blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 30
• 30IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaöió SMÁ borgarinn SKULDADAGAR Smáborgarinn man eftir því þegar hann sló sinn fyrsta víxil. Þetta var fyrir mörg- um árum þegar enn þótti fínt að vera í snjóþvegnum gallabuxum og stúlkur gengu um með vængi i hárinu. Smáborg- arinn var látinn bíða drykklanga stund fyrir utan skrifstofu bankastjórans áður en hann fékk náðarsamlega að ganga á fund hins háa herra. Þar inni sat hann á bak við feikilega stórt skrifborð og virt- ist bera allar áhyggjur þjóðfélagsins á herðum sér. Smáborgarinn fékk lánið að lokum en þó ekki fyrr en bankastjórinn hafði gefið honum nokkur föðurleg ráð um fjármál. Þetta voru sannarlega öðru- visi tímar. Smáborgarinn man ennfremur eftir því hversu stoltur hann var af þessu láni. Að taka lán var eins og einhver mann- dómsvígsla í hans huga. Hann var að stíga sín fyrstu skref inn f heim hinna full- orðnu. Að vera skuldugur maður var að vera sjálfstæður maður. Eða það fannst allavega Smáborgaranum þá. Seinna fylgdu að sjálfsögðu öðruvísi lán þegar Smáborgarinn uppgötvaði alla þessa endalausu lánamöguleika sem honum stóðu til boða. Skuldabréfalán, yfirdráttarlán, krítarkortalán osfrv. osfrv. Þetta var heill heimur lána. I dag hefur hinn aldni bankastjóri stig- ið úr hásæti sínu fyrir sér yngri mönnum sem eru á aldur við Smáborgarann. Þetta eru menn sem hlutu sömu manndóms- vígslu og Smáborgarinn og líta öðrvísi augum á hið gamla góða debet og kredit. Þeir hafa endanlega galopnað dyrnar fyr- ir fslendingum til að taka hvers konar lán. Það heyrir eiginlega til undantekningar að hlutur sé keyptur án þess að á bak við þá sölu standi eitthvað lán. Tölvulán, bíla- lán, húsnæðislán og alltsem nöfnum tjáir að nefna. Allt er falt fyrir vaxtalaust lán. Smáborgarinn er bara álitinn eitthvað skrítinn ef hann hyggst greiða eitthvað út í hönd. „Hva! Viltu ekki bara skella þessu á rað?" Bara eitt símtal og „Bingó!" yfirdrátturinn er hækkaður eftir þörfum. Þessi sami andi hefur síðan stýrt útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Hægri og vinstri hafa verið slegin lán fyrir upphæð- ir sem eru ofar mannlegum skilningi. Alla- vega gerir Smáborgarinn sér enga grein fyrir þessum fjárhæðum þegar hann rýn- ir ofan í þessartölur. Núna eru einhverjir útlendingar að fetta fingur út í þetta og benda á að þetta geti nú ekki gengið til lengdar. „Bara öfund" svara ráðamenn og banka- stjórar og reyna með því að stappa stál- inu eða öllu heldur láninu í þjóðina. En að Smáborgaranum læðist sá ótti að nú sé loks komið að skuldadögum. HVAÐ FINNST ÞÉR? Einar Bárðarson, athafnamaður. Hvaö finnst þér um skattlagningu á neyðarhjálp? „Mér finnst siðferðilega rangt að ríkið skuli hafa tekjur af allri þessari vinnu sem þarna var gefin. Eg hef reynt að beita mér í þessu máli en hef ekki fengið svör frá ráðuneytinu. Hins vegar skil ég ráðuneytið að því leyti að það er erfitt að draga mörkin í svona málum. En það hlýtur að vera hægt að koma hlutunum þannig fyrir, að þegar allir gefa vinnu sína og eng- inn kostnaður fellur til, þá sé hægt að sleppa skattlagningu.“ Hjálparstofnun kirkjunnar hefur faríð fram á endurgreiðslu þeirra tveggja milljóna sem teknar voru í ríkissjóð af 10 milljóna króna framlagi til neyðaraðstoðar í Pakistan sem aflað var með sölu á geisladiskinum Hjálpum þeim. „Ég held aftur af manninum mínum“ Sarah Jessica Parker sér eftir því að hafa gifst leikaranum Matthew Broderick þar sem henni finnst hann eiga að vera með einhverri annarri konu. Leikkonan sem er þekktust fyrir túlkun sína á New York dömunni Carrie Bradshaw segist fá „samviskuköst“ yfir að hafa stolið eiginmannin- um frá mögulegum mökum sem myndu henta honum betur en hún sjálf. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki á markaðnum. Mér finnst eins og ég haldi aftur af honum á ákveðinn hátt. Ég elska hann svo mikið,“ segir Parker. „Hann er að ná besta aldri og ég held aftur af honum. Hann segir mér samt að hann sé ánægður með það.“ „Af og til sé ég hann með konu sem er gáfuð og falleg og þá hugsa ég með mér, Guð hvað þau eiga vel saman. Þau væru frábær sem par.“ Quaid segir frá átröskunum Kvikmyndarefurinn Dennis Quaid hefur haldið miklu leyndarmáli frá aðdáendum sínum. Meirihluta ío. áratugar síðustu aldar barðist hann við átraskanir. Leikarinn viðurkenndi nýlega að hafa barist við anorexíu í kjölfar þess að hafa lést um tæp 20 kíló til að geta farið með hlutverk Doc Holliday í vestra um Wyatt Earp árið 1994. I viðtali í bandaríska tímaritinu Men’s Health Best Life segir Quaid; „1 mörg ár var ég illa haldinn þar sem ég hugsaði áráttukennt um það sem ég lét inn fyrir mínar varir, hversu mikil orka var í því og hversu mikið ég þyrfti að æfa til að brenna því.“ „Á tímabili voru handleggir mínir svo veikburða að ég gat ekki lyft mér hjálparlaust upp úr sundlaug. Þegar ég leit á spegilmynd mína sá ég samt sem áður 90 kílóa mann þrátt fyrir að vera í raun tæp 70 kíló.“ „Ég var ekki með búlemíu en ég get vel skilið hvað fólk gengur í gegnum þegar það hefur hana.“ Jackson dýraníðingur Dýraverndunarsamtökin róttæku, PETA, hafa beðið poppstjörnuna Michael Jackson um að vinsamlegast færa framandi dýr sem hann geymir á lóðinni við Hvergiland þar sem nú á að loka búgarðinum. I síðustu viku skipuðu yfirvöld að þessi fræga búgarði í Santa Ynez dalnum yrði lokað vegna vangoldinna launa auk þess sem ekki var búið að greiða launatengd gjöld. Nú vilja PETA að Jackson taki tillit til dýranna sem mynda Hvergilands dýra- garðinn. 1 bréfi til Jackson segir; „Við biðjum Hr. Jackson að þiggja boð PETA um að færa öll dýr á Hvergilandi á betri stað þar sem vel verður hlúð að þeim. Slíkur staður þarf að uppfylla skilyrði og staðla um þjónustu fyrir dýrin, öryggi þeirra og almennings. Þar myndu dýrin örugglega lifa við fyrirmyndaraðstæð- ur. Hr. Jackson er þekktur fyrir að vera mildll dýravinur. Við vonum að hann taki boðinu í stað þess að selja eða bjóða dýrin upp.“ Viltu losna við gamla sófann? Blaðið hjálpar þér fyrir aðeins 795 kr Smáauglýsingar Blaðsins S: 5103737 www.bladid.net eftir Jim Unger Og þú varst á bjarnarveiðum þegar byssan stóð á sér? 5-25 O Jlm Unger/dlst by Unlted Medla. 2001 HEYRST HEFUR... Ekki er hægt að segja að til stúdenta- óeirða hafi komið í gær á fyrirlestri dr. Michaeis Rubins, sem haldinn var á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla íslands, þó hópur manna hafi kynnt að reynt yrði að koma í veg fyrir fyrirlesturinn með mótmælum og fyrirlesarinn raunar kærður til lögreglu fyrir að hafa hvatt til hernaðar gegn stjórn Sadd- ams Hussein í Irak. Fundurinn fór þó friðsamlega fram og var miklum hluta hans varið í spurn- ingar og svör. Aldnir friðarhöfð- ingjar á borð við Elías Davíðs- son og Hans Kristján Árnason höfðu sig nokkuð í frammi, en mesta athygli vöktu þó sjálfsagt um tíu spurningar Höllu Gunn- arsdóttur, blaðamanns, þegar stutt var eftir af fyrirlestrinum, þar sem hún bað dr. Rubin - i ör- stuttu máli - að gera grein fyrir utanrikisstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, skýra kjarn- orkustefnu þeirra og rökstyðja hvers vegna Irönum væri síður treystandi fyrir kjarnorkuvopn- um en Bandaríkjamönnum, hver staða kvenréttindabaráttu í íran væri og svo framvegis... Ha 11 d ó r Ásgríms- son forsætis- ráðherra hélt í gær blaða- mannafund í Ráðherra- bústaðnum, sæmilega fróðlegan. Meðal þess, sem þar kom fram var það álit ráðherrans að þjóðin hefði auðg- ast á hækkun fasteignaverðs að undanförnu. En ætli hún græði mikið á því að hver selji öðrum, þó krónunum fjölgi sem skipta höndum? Þá virðist ráðherrann alveg líta framhjá því að um leið hefur kostnaður fólks af fast- eignum aukist. Kannski endur- skoðandinn ætti að endurskoða afstöðu sína... m Igær fjall- ar DV um Þorstein Páls- son, ritstjóra Fréttablaðs- ins, í dálkin- um Kostir & gallar. At- hygli vekur að þeir, sem fengnir eru til þess að lasta og lofa Þor- stein, eru Ari Edwald, forstjóri og æðsti yfirmaður Fréttablaðs- ins og DV, Ingvi Hrafn Jónsson, orðhákur á NFS, og Salome Þor- kelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Klóra gárungarnir sér nú í höfðinu og velta fyrir sér hvaða yfirmannsstöðu hjá Dags- brún Salome muni hreppa... Spjallborðið Málefnin (www.malefnin. com) hefur ver- ið opnað á nýj- an leik eftir það fjaðrafok, sem varð eftir að slóð að illa fengnum tölvupóstum var birt þar. í framhaldinu kom svo í ljós að umsjónarmaðurinn hafði komið málsaðilum á slóð þeirra, sem hafa skrifað þar undir dulnefni. Þessi trúnaðar- brestur varð til þess að hann dró sig í hlé, en nýr umsjónar- og ábyrgðarmaður tók við, en það er Áshildur Cesil Þórðar- dóttir, garðyrkjustjóri á ísafirði, en hún er jafnframt varamaður í bæjarstjórn fyrir Frjálslynda flokkinn...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.