blaðið

Ulloq

blaðið - 18.03.2006, Qupperneq 24

blaðið - 18.03.2006, Qupperneq 24
24 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 bla6Í6 Danskunnátta gegndi mikilvœgu hlutverki í lifsbaráttu formanna Þeirsem hafa hœfileika á danssviðinu eru félagslyndari að eðlisfari og það kemur þeim til góða í samskiptum og makaleit og hefur að öllum líkindum skipt máli frá forsögulegum tímum. Danskunnátta gegndi að öllum líkindum mikilvægu hlutverki í lífsbaráttu forfeðra mannkyns sem beittu hreyfingum til samskipta og makaleitar. Ný erfðafræðirannsókn leiðir að því líkum að dansarar á okkar tímum eigi tvö tiltekin gen sameig- inleg sem bæði tengjast hæfni fólks til mannlegra samskipta. Vísinda- menn telja að þetta hafi gefið for- mönnum sem höfðu til að bera sam- hæfingu og rytma vissa yfirburði í þróunarsögunni. Dansarar félagslyndari að eðlisfari „Líkt og tónlist er dans athöfn sem á rætur sínar að rekja aftur til forsögu- legra tíma og var í sumum tilfellum hluti af helgiathöfn, stundum sam- skiptaaðferð og stundum mikilvæg leið til makaleitar," segir í grein vísindamanna við Háskólann í Jerúsalem. Erfðaefni úr 85 úrvalsdönsurum og foreldrum þeirra var borið saman við tvo hópa, annars vegar fólks sem ekki hafði neina sérstaka eiginleika að bera og hins vegar við hóp íþrótta- manna. Genin sem voru rannsökuð hafa ekki áhrif á tiltekna líkamlega getu en stjórna tveimur efnum sem hafa áhrif á hegðun fólks og félags- lyndi. Eins og vísindamennina renndi í grun fundust bæði efnin í miklu magni meðal dansaranna. Með öðrum orðum, þó að ekki væri hægt að setja dansarana í annan flokk en hina vegna líkamlegra eig- inleika áttu þeir sameiginleg gen sem gerðu þá félagslyndari. Mikilvægur hæfileiki til að komast af Þessi meðfæddi hæfileiki var mik- ilvægur á forsögulegum tímum að mati Steven J. Mitchen, fornleifa- fræðings við Háskólann í Reading á Englandi. „Samvinna var mikilvæg til að komast af á síðustu isöld og liðkað hefur verið fyrir henni með þeim mannlegu tengslum sem þróast fyrir tilstilli dans og söngs,“ sagði hann. 1 nýrri bók Mitchen heldur hann því fram að vegna áhrifa dans og söngs á samskipti manna hafi hvort tveggja gegnt mikilvægu hlutverki í félagslegum samskiptum um leið og menn fóru að ganga og tala. Mitchen einblíndi á Neanderthals- manninn í rannsókn sinni en hann telur engu að síður að dans hafi víða gegnt mikilvægu hlutverki og forn- menn hafi lagt stund á hann fyrir allt að 1,5 milljónum ára. Rétt eins og á dansgólfum okkar tíma stigu fornmenn dans til að ná sér í maka. „í mörgum samfélögum á okkar dögum beita menn dansi til að laða að sér maka,“ segir Mitchen. „Dans- inn er leið til að láta í ljósi líkamlegt ástand manns og samhæfingu en þeir eiginleikar hefðu komið að góðum notum í samfélögum veiði- manna og safnara," segir hann. Danskunnátta skipti sköpum í lífsbaráttu fornmanna aö mati vísindamanna viö Háskói- ann í Jerúsalem. Nýjar rannsóknir á loftslagsbreytingum leiða í Ijós aö þær hafa náð mjög alvarlegu stigi og brýnt er aö stjórnvöld og atvinnulifið reyni að stemma stigu við henni. Talið er að hlýnun jarðar muni halda áfram þótt allri losun gróðuhúsalofttegunda yrði hætt nú þegar. Hlýnun jardar hefur náð alvarlegu stigi Hlýnun jarðar af mannavöldum hefur náð alvarlegu stigi samkvæmt nýrri skýrslu vísindamanna sem kynnt var í vikunni. Niðurstöður rannsókna vísindamannanna leiða í ljós að hlýnunin muni halda áfram jafnvel þó að losun gróðurhúsaloft- tegunda yrði hætt með öllu núna. „Hlýnunin myndi halda áfram jafnvel þó að við kæmum í veg fyrir uppsprettu hennar sem er losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til við brennslu jarðefnaeldsneytis,“ sagði David Jhirad hjá Alþjóðlegu auðlindastofnuninni (World Reso- urces Institute) í Washington fyrr í vikunni. Jhirad sagði að hægja myndi á hlýnuninni en af eðlisfræði- legum orsökum myndi hitastig í heiminum halda áfram að hækka. Vísaði hann þar til skýrslu sem stofnunin gaf út í vikunni sem unnin er upp úr rannsóknarskýrslum um loftslagsbreytingar á síðasta ári. Þarf að grípa tafarlaust til aðgerða Jhirad sagði að enginn vafi léki lengur á þvi að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og að merki þess kæmu æ betur í ljós. Skýrsluhöfundar sögðu einnig að áhrif loftslagsbreytinga væru það al- varleg að þau ættu að hvetja heims- byggðina til þess að grípa tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara tjón og reyna að bæta það tjón sem þegar hefði orðið. „Við getum ekki gert ráð fyrir því að þessar brey tingar komi til með að eiga sér stað eftir það langan tíma að við höfum efni á því að bíða,“ sagði Jhirad. Alþjóða auðlindastofnunin veitir ráðgjöf í umhverfismálum og hefur unnið með iðnfyrirtækjum og um- hverfisverndarsamtökum um heim allan. Þarf að þróa tækni sem dregur úr loftmengun Jhirad telur að stjórnvöld eigi að marka sér stefnu sem hvetji fýrir- tæki til að vinna að tæknilegum framförum sem miði að því að draga úr loftmengun. Hann bætti við að hann væri gáttaður á frammistöðu bandarískra stjórnvalda í þessum málaflokki. Árið 2001 dró George Bush, Bandaríkjaforseti, Bandaríkin út úr Kyoto-samkomulaginu sem ætlað er að draga úr hlýnun jarðar. Forsetinn hafnaði samkomulaginu sem efnahagslegri spennutreyju sem myndi kosta Bandaríkjamenn störf auk þess sem hann var ósáttur við að samkomulagið náði ekki til þróunarlanda. Samkvæmt Kyoto-samkomulag- inu skuldbinda um 40 iðnríki sig til að draga verulega úr losun varma- bindandi lofttegunda frá 2008 til 2012. Myndavélasmiðir skapa sér sérstöðu Sala á stafrænum myndavélum hefur aukist í Bandaríkjunum þrjú ár í röð og spá sérfræðingar hjá markaðs- rannsóknafyrirtækinu InfoTrends því að hún nái hámarki á þessu ári. Eftir því sem salan minnkar munu framleiðendur þurfa að finna nýjar leiðir til að skapa framleiðsluvörum sínum meiri sérstöðu á markað- inum. Sumir gera það með hönnun, aðrir með nýjum tæknieiginleikum. Ekki þýðir lengur að reyna að skapa sér sérstöðu með fjölda megapixla að mati sérfræðinga. Myndavélaframleiðendur virð- ast í auknum mæli skapa sér sér- stöðu með því að búa vélarnar inn- byggðum stillingum sem ætlað er að spara fólki ómakið að hugsa um myndatöku og myndauppbyggingu. Sérstakar stillingar fyrir mis- munandi myndatökur Sem dæmi má nefna að nýleg myndavél frá Canon er búin 21 still- ingarmöguleika þar á meðal einum sem ætlaður er fyrir myndatökur af blómskrúði og öðrum fyrir flugelda- myndir. Nikon framleiðir vélar með stillingu fyrir myndatöku skjala- texta eða safngripi og Casio býður upp á sérstaka eBay-stillingu sem gerir það að verkum að auðveldara er að hlaða myndum úr vélinni inn á þekktan uppboðsvef með sama nafni. Þá býður Panasonic-fyrir- tækið, sem er tiltölulega nýbúið að hasla sér völl á markaði stafrænna myndavéla, upp á sérstaka stillingu fyrir matarmyndatökur og aðra sem ætlað er að eyða hrukkum úr andliti þess sem myndaður er. Sérfræðingar telja að sala á stafrænum myndavélum muni há hámarki á þessu ári og framleiðendur muni þurfa að skapa vörum sínum meiri sérstöðu á markaðinum. Svíar berjast gegn offitu ungra barna Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa í hyggju að kanna offitu meðal allra fjögurra ára barna í því skyni að stemma stigu við heilsufarsvanda sem aukin offituvandi ungra barna hefur í för með sér. „Það er nú mælt með því að allir barnalæknar skrái líkamsmassa fjögurra ára barna,“ sagði Claude Marcus, yfirmaður rannsóknarmið- stöðvar í offitu barna við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi i viðtali við AFP-fréttastofuna í byrjun vikunnar. „Batahorfur barna sem eiga við offitu- vandamál að stríða verða minni og minni. Þeim reynist æ erfiðara að grennast eftir að þau hafa fitnað á annað borð þannig að það er mikil- vægt að koma auga á vandann eins fljótt og auðið er,“ bætti hann við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.