustundum hafi fækkað. Þvert á móti el ég mér von í brjósti um að sú fækkun geti bætt ástandið verulega. Vantar okkur málfræðinga? 1 móðurmálskennslu í grunnskólum er óskiljanlegum tíma varið í mál- fræðikennslu, hljóðfræði og ámóta ömurð, sem engum kemur að gagni. Nema hugsanlega upprennandi mál- fræðingum, þó ég efist raunar um það líka. Mál lærist ekki með því að greina það málfræðilega. Það lærist með því að lesa, skrifa og tala. Börnin læra mest að tala hvert af öðru og auðvitað er þeim kennt að lesa og skrifa í skólanum. En hvað svo? Eru þau látin lesa eitthvað af viti? Eru þau látin skrifa svo einhverju nemi? Er þeim kennt að standa fyrir máli sínu? Hin sorglega staðreynd er sú að þegar grunnskóla lýkur má telja á fingrum annarar handar þær skáld- sögur, sem börn hafa verið látin lesa. Tilsögn í ritgerð er nánast engin um- fram undirstöðuatriði stafsetningar og þó börnin séu æfð í upplestri dugar það skammt til þess að koma fyrir sig orði. Væri ekki ráð að láta íslenskuna um að kenna fólki íslensku í stað þess að reyna að gera það allt að óvilj- ugum og ótalandi málfræðingum? Það er til sægur af góðum bókum, sem allir hafa gott af að lesa, um nóg er að skrifa og ræðulistin er eitt- hvað annað og meira en skrípaleikar JC. Börnin (og tungan) eiga það inni hjá okkur að við segjum þeim til í málinu. Höfundur er blaðamaður. KHppt & skoríð klipptogskorid@vbl.is „Eitt er nefnilega að tala á almennum hug- myndafræðilegum nótum. Annað að breyta þeim orðum í klára pólitlska afstöðu til mála sem efst eru í baugi umræð- unnarhverjusinni. Dæmi um það er umræðan um sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði og tengsl eigenda fjölmiðla við markaðsráðandi fyrirtæki á mikilvægum mörkuðum. Þur voru íslenskir jafnaðarmenn með sérstöðu. Þeir vildu ganga skemmst allra, gagnstætt þvi sem ætla mætti með jafnaðarmannafiokknú í upphafi2i. aldar. Þess vegna varóskaplegaholurhljómur í ræðum forystumanna jafnaðarmanna núum helgina að þessu leyti. fslenskir nútímakratar eru greinilega enn að moka oni sinni djúpu hoiuáþessusvæði." Eínar K. Guðfinnsson, www.ekg.is, 13.03.2006 Sjávarútvegsráðherra gleðst í bloggi sínum yfir90 ára afmæli íslenskra jafn- aðarmanna, en telur að stefnuleysi torveldi för þeirra til framtíðar nokkuð. Klipp- ari hefur hins vegar ekki minna gaman af þvf að sjá Einar blása nýju Iffi I hið forna orðtak Davíðs Oddssonar um holuna og gröftinn. J gær var ég viðskiptavinur Islandsbanka en í dag er ég viðskiptavinur Glitnis. Bankinn var I svo miklum vandræðum með peningana sína að frekar en að gera ekkert var ákveðið að skipta um nafn á öllu helvítisdraslinu. BjarniÁrmannsson situri Kast- Ijósinu og segir að Islandsbanki sé besta nafn sem til er en nafn bankans verði að vera skiljanlegt í útlöndum þvi Islands- banki- fyrirgefðu Glitnir er auðvitað I buiiandi útrás eins og öll önnur fjármálafyrirtæki lands- ins. Eigum við að trúaþvf að útiendingar átti sig ekki á nafninu Islandsbanki en fili Glitni alveg í tætlur?Hvaða delluverk erþetta eig- inlega?Skylduþeirhjá Deutsche Bank vitaaf þessu? Hvað með Singer&Friedlander? Hvernig eiga hinir heimsku útlendingar að vita að það er banki? Og hvað með BjarnaÁrmannsson -getur maðurinn heitið þettai útlöndum?" Pall Ásgeir Ásgeirsson, malbein.net/pallasgeir, 13.03.2006. áll Ásgeir hefur líkt og sumir aðrir efasemdir um nafn- breytingu íslands- banka. En ef þetta ersvona fínt nafn, skyldi ekki einhver geta notað það? Kannski Sparisjóður Svarfdæla, sem getur örugglega notað nafn með breiðari skfrskotun.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.