blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 24
24 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 I blaðiö Lífið er lotterí - taktu þátt í því! Treystu á lukkuna og kauptu þór miða á næsta sölustað. Potturinn stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 100 milljónir og bónusvinningurinn í 7 milljónir. Veitu ™eð fyrÍrkTiT~ morgun. V I K I N G A LðTTi AUtaf á miðvikudögum! lotto.is Dóttir John Osborne berföður sínum ekki vel söguna Kaldlyndur og reiður faðir Frægasta leikrit Osborne Horfðu reiður um öxl er sigilt verk. Meðal þeirra leikara sem leikið hafa I því eru hjónin fyrrverandi Kenneth Branagh og Emma Thompson. John Osborne. Leikritaskáldið fræga var kaldlyndurfaðir. Fyrir hálfri öld olli John Os- borne straumhvörfum í bresku leikhúsi þegar leikrit hans Horfðu reiður um öxl var frum- sýnt. Óheflað málfar og ofsafull framkoma aðalpersónunnar Jimmy Porter kom mönnum á óvart og vakti annað hvort hneykslan eða hrifningu sýn- ingargesta. Hinni ungi og reiði maður var kominn í sviðsljósið. Osborne hélt áfram að skrifa og ávann sér mikla frægð. Hann lést árið 1994. Nú hefur dóttir Osborne, Nolan Parker, stigið fram í sviðsljósið og tjáð sig í fyrsta sinn opinber- lega um samskiptin við föður sinn. Hún segir hann hafa verið geðvondan mann sem hafi rekið hana að heiman þegar hún var ung- lingur og neitað að tala við hana eftir það. í bréfum sem hann sendi henni vandaði hann henni ekki kveðjurnar og sagði hana vera ómerkilega og kaldlynda. Rekin að heiman Osborne kvæntist fimm sinnum og fjallað hefur verið ítarlega um samband hans við eiginkonur sínar en fram að þessu hefur lítið sem ekkert verið vitað um sam- skipti hans við Nolan, sem er eina barn hans. Nolan, sem er 41 árs, segist ekki bera kala til föður síns. „Það er langt um liðið og ég yppti bara öxlum,“ segir hún. Nolan er dóttir Osborne og þriðju eigin- konu hans, Penelope Gilliatt, sem var kvikmyndagagnrýnandi og handritahöfundur myndarinnar Sunday Bloody Sunday þar sem Glenda Jackson og Peter Finch fóru með aðalhlutverk. Osborne yfirgaf Gillatt árið 1968 til að kvænast leikkonunni Jill Bennett. Nolan bjó hjá móður sinni í Banda- ríkjunum en heimsótti föður sinn öðru hvoru. Osborne sýndi dóttur sinni hlýju meðan hún var barn en sambandið versnaði þegar hún tók að þroskast. Hún bjó um tíma hjá honum á unglingsárum en loks henti hann henni út og hún flutti til vina sinna. Eftir það sendi faðir hennar henni bréf og póst- kort með svívirðingum. 1 síðasta bréfinu sem hann skrifaði henni sagðist hann hvorki vilja heyra frá henni né sjá hana framar. Nolan hitti föður sinn af tilviljun árið 1987, skömmu áður en hún gekk í hjónaband. Hún rakst á hann á götu. Þau horfðu hvort á annað en hvorugt sagði orð. Þau sáust ekki aftur. „Ég sé ekki eftir því að hafa ekki talað við hann,“ segir Nolan. Bréf rata í ævisögu Hluti af bréfaskrifum Osborne til dóttur sinnar munu birtast í ævi- sögu leikritaskáldsins sem kemur út í maí næstkomandi. Höfundur bókarinnar John Heilpern segir að Osborne hafi ekki kunnað á sam- skipti við unglingsstúlku og við- urkennir að hann hafi sýnt dóttur sinni mikla grimmd. Nolan hefur séð nokkurra verka föður síns. „Margir meta hann mikils sem leikritaskáld. En ég hugsa ekki um að hann hafi skrifað leikritin eða um hann sem leikrita- skáld, ég hugsa eiginlega ekkert um hann. Ég er hamingjusöm og held áfram að lifa,“ segir hún. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 3 4 7 2 6 9 5 8 1 5 6 8 7 3 1 4 9 2 9 1 2 5 4 8 6 3 7 1 2 3 8 5 6 7 4 9 4 5 6 9 7 2 3 1 8 7 8 9 3 1 4 2 5 6 6 7 4 1 9 3 8 2 5 2 9 5 4 8 7 1 6 3 8 3 1 6 2 5 9 7 4 Su Doku þrautin snýst um aö raöa tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt 1 reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri Mnu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 1 3 7 5 7 9 8 3 6 6 1 3 8 8 2 5 3 9 4 6 7 2 4 9 6 2 4 9 8 5 3 2 KISSFMB9S^f/ ÓjTV/A R PS.SJiJjA RNlA ☆ ÍSLANDSfti ■ Híldur verðúrnæsta1 útvarpsstjarna íslands P Ertu búinn að kjðsa ? WWW.KISSFM.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.