blaðið - 14.03.2006, Side 29

blaðið - 14.03.2006, Side 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 DAGSKRÁ I 29 * EITTHVAÐ FYRIR... Aloe Vera heilsudrykkur Góður við ristil, maga og húðvandamólum, styrkir ónæmiskerfio og er bólgueyðandi. Þú getur hiklaust prófað vörurnar fró okkur, það er 60 daga skilyrðislaus skilafrestur. ...börnin Stöð 2, 20.50 Las Vegas 3 (3:22) Þáttur sem sýnir glæfralífið í borg syndanna, Las Vegas. Þarna er fal- lega fólkið í fyrirrúmi. Danny fylgist með náunga sem er með hárkollu og svindlar í tuttugu og einum með því að telja spilin. Maðurinn neitar að hætta að spila því hann segist verða að vinna til að geta borgað mann- ræningjum lausnarfé sem hann seg- ir hafa rænt dóttur hans. Stöð 2, 21.35 Pri- son Break (7:22) (Bak við lás og slá) Frábær- ir þættir sem gerast að mestu innan veggja fangelsis í Bandaríkj- unum. í síðasta þætti varð uppþot sem ógnaði lækninum á staðnum. Uppþotin í fangelsinu ágerast og Michael verður að gera upp við sig hvort hann vilji bjarga lífi Dr. Tan- credi. Silverstone klœðist bleiku Alicia Silverstone mun fara með aðalhlutverkið í nýjum sjónvarps- þáttum sem ABC sjónvarpsstöðin er með í vinnslu. Þættirnir verða grín- þættir og ganga undir nafninu Pink Collar. Þeir munu kanna spaugilegu hliðina á samskiptum kvenna á vinnustöðum. Þetta er fýrsta stórverkefni Sil- verstone síðan hún lék í þáttunum Miss Match árið 2003. Þar lék hún lögfræðing sem var hjónabandsráð- gjafi í frístundum sínum. Nýverið sást hún þó í grínþáttun- um Beauty Shop auk þess sem hún lék gegnt David Mamet í Boston Marriage. Næsta kvikmyndin sem Alicia Silverstone mun sjást í er Stormbreaker. Eins og margir vita reis frægðar- sól Aliciu Silverstone hátt í kjölfar velgengni ung- lingamyndar- innar Glóru- laus þar sem hún lék m.a. á móti Britt- any Murphy. Velgengnin fleytti henni þó skammt og hefur hún ekki fengið mikið af bitastæð- um hlut- verkum. r Stöð2,i6.oo Barnatími Stöðvar 2 Töframaður- inn, He Man, Shin Chan, Töfrastíg- vélin. Hvernig væri að endurvekja barnið í sjálfum/ sjálfri sér? Að minnsta kosti fylgjast með því sem börnin horfa á. He-Man er t.d. ávallt með mikinn og góðan boðskap í lok hvers þáttar. Sjónvarpið, 20.30 Mæðgurnar (2:22) Bandarísk þáttaröð um ein- stæða móður sem rekur gistihús í smábæ í Connecticut-fylki og dóttur hennar á unglingsaldri, vini þeirra og kunningja. Þættirnir eru á létt- um nótum en leiðarstefið í þeim er vináttan og fjölskylduböndin. Sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products Aloe.verslunin.net sími:8696448 ALOE VEfíA GEL * *% '*S Þyngdar sinnar virði i þúsund köllum Útvarpsstöðin X-ið 97.9 er að leita að þyngstu mömmu Islands. Sigurvegarinn fær vegleg peningaverðlaun, eitt þúsund krónur fyrir hvert kíló af mömmu. „Þetta er semsagt í tengslum við kvikmyndina Big Momma’s House 2 sem verður frumsýnd um næstu helgi,“ segir Viðar Ingi Pétursson, dagskrárgerðarmaður á X- inu. „Leikurinn er þannig að hlustendur geta komið með móður sína uppeftir til okkar en við erum að leita að þyngstu mömmunni. Síðan er þúsundkall á kílóið fyrir stærstu og þyngstu mömmuna.“ „Við erum með vog hérna sem við köllum X-vigtina og hingað geta keppendur mætt til að reyna að ná verðlaununum. Það er eftir miklu að sækjast og gæti upphæðin hæglega náð sex stafa tölum. Svo er þetta náttúrulega spurning um það hversu kræfir menn eru að mæta með mæður sínar.“ Keppnin stendur fram á fimmtudag. Hægt er að koma hvenær sem er á skrifstofutíma í húsnæði 365 miðla að Lynghálsi í Reykjavík og vigta sig. Framtíðin „Við erum hér og tíminti er nú. Lengra í framtíðina nœr viska mannsins ekki.“ H. L. Mencken, bandarískur ritstjóri (1880 -1956) Þennan dag... ...árið 2004 varð Chris Benoit heimsmeistari í fjölbragðaglímu á WrestleMania XX mótinu í New York. Þetta þótti tímamótakeppni þar sem fjölbragðaglíman kom aftur til borgarinnar þar sem hún hófst. Benoit er fæddur og uppalinn í Kanada en hann þykir hafa yfir mestri tækni að ráða í heimi atvinnumanna í fjölbragðaglímu. Connery kveður Skoski stórleikarinn, Sir Sean Conn- ery, hefur ýjað að því undanfarið að hann sé hættur öllum leik með því að segja að einungis stórkostlegt tilboð fengi hann til að snúa aftur á svið. Gamli Bond leikarinn er nú staddur á Bahama-eyjum þar sem hann jafnar sig eftir skurðaðgerð í janúar þegar æxli var fjarlægt úr nýrum hans. Vinir Connery búast við því að hann snúi ekki aftur sem leikari, heldur einbeiti sér frekar að öðru áhugamáli sínu, stjórnmálum, þeg- ar hann nær heilsu. Hann hefur m.a. sagst ætla að tala inn á auglýsingu fyrir stjórnmálaflokk sinn. I fyrra hafnaði Connery samn- ingi upp á rúmlega einn milljarð króna fyrir að leika bankaræningja í spennumynd. FRJÁLST ÓHÁÐ blaðiö= LÉTTKOLSÝRT ...mœðgur ...ferðalanga

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.