blaðið - 14.03.2006, Page 25

blaðið - 14.03.2006, Page 25
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MENNING I 25 Hörpu- tónleikar í Salnum Heillandi skáldsaga JPV útgáfa hefur sent frá sér skáld- söguna Flugdrekahlauparann í kiljuútgáfu. Bókin kom fyrst út í október síðastliðnum og seldist upp fyrir jól. Bókin hlaut ein- róma lof lesenda og gagnrýnenda. Flugdrekahlauparinn er heillandi skáldsaga um vináttu og svik, ástir og örlög, sakleysi og sekt. Hún er allt í senn: pólitísk og per- sónuleg, grimm og hlý, harmræn og fyndin. Khaled Hosseini sýnir okkur mannlíf, menningu og sögusvið sem flest okkar þekkja ekki nema af afspurn. Við lifum okkur inn í frásögn að- alpersónunnar og sögumannsins Amirs sem tekst á hendur för heim til Afganistan til að gera upp gamlar syndir. Ferðalagið gæti kostað hann lífið, en Amir sem segir sjálfur að hann sé hvorki göfugmenni né hetja, verður að bæta fyrir brot sem hann framdi þegar hann var strákur, brot sem hefur hundelt samvisku hans alla daga síðan. Sagan um vinina, Amir og Hassan, bregður upp leiftrandi myndum af daglegu lífi í Afganistan frá áttunda áratugnum til dagsins í dag. Við kynnumst fólki af öllum stéttum, sorgum þess og gleði, draumum og þrám; fólki sem þrátt fyrir stríð, hörmugar og ótrúlega grimmd yf- irvalda á hverjum tíma hefur ekki gefið upp vonina um betra líf. Khaled Hosseini fæddist í Kabul í Afganistan 1965 og er elstur fimm systkina.Hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Parísar 1976 þar sem faðir hans starfaði í fjögur ár við afg- anska sendiráðið. Þegar kom að því að flytja aftur heim höfðu Rússar tekið völdin í Afganistan og þess vegna ákvað fjölskyldan að sækja um pólitískan griðastað í Bandaríkj- unum. Leyfið var veitt og þangað flutti hún 1980. Hossini hefur búið þar síðan og er starfandi læknir í Kali- forniu. Hann er giftur og á tvö börn. Flugdrekahlauparinn er hans fyrsta s k á 1 d ■ saga og hún hefur hvarvetna fengið lofsamlega dóma. Á miðvikudagskvöldið 15. mars kl. 20 verða tónleikar í Salnum með Elísabetu Waage, hörpuleikara og félögum úr CAPUT. Þessir tónleikar hverfast um hörpuna. Þótt harpan sé fornt hljóðfæri hefur hún ekki alltaf notið hylli tónskálda. Á 20.öld- inni breyttist þetta og stöðugt fleiri tónskáld uppgötva nú möguleika hörpunnar sem hefur ekki bara hinn engilblíða mjúka hljóm sem hún er þekktust fyrir, heldur á hún líka mun dekkri og dáralegri hliðar. Harpan nýtur sín sérstaklega vel í kammermúsík. Á tónleikunum verða flutt tvö dúó; annað eftir Japanann Toshio Hosokawa: Arc-Song fyrir óbó og hörpu og hitt eftir Atla Ingólfsson: The Juggler's Tent (í tjaldi boltarans) fyrir horn og hörpu. Einnig verða leikin þrjú tríó fyrir flautu, víólu og hörpu. Fyrst Garten von Freuden und Traurigkeiten (Garður gleði og sorga) eftir Sofiu Gubaidulinu, þá „And then I knew 'twas Wind“ eftir Toru Takemitsu. Og að lokum verður flutt Sónata Claude Debussy's sem festi þessa hljóðfæraskipan í sessi með dásamlegri litablöndun hljóð- færanna þriggja. Það er elsta verkið á tónleikunum, samið í upphafi 20.ald- arinnar. Hin verkin eru öll skrifuð á síðustu árum þeirrar aldar og þrjú tieirra hafa ekki verið flutt áður á slandi. Flytjendur auk Elísabetar eru Kol- beinn Bjarnason, flauta, Guðmundur Kristmundsson, víóla, Eydís Franz- dóttir, óbó og Emil Friðfinnsson, horn. Munkurinn kominn í kilju JPV útgáfa hefur sent frá sér kiljuútgáfu af Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn sem kom fyrst út 2004 og er nú uppseld í bandi. Julian Mantle er áhrifamikill lögfræðingur sem lifir óreglusömu og stressuðu lífi. Líferni hans leiðir til þess að hann fær hjartaáfall sem dregur hann næstum því til dauða. Þessi atburður neyðir hann til að horfast í augu við tilveru sína og vekur hjá honum áleitnar spurningar um andleg málefni. Robin S. Sharma er afar vinsæll sjónvarpsmaður og fyrirlesari víða um heim. Hann er þekktur fyrir áhrifamikla og innblásna fyrirlestra. Robin Sharma stýrir útvarps- og sjón- varpsþáttum í Bandaríkjunum og hefur skrifað sex alþjóðlegar metsölu- bækur. Meðal þeirra er Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn sem gefin hefur verið út í 25 löndum. Robin Sharma rekur kvikmyndafyrirtækið Robin Sharma films og um þessar mundir standa yfir tökur á kvik- mynd sem byggð er á bókinni. UBORG NJÖTTU ÚFSINS TIL FULL8 Snillingurinn á bak'Á/ið'.PÍnk Flöýd, flýtú’r Dark Siclé of thélN/lóon vv t rV;.-/ r-'Jt/' \ ' ‘TáC'*jf { * * *V < í- , '* t Jy »• > 1 '■ r J '„‘■yj 1 y,. _ J \w 'j*. , .• ■ t í heild sinni aúk Hluta af The Wall, Animals og Wish You Were Here Egilshöll 12. júnl Kl. 20.00 Húsið opnar kl. 18.00 Miðaverð: Svæði A - 8.900 + miðagjald Svæði B - 7.900 + miðagjald Miðasala er á midi.is Skífunni Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Eins BT Ákureyri og BT Selfossi

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.