blaðið - 18.03.2006, Side 6

blaðið - 18.03.2006, Side 6
6 I ÍWMLENDAR FRÉTTIR LAUGAEDAGUR 18. MARS 2006 blaöið TÆ W Meira mannlíf vantar í miðborgina að degi til Einar Örn Stefánsson, framkvœmdastjóri Þróunarfélags miðborg- arinnar, segir hnignunarskeiði miðbœjarins lokið. ,Deiliskipulag við Laugaveginn hefur verið samþykkt og þar er fyrir- huguð talsverð uppbygging á næstu árum,“ segir Einar Órn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. „1 fyrrasumar var skipað á vegum skipulags- og byggingarsviðs borgar- www.expressferdir.is innar í rýnihóp um útlit bygginga við Laugaveg. Hópurinn á að meta allar breytingar á gömlum húsum og ný- byggingum sem þar rísa. StarfssvæðiÞróunarfélagsmiðborg- arinnar nær út að gömlu Hringbraut, að Hlemmi og Suðurgötu, en þetta er það svæði sem kallað hefur verið FÓTBOLTAFERÐ TIL LONDON READING-STOKE 16.-18. APRIL Lið Reading hefur farið á kostum á þessu tímabili og eru á hraðri leið upp I ensku úrvalsdeildina. (var Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson leika báðir með liði Reading og nú er það íslendingaliðið Stoke sem kemur ( heimsókn. Hörkuspennandi íslendingaslagurl 39.900 kr. INNIFALIÐ: Rug og flugvallaskattar, 2 naetur á hóteli með morgunverði og VlP-miði á leikinn. Miðað er við að tveir séu saman I herbergi. y) Nánar á www.expressferdir.is Express Ferðir O Express Feröir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Ferðaskrifstofa I eigu lceland Express gamli miðbærinn. Hlutverk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu, menningarlífs, verslunar og þjónustu. Þróunarfé- lagið er fulltrúi verslunareiganda, veitingamanna og annarra þjónustu- fyrirtækja, svo sem bankanna.“ Einar segir að margt hafi áunnist íuppbyggingu miðborgar- innar, en þró- unin verði að halda áfram. Hann segir bjarta tíma framundan. „Miklar bygg- i n g a f r a m - kvæmdir eru __________________ fyrirhugaðar Einar örn Stefánss0n ímiðborginm og þar er náttúrlega langstærsta verkefnið bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss. Þá eru fyrirhugaðar íbúðabyggingar í kringum Hlemm og víðar. Byggingu bílastæðahúss þar sem Stjörnubíó stóð áður er lokið og þar verða verslanir á jarðhæð, en íbúðir á efri hæðum. Fyrirhuguð er uppbygging á svo- kölluðum Frakkastígsreit, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Á næstu árum er svo áætlað að byggja upp svæðið í kringum Mýrargötu þar sem Slippurinn er nú. Ekki má gleyma háhýsunum í Skuggahverfi og við Skúlagötu, Fyrst og fremst í Evrópu _rrr- - Bílaleigubíll í Króatíu frá 2.779 kr á dai Chevrolet Matiz eða sambærilegur. Verðdæmi Bretland ** 2.265,- Danmörk ** 3.269,- ýmis lönd: Frakkland ** 2,207,- Þýskaland ** 2.265,- Innifalió i leiguverði erlendis: Ótakmarkaður akstur, skattur, tryggingar og afgreiðslugjald á flugvelli - ekkert bókunargjald. ** M.v. 7 daga lágmarksleigu, verð er háð gengi og getur breyst án fyrirvara Bókaðu bílinn heima í síma 461-6010 THE INSTÍTUTE OF TRANSPORT MANAGEMENT (ITM) valdi National sem bilaleigu ársins 2006 bæði í Bretlandi og Evrópu. Petta er annað árið í röð sem sem þessi heiöur hlotnast fyrirtækinu í Bretlandi, en þriðja árið i röð sem National er kosin besta bílaleigan í Evrópu. m húttotul Cmt KcMaf BILALEIGA AKUREYRAR þínar þarfir - okkar þjónusta. Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is BlaÖið/Frikki Fyrirhuguð er uppbygging á svoköliuðum Frakkastígsreit, milli Laugavegar og Hverfisgötu. sem óðum eru að komast í gagnið, en við það fjölgar íbúum í miðborg- inni um nokkur þúsund.“ Þróuninni snúið við Fastur liður í miðborgarlífinu er „langur laugardagur", sem er að jafnaði fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Nýlega var ráðinn markaðs- fulltrúi til að sjá um það verkefni. Markmiðið er að langir laugardagar verði þematengdir með tilheyrandi uppákomum." Einar segir að þótt margt hafi áunnist á undanförnum árum vanti meira mannlíf í miðborgina að degi til. „Miðborgin var áður fyrr iðandi af lifi allan liðlangan daginn og við stefnum að því að svo verði í náinni framtíð. Á árunum 1995 til 2000 var ákveðið hnignunarskeið í verslun í miðborginni, en á þeim árum fækk- aði verslunum talsvert. En á síðustu árum hefur þessi þróun snúist við, verslunum hefur fjölgað á ný og núna er setið um öll verslunarpláss sem losna.“ Hvað með bílastœðamál miðborgarinnar? „Bílastæðamál eru vandamál í öllum miðborgum, en fyrir 2-3 árum var aukastöðugjald lækkað eftir við- ræður okkar við borgaryfirvöld. Hér er sama reynsla og erlendis af gjald- frjálsum stæðum í hjarta miðborga, þ.e. þau eru tekin frá langtímum saman og nýtast því ekki sem skyldi. En nú er verið að fjölga bílastæðum, m.a. með tilkomu Stjörnuports, og afnuminn hefur verið hámarkstími sem áður var við stöðumæla. Þá má nú einnig nýta pappírsmiða sem eru óútrunnir á peningamæli og greiða má í stöðumæli með gsm-kerfinu. Einar segir mikilvægt að auka líf í Hljómskálagarðinum og hefur skrifað greinar m.a. um uppsetn- ingu kaffihúss þar. „Ég hef lagt til að búið verði svo um hnútana að líf verði í Hljómskálagarðinum, en þar þarf einnig að halda grænu svæði.“ Aldrei fleiri hús rifin í Reykjavík Mikilvœgt sagt að gcett sé aðförgun úrgangs þar sem mengandi efni geta valdið skaða. Mbl.is | Aldrei hafa fleiri byggingar verið jafnaðar við jörðu í Reykjavík en í fyrra. Þetta kemur fram í erindi sem Erpur Snær Hansen hjá Meng- unarvörnum Reykjavíkur flytur á ráðstefnunni Verk og vit í dag, laugardag. Erpur flokkar niðurrif bygginga í fjóra meginflokka: ný hverfi þar sem eldri byggingar víkja, endur- nýjun þar sem stakar byggingar eru rifnar og svo endurbyggt, þétt- ing byggðar þar sem gamalt hverfi er rifið og endurbyggt, eins og til dæmis í Skuggahverfinu, og úreld- ing og annað, þar sem bygging eða hlutar bygginar eru fjarlægðir án endurnýjunar. Sem dæmi um niður- rif í Reykjavík má nefna Hraðfrysti- stöðina sem hefur þegar verið rifin og Daníelsslipp sem verður rifinn í vor en hvorutveggja er forvinna fyrir Mýrargötusvæðið. Þá er verið að rífa gömlu Lýsisverskmiðjuna. Faxaskáli og nærliggjandi bygg- ingar munu hverfa í sumar til að rýma fyrir tónlistarhúsinu. Gæta þarf að förgun úrgangs þegar byggingar eru rifnar því mengandi efni geta valdið fólki skaða. Til árs- ins 1970 var aspest notað í bygging- ar hér á landi en þegar það er brotið þyrlast glernálar út í andrúmsloftið og festast í lungum sem getur verið hættulegt. Blaíií/Frlkki Leiðrétting | I Blaðinu I gær birtist viðtal við Guðnýju Hallgrímsdóttur, prest fatlaðra. (greininni misfórst eftirnafn Guðnýjar en hún var skrifuð Halldórsdóttir í viðtalinu og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Opin íbúöalán Eiga ekki allir að njóta frelsis? Fórnaðu ekki frelsinu - kynntu þér opin íbúðalán SPRON á spron.is spron

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.