blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 blaðið
Al-Sadr hvetur til stillingar
Reuters
Hinn róttæki sjítaklerkur, Mugtada al-Sadr, ræðir við blaðamenn í gær f hinnu helgu borg
Najaf. Hann hvetur trúarhópa i (rak að sýna stillingu svo forða megi borgarastyrjöld.
íraski sjítaklerkurinn Muqtada
al-Sadr lýsti því yfir á blaðamanna-
fundi í gær að herflokkar hans
myndu ekki hefna árása súnníta á
hverfu sjíta s.l sunnudag. Á fimmta
tug manna létust og yfir 200 særðust
í sprengjutilræðum og skotárásum í
austurhíuta Bagdag. Árásirnar voru
gerðar sama dag og leiðtogar þing-
meirihlutans ætluðu að funda um
stjórnarkreppuna í landinu. Ekki
hefur enn tekist að mynda ríkis-
stjórn eftir kosningarnar í desember
í fyrra. Fundinum hefur verið
frestað til fimmtudags.
Al-Sadr sagði að hefndir myndu
aðeins leiða Irana út í borgarastríð.
Hann lýsti því yfir að raunveru-
leg ástæða ólgunnar og ofbeld-
isins væri áframhaldandi vera
hernámsliðs Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra. Al-Sadr sakaði
Bandaríkjamenn um bera ábyrgð
á voðaverkunum á sunnudag þar
sem að njósnavél á þeirra vegum
hefði veitt hryðjuverkamönnunum
skjól til árása. Á fundinum með
blaðamönnum sagði al-Sadr að her-
flokkar hans gætu yfirbugað hryðju-
verkamenn á vegum al-Qaeda, sem
taldir eru standa fyrir árásunum en
þeir myndu sýna stillingu til þess að
koma í veg fýrir að borgarastyrjöld
brjótist út
Vaxandi áhrif al-Sadr
Áhrif al-Sadr, sem er talinn vera
um þrítugt, hafa farið vaxandi í
íröskum stjórnmálum. Eftir að hafa
leitt tvær misheppnaðar uppreisnir
gegn bandaríska hernámsliðinu
árið 2004 hefur hann umbreytt
herflokkum sínum og stuðnings-
mönnum i stjórnmálaafl sem nýtur
fylgis meðal ungs fólks og fátækra
íraka. Umbreytingin skilaði árangri
í kosningunum í desember. Af þeim
128 fulltrúum sem bandalag sjíta
fékk kjörna í kosningunum fengu
stuðningsmenn al-Sadr 32. Talið
er að þingstyrkur stuðningsmanna
klerksins ásamt stuðningi þeirra
við Ibrahim Jafari í embætti forsæt-
isráðherra muni verða til þess að
þeir fá fimm ráðherrastóla í næstu
ríkisstjórn.
Bandaríkjamenn oghófsöm stjórn-
málaöfl innan fraks óttast uppgang
al-Sadr. Talið er að áhrif hans verði
til þess að vinna gegn markmiðum
hins nýstofnaða lýðveldis í írak.
Þrátt fyrir að stuðningsmenn hans
taki þátt í stjórnmálum er talið að
náðarvald klerksins og hollusta
herflokka hans geti orðið til þess
að beini valdi sínu út fyrir farveg
stjórnmála fái hann ekki málefnum
sínum framgengt. Al-Sadr er á móti
stjórnarskrá landsins og telur að
ekki eigi að aðskilja ríki og trú. Auk
þess telur hann brýnasta verkefni
næstu ríkisstjórnar vera að krefjast
þess að bandaríska hernámsliðið
verði kallað heim frá Irak.
Rödd alþýðunnar vill
reglur um kjörþyngd
embættismanna
Árlegum fundarhöldum kínverska
þingsins, sem er áhrifalaus sam-
koma í stjórnkerfi landsins, lauk
á dögunum. Samfara þinghaldinu
fundaði svokölluð ráðgjafarsam-
koma kínverskrar alþýðu en til-
lögur hennar þykja oft sýna æði
frumlega nálgun við lausn vanda-
mála við stjórn landsins.
Á ráðgjafarsamkomunni sitja
tvö þúsund fulltrúar sem eru
valdir sérstaklega af yfirvöldum
til þess að rödd alþýðunnar heyr-
ist enn betur í stjórnkerfi landsins.
Tillögur fulltrúa samkomunnar
mótast nokkuð af stjórnkerf-
inu og hafa þeir tilhneigingu til
þess að leggja fram frumlegar
umbótatillögur í stað þess að
takast á við stærstu vandamál
alþýðulýðveldisins.
Meðal helstu tillagna samkom-
unnar í ár var að reglugerð yrði
sett um æskilega kjörþyngd emb-
ættismanna til þess að koma í veg
fyrir spillingu. Hugsunin á bakvið
tillöguna er að koma í veg fyrir að
embættismenn noti almannafé í
mat og drykk. Ein tillagan var að
tannstönglar í Kína yrðu gerðir úr
korni í stað viðar til þess að koma
í veg fyrir eyðingu skóga. Einnig
barst krafa frá ráðgjafarsamkom-
Óttast aö feitir embættismenn í Kína
verði spillingu aö bráö
unni um að kínverskir knatt-
spyrnumenn gæti sín að falla ekki
fyrir freistingum hórlífis og að
frídögum kínverskrar alþýðu yrði
fjölgað.
Þrátt fyrir þetta snertu nokkrir
fulltrúar á heitari kartöflum og
komu fram tillögur um að hjóna-
bönd samkynhneigðra yrðu leyfð
og að líknardráp yrðu leyfð til
reynslu.
Sjaldgæft er að tillögur ráðgjaf-
arsamkomu kínverskrar alþýðu
verði að lögum og þykir tilvist
hennar ekki skila tilætluðum ár-
angri; að virkja rödd alþýðunnar
við stjórn landsins.
Reuters
Aldraöur stuðningsmaður Slobodan Milosevic kveður leiðtoga sinn í Belgrad mánudag.
Ættingjar Milosevic
vilja að hann verði
jarðsettur í Belgrad
Lögmaður Slobodans Milosevic,
fyrrum forseta Júgóslavíu og síðar
Serbíu, lýsti því yfir í gær að ætt-
ingjar hans óskuðu þess að hann
yrði grafinn í Belgrad og að hann
hafi komið þeirri ósk á framfæri
við serbnesk stjórnvöld. Áður hafði
Marjana Merkovic, ekkja Milosevic,
sagt að hún vildi að útförin færi
fram í Moskvu þar sem hún býr í
sjálfskipaðri útlegð.
Að sögn lögmannsins, Zdenko
Tomanovic, mun Marko, sonur
Milosevic, heimta lík föður síns úr
vörslu hollenskra yfirvalda á næstu
dögum. Ekki er vitað hvernig serb-
nesk stjórnvöld bregðist við bón að-
standenda Milosevic. Bæði Marjana
og Marko eru eftirlýst í Serbíu og
hafa stjórnvöld þar gefið út alþjóð-
lega handtökuskipun á hendur þeim.
Talið er að deilur um hvar jarða
beri Milosevic geti ýft upp gömul
sár á meðal íbúa fyrrum lýðvelda
Júgóslavíu.
Milosevic lést úr hjartaáfalli og
fannst látinn í fangaklefa sínum í
Haag á laugardagsmorgun. En þar
réttaði stríðsglæpadómstóllinn yfir
honum. Niðurstöður rannsókna á
líki hans sýna að í blóði hans var
efni sem dró úr virkni þeirra lyfja
sem læknar gáfu honum við hjarta-
sjúkdómi og of háum blóðþrýstingi