blaðið - 14.03.2006, Side 12

blaðið - 14.03.2006, Side 12
12 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaðið Mikilvœgt að grípa strax í taumana Fríða Björk Elíasdóttir hefur lagt Vísakortinu ogsafnar núfyrir hlutunum eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf Guiibyggð þjónusta! Krokhálsi 4 • 110 Reykjavik • Simi 567 1010 www.parket.is „í dag skulda ég sjö milljónir og ég sé núna að ég greip allt of seint í taumana á fjármálunum", segir Fríða Björk Elíasdóttir sem fékk ráðgjöf til að koma lagi á fjármál sín. Þegar ég lít til baka sé ég að það byrjaði að síga á ógæfuhliðina í fjár- málunum árið 1989 þegar ég kynnt- ist manninum mínum og síðan varð boltinn alltaf stærri og stærri.“ Fríða segir ástæðu þess að fjármálin fóru svona illa vera þá að þau hjónin voru bæði í láglaunastörfum og vildu leyfa sér það sama og aðrir. ,Þegar ég skildi tók ég yfir hluta af skuldum mannsins míns og þá sá ég að dæmið myndi aldrei ganga upp. Ég talaði við einstaklingssvið bank- anna og hafði góðan útibússtjóra þannig að ég fékk lán til að borga niður hluta af skuldunum. Þetta þýddi lægri greiðslubyrði og síðan þá hefur að mestu leyti gengið vel að borga niður skuldir.“ Hætt að nota kreditkort Fríða þarf að sjá fyrir þremur börnum sínum ásamt því að borga niður neysluskuldir. „Núna er ég hætt að nota Vísakortið og öll föt sem ég versla á mig eru keypt á út- sölum. Faðir barnanna er duglegur að kaupa föt á þau en Fríða segir þó gríðarlega erfitt að láta enda ná saman. „Ég er með tvo unglinga og það er dýrt, ég hef fengið styrki til að leyfa þeim að stunda tómstunda- starf yfir sumarið en barnabæt- urnar fara allar í það að borga niður skuldir. Ég er ekki útivinnandi sem Það borgar sig að taka fjármálin föstum tökum áður en i óefni er komið stendur vegna veikinda en vonast til að geta farið að vinna úti hálfan dag- inn fyrr en síðar. Áður en ég skildi fór ég á fjármála- námskeið og það var mjög gagnlegt. Þar lærði ég að skipuleggja fjár- málin og finna út hve miklu ég mátti eyða. Ég sé það núna að ég hefði átt að bremsa miklu fyrr en ég gerði. Ég veit það líka núna að það borgar sig að safna fyrir hlutunum áður en Alþjóðadagur neytenda Alþjóðadagur neytenda er haldinn árlega þann 15. mars og er tilvist þessa dags þekkt víða um heim. Þetta sýnir að viðurkenning neyt- endaverndar er mikilvæg og um leið virtur mælikvarði á félagslegar- og hagfræðilegar framfarir. Á þessum degi er sögulegrar yfir- lýsingar Johns F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna minnst um grundvallarréttindi neytenda. Yf- irlýsingin leiddi til alþjóðlegrar viðurkenningar ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna, en árið 1985 samþykkti alsherjarþingið leiðbein- ingar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án til- lits til tekna eða félagslegrar stöðu, hafi ákveðin lágmarksréttindi sem neytendur. I áranna rás hefur þessi réttur verið aukinn í átta lágmarks- reglur sem saman mynda grunn- inn að vinnu neytendasamtaka um allan heim. Þessar reglur eru réttur til fullnægjandi grunnþarfa, réttur til öryggis, réttur til upplýsinga, réttur til að velja, réttur til áheyrna, réttur til bóta, réttur til fræðslu og réttur til heilbrigðs umhverfis. AO Sprengisandur Kópavogsbraut Óseyrarbraut 110,30 kr. 110,30 kr. 110,30 kr. C eco Vatnagarðar Fellsmúli Salavegur 111,80 kr. 111,80 kr. 111,80 kr. eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana be 1 bensíns ORKAN Ægissföa 112,20 kr. Eiðistorg 110,20 kr. Arnarsmári 110,30 kr. Gylfaflöt 112,70 kr. Ananaust Gullinbrú 112,20 kr. 112,80 kr. Ananaustum Skemmuvegur 110,20 kr. 110,20 kr. Starengi Snorrabraut 110,30 kr. 110,30 kr. Bæjarbraut Bústaðarvegur 113,20 kr. 112,90 kr. 99................... „Krakkarnir sýna þessu ástandi ekki alltaf skilning og það eru miklar kröfur í kringum okkur að kaupa dýra hluti. Helst vildi ég flytja upp í sveit til að losna við þrýstinginn um að kaupa alla skapaða hluti. Það er mjög dýrt að lifa og matar- og bensínverð er sérstaklega hátt." þeir eru keyptir í stað þess að taka bankalán fyrir þeim. Yfirdrættir og lán sem boðið er upp á í bönkunum leiða bara til vítahrings sem maður kemst ekki út úr.“ Byrjuð að leggja fyrir Fríða býr í félagslegri þjónustuibúð og rekur bíl sem hún hefur að láni. „Ég er búin að reikna út að það tekur mig 13 ár að borga skuldina niður. Alla matvöru kaupi ég í stórmörk- uðum og þegar ég er búin að kaupa í matinn á ég aðeins ákveðna upp- hæð eftir sem verður að duga. Ég er að ferma eitt barna minna eftir ár og er byrjuð að leggja fyrir til að eiga fyrir útgjöldunum." Fríða segir að hún eigi eftir að lifa á þeim ráðum sem hún fékk á fjármálanámskeiðinu til æviloka. „Þarna fékk ég gott spark en ég er ekki sú eina sem hef lent í erfiðri fjárhagsstöðu og ég þekki fólk sem hefur verið á leið með að missa allt sitt. Krakkarnir sýna þessu ástandi ekki alltaf skilning og það eru miklar kröfur í kringum okkur að kaupa dýra hluti. Helst vildi ég fly tja upp í sveit til að losna við þrýsting- inn um að kaupa alla skapaða hluti. Það er mjög dýrt að lifa og matar- og bensínverð er sérstaklega hátt.“ Fríða vildi ekki koma fram undir mynd en var tilbúin til að deila með öðrum þessari reynslu sinni í von um að einhverjir gætu lært af henni. hugrun@bladid.net Ekki vitað hver kostnað- ur viðskiptavina verður í Blaðinu í gær var sagt frá því að nýr öryggisbúnaður fyrir tölvu- notendur verður tekinn upp af íslenskum fjármálafyrirtækjum á næstu mánuðum. Búnaðurinn mun auka verulega öryggi í net- viðskiptum en hvað skildi þetta kosta fyrir neytendur? „Við vitum ekki nákvæmlega hvað öryggisbúnaðurinn mun kosta né heldur hve stóran hluta viðskipta- vinir bankans koma til með að greiðá', segir Guðmundur Guð- mundsson framkvæmdastjóri upp- lýsingasviðs Landsbankans. „Það er verið að móta þessar hugmyndir og ljóst að kerfið fer í almenna dreifingu í sumar. Það er hugsanlegt að þegar auðkennið verður komið í almenna notkun verði notkun netbankanna takmörkuð þannig að þeir sem ekki eru með auðkenni geti séð yfirlitið í netbankanum en ekki framkvæmt neinar aðgerðir. Auðkenninu verður dreift til fólks en samskonar bún- aður hefur m.a. verið tekinn upp í Bretlandi og Skandinavíu." Guðmundur segir að erlendis séu dæmi um að bankarnir hafi látið viðskiptavini sína borga fyrir auðkennið en einnig eru dæmi um að þau séu notendum að kostnaðar- lausu. „Árásir tölvuþrjóta hafa verið að brey tast á undanförnum árum og nú er farið að ráðast meira á einstak- linga svo það er tímabært að taka kerfið upp. Kostnaður auðkennisins er 500-1000 krónur en tölvubúnað- urinn sem liggur að baki kemur til með að kosta tugi milljóna." Bankar og sparisjóðir á íslandi munu taka þennan nýja öryggisbúnað upp á næstu mánuðum og hver og einn mun ganga frá kostnaði með sínum hætti. Óvíst er hvar kostnaður vegna þessara nýju öryggisráðstaf- ana lendir. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.