blaðið - 18.03.2006, Page 20

blaðið - 18.03.2006, Page 20
20 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöiö Umíjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn bömum bœði tit góðs og iUs Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, býður alla velkomna í heimsókn á milli kl. 11 og 16. Kynntu þér aðstöðuna f skólanum og fjölbreytt námsframboð. LAUGARDAGINN 18. MARS Mikil umræða hefur verið um kyn- ferðisafbrot gegn börnum á undan- förnum mánuðum í kjölfar útgáfu bókarinnar Myndin af pabba - Saga Thelmu eftir Thelmu Ásdísardóttur og Gerði Kristnýju síðastliðið haust. Bókin fjallar um hörmulega lífs- reynslu Thelmu Ásdísardóttur en hún og systur hennar voru misnot- aðar kynferðislega af föður þeirra. Önnur mál hafa einnig vakið upp umræðu um þennan málaflokk svo sem umdeild forsíðufrétt DV um meintan barnaníðing fyrr á þessu ári, umfjöllun fréttaskýringaþátt- arins Kompáss á NFS um barnaníð- inga og auglýsingaherferð samtak- anna Blátt áfram sem hleypt var af stokkunum um miðjan síðasta mánuð. í ljósi þessarar miklu um- ræðu sem hefur verið um málaflokk- inn velti Blaðið fyrir sér hvaða afleið- ingar hún kynni að hafa fyrir þá sem starfa í þessum geira. Kristín Berta Guðnadóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Islands, vinnur um þessar mundir að sér- stöku verkefni sem tengist þeirri umfjöllun sem varð í samfélaginu í kjölfar útkomu bókarinnar Myndin af pabba - Saga Thelmu. „Ég skoð- aði hvort fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisafbrot gegn börnum hefði áhrif á fjölda tilvísana inn í Barna- hús. Þetta er lítið verkefni sem ég er að vinna í tengslum við starfsnám mitt hér í Barnahúsi, þannig að ég gat ekki litið marga mánuði eða ár aftur í tímann," segir Kristín Berta og bætir við að verkefninu sé ekki lokið og endanlegar niðurstöður liggi því ekki fyrir. Meðal þess sem fyrstu niðurstöður könnunar Kristínar Bertu leiða í ljós er mikil aukning tilvísana til Barna- húss í október og nóvember á síðasta ári miðað við sömu mánuði árið 2004. í október 2004 var 9 málum vísað til Barnahúss en í sama mán- uði í fyrra voru þau 27. I nóvember 2004 voru málin 11 en 20 í fyrra. Að meðaltali voru málin 13,8 á mánuði árið 2004 en í fyrra voru þau 15,2. Blaðið/SteinarHugi Vigdís Erlendsdóttir, forstööumaður Barnahúss, og Kristín Berta, nemi í félagsráðgjöf, segja að það skipti máli hvers eðlis umfjöllun um kynferðisbrot gegn börnum er, Hún getur bæði orðiö til góðs og ills og því þurfi að vanda sérstaklega til hennar. Hefur áhrif til lengri tíma litið Kristín Berta og Vigdís Erlends- dóttir, forstöðumaður Barnahúss, telja að skýra megi þessa aukningu með umfjöllun fjölmiðla en ekki sé hægt að fullyrða um það þar sem 'V- HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK ‘ * REYKjAVlK UNIVERSITY ^fOFANLETTI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 • www.ru.ls - enn eigi eftir að vinna frekar úr nið- urstöðum könnunarinnar og verk- efnið mjög afmarkað. Ennfremur geti verið sveiflur milli ára og fleiri þættir geti haft þar áhrif á. Einnig verður að hafa í huga að tilkynningar um grun um kynferð- isafbrot gegn börnum berast ekki Barnahúsi með beinum hætti heldur koma þær fyrst til kasta barnavernd- arnefndar á hverjum stað fyrir sig. Vigdís segir engu að síður alveg klárt í sínum huga að umfjöllunin muni hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið. „Sá aldur sem fólk er á þegar það greinir frá kynferðisof- beldi færist sífellt neðar. Fólk sem er komið yfir fertugt er í mörgum tilfellum fyrst núna að segja frá því sem það lenti í en kynslóðin sem er að vaxa úr grasi greinir frá ofbeld- inu tveimur til þremur árum eftir að því lauk. Það er mikill munur á því,“ segir hún. Eðli umQöllunar skiptir máli Vigdís segir að þegar starfsmenn Barnahúss taki skýrslur af börnum spyrji þeir ævinlega hvað hafí orðið til þess að þau sögðu frá þvi ofbeldi sem þau hefðu verið beitt. „Mörg þeirra minnast á að þau hafi til dæmis lesið grein í blaði eða heyrt frétt sem gerði það að verkum að þau áttuðu sig á því að þau áttu að segja frá. Ég man eftir að i kjölfar umfjöll- unar i einu dagblaðanna komu tvö mál hingað sem enduðu með sakfell- ingardómi. Þau mál hefðu því senni- lega ekki komið upp á yfirborðið ef ekki hefði verið fjallað um kynferði- sofbeldi gegn börnum í blaðinu," segir Vigdís. Vigdís og Kristín Berta eru sam- mála um að það skipti máli hvers eðlis umfjöllun um þennan mála- flokk er, hún geti bæði verið til góðs og ills og því þurfi að vanda mjög Könnun Krlstínar Bertu Guðnadóttur, nema I félagsráðgjöf, leiðir I Ijós að tilvís- unum til Barnahúss fjölgaði mjög í kjölfar umfjöllunar um kynferðisofbeldi gegn börnum síðastliðið haust. til hennar. „Umræða þar sem menn eru krossfestir á forsíðu blaðs er skaðleg bæði fyrir meintan geranda sem maður getur ekki útilokað að sé saklaus og líka fyrir alla þá þolendur sem óttast afleiðingar þess að segja frá bæði fyrir sig og gerandann ef hann er þeim nákominn. Þannig umfjöllun er því afar skaðleg. Við erum sannfærð um að umfjöllun DV í ísafjarðarmálinu geti hæglega orðið til þess að einhver veigri sér við að segja frá,“ segir hún. Auglýsingar höfða til barna og foreldra Vigdís hrósar sérstaklega nýjum aug- lýsingum Blátt áfram samtakanna sem hún segir vera í senn hispurs- lausar og auðskiljanlegar. „Boðskap- urinn er einfaldur og er orðaður eins og börn orða hlutina. Það er hætta á þvi að hugtakið kynferðisofbeldi missi svolítið merkingu sína ef það er aldrei sagt hvað felist í því. Börn skilja ekki hugtakið en þau skilja það sem jafnaldrar þeirra segja í aug- lýsingunum," segir Vigdís og bætir við að um leið höfði auglýsingarnar til foreldra og bendi þeim á að það sé i þeirra verkahring að tala við börnin um þessi mál. „Þetta snýst um að fræða barnið sitt á þann hátt sem það skilur,“ bætir Kristín Berta við. Fræðsla í skólana Vigdís telur að setja þurfi fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námskrá leik- og grunnskóla. „Auglýsingar eru góðra gjalda verðar en ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera hluti fræðslu sem fari fram í skólum. Börnum eru kenndar umferðarreglur í leikskóla. Börnum ætti líka að vera kenndar þessar umgengnisreglur og hvernig þau eigi að bregðast við ef einhver áreitir þau,“ segir Vigdís. Hún gefur lítið fyrir hugmyndir um að slík fræðsla kynni að ala á tortryggni barna í garð fullorðinna. „Slíkar hugmyndir koma eingöngu frá þeim sem hafa ekkert vit á því sem þeir eru að fjalla um. Umferðar- reglurnar gera börn ekki hrædd við að fara út úr húsi, þær kenna þeim að fara út úr húsi á öruggan hátt og vera í umferðinni án þess að það sé keyrt yfir þau. Það er sambærilegt við þetta,“ segir hún og bætir við að flestir átti sig á því að fræðsla sé af hinu góða. „Ung börn sem eru misnotuð halda oft að það sé eðlilegt vegna þess að það hefur enginn frætt þau um þessa hluti,“ segir Kristín Berta og Vigdís bætir við að það þurfi að fræða börn reglulega. „Fræðslan á fyrst og fremst að fara fram í skól- unum. Mér finnst að börn eigi ekki að lesa tilfallandi dagblöð til að vita hvernig þau eigi að bregðast við ef þau eru misnotuð," segir Vigdís að lokum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.