blaðið - 18.03.2006, Page 26

blaðið - 18.03.2006, Page 26
26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöið Kraftbirtingarhljómurinn ekki fjarri lagi í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Guð sagði: „Verði ljós!“ Og það varð ljós. Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt. Það varð kveld og það varð morg- unn, hinn fyrsti dagur. Svona hefst frásögn Biblíunnar af upphafi heimsins. Ljósið var hið góða sem hreyfði við lífinu og kom tímanum af stað. Það var ekki fyrr en löngu síðar, á sautjándu öld, sem einn af afkomendum fyrstu mann- ana, Isaac Newton, uppgötvaði að sólarljós, birtan, er blanda ljóss af öllum regnbogans litum. Ljósið sjálft er rafsegulbylgjur, samsettar úr raf- segulögnum sem þéttast saman á ákveðninni tíðni en sjónsvið manns- ins nær frá þvi fjólubláa, 400 nan- ómetrum upp í skarlatsrautt sem eru um 780 nanómetrar. Þess ofan það hættir mannsaugað að greina bylgjurnar og önnur skynfæri taka við og greina sumar þeirra, hærri bylgjulengdir eins og hita og hljóð. Bergmál hinnar fyrstu glætu. Lífsins klukkugangur Ljósið er tímagjafi, ekki einungis í sköpun heimsins heldur einnig mannsins. Birta samhæfir virkni lifsklukkunnar, hinnar innri klukku mannsins, við sólarhring- inn. Hún samstillir taugakerfi og hormónakerfi líkamans við gang himintunglanna. „Það er talið að hægt sé að staðsetja lífsklukkuna í undirstúku heilans,‘“ segir Þór Eysteinsson, dósent í lífeðl- isfræði við HÍ sem ásamt Jóhanni Axelssyni, prófessor emeritus í lífeðlisfræði, Guðmundi Viggóssyni, yfirlækni Sjónstöðvar íslands, og Sigurveigu Gunnarsdóttur, MA í líf- eðlisfræði frá Oxford háskóla, stóð að rannsókn á hópi blindra og sjón- skertra íslendinga til að reyna að útiloka einn þátt skynjunarinnar á myndun skammdegisþunglyndis. Niðurstöðurnar voru sláandi því hvorki blindir né sjóndaprir mældust með vott af skammdegisþunglyndi eða vetraróyndi þrátt fyrir að hluti hópsins næmi mun á birtumagni í piaoio/trmi Þór Eysteinsson, dósent í lífeðlisfræði, 0 g Jóhann Axelsson, prófessor emeritus í lífeðlisfræði, segja niðurstöðurnar merkilegar og að frekari rannsókna sé þörf til að kanna frekar orsakir skammdegisþunglyndis. (slenskar rannsóknir á orsökum skammdegisþunglyndis kollvarpa erlendum kenningum. umhverfinu. Ríkjandi kenning um orsakir skammdegisþunglyndis gengur út á einfalt orsakasamband þess við birtumagn í umhverfinu en rannsóknir íslenskra vísindamanna benda til þess að svo sé ekki. Flókið samspil lífsklukkunnar við birtuna eða ljós hefur því mikið skýringa- gildi í þessu samhengi. „Það er ákveðinn hópur frumna, krossbogakjarni, lítill hópur tauga- frumna, sem sýnir dagssveiflu í starfsemi sinni. Þær eru virkar á ákveðnum tíma og ekki á öðrum. Þær taka þátt í að stjórna losun melatóníns og annarra hormóna, vaxtarhormóna til dæmis sem hafa tilhneigingu til að losna í auknum mæli á nóttinni. Þessi hormón eða losun þeirra, sérstaklega melantón- 99 Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæöastaöli. I TEKNOS m\mm Innimálning Gljástig 3,7,20 y Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málning á frábæru veröi / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning Sumir vísindamenn eru aiveg vissir um að hver einasta fruma mannslíkamans hafi lífsklukku. Það eru að minnsta kosti hundrað billjón frumur í mannslíkamanum sem gerir hann þá að einu stóru klukkuverki. "ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4 Sími 5171500 íns, er talin hafa áhrif á skammdeg- isþunglyndi,“ segir Þór. „Lífsklukka er það hugtak sem við notum um tímagjafa, gangráði, það sem ræður fjölmörgum ferlum bæði lífefnafræðilegum og lífeðlisfræði- legum í líkama manna og allra dýra,“ bætir Jóhann við. „Þó Þór hafi rétti- lega minnst á eina yfirklukku sem hefur greinilega geysimikil völd og að hennar gangur megi alls ekki raskast, en hún gefur okkur sólar- hringssveiflu, þá höfum við fleiri klukkur. Það eru til einfrumungar sem virðast hafa tvær lífsklukkur sem stjórna sitt hvoru ferlinu í þessu smávaxna dýri sem er bara ein ein- asta fruma. Það setur stærð klukk- unnar víst óneitanlega nokkrar skorður. Sumir vísindamenn eru al- veg vissir um að hver einasta fruma mannslíkamans hafi lífsklukku. Það eru að minnsta kosti hundrað billjón frumur í mannslíkamanum sem gerir hann þá að einu stóru klukkuverki.“ Árstíðunum týnt Hafa árstíðirnar sem slíkar almenn áhrif á heilsufar fólks? „Að mati Hippókratesar, föður nú- tíma læknisfræði var það svo,“ segir Jóhann. „Hann sagði að ef menn hefðu áhuga á að rannsaka lækn- ingar að einhverju viti væri nauðsyn- legt að kanna fyrst árstíðirnar og hver áhrif hverrar og einnar væru. Þetta er fjórtán hundurð árum áður en íslendingar finna Ameríku en eins og Islendingar týndu þeirri heimsálfu týndu læknavísindin árs- tiðunum. Læknisvísindin fundu árs- tíðirnar ekki aftur fyrr en árið 1984 þegar Norman Rosenthal skilgreindi skammdegisþunglyndi með þessu kómíska nafni, SAD sem er skamm- stöfun fyrir Seasonal Affective Disor- der, en á ensku þýðir sad auðvitað sorgmæddur. Geðlægðir sem lúta árstíðarmynstri eru tvenns konar. Það er ítrekuð geðlægð eða þung- lyndi og jafnaðargeð sem skiptast á. Um 90% skammdegisþunglyndra eru þannig. Hin 10% skiptast á vægu oflæti og þunglyndi. Mjög fljótt er svo fundið út að hægt er að hjálpa þessu fólki með ljósameðferð. Þetta er í fyrsta skipti sem égheyrði talað um birtu sem geð- lyf, að ljósið hefði lækningarmátt, og mér fannst það stórkostlegt. 1 fram- haldinu er gerð rannsókn á fjórum stöðum á austurströnd Bandarík- anna sem byrjar í Sarasota í Flórída en endar á 42. breiddargráðu í New Hamshire í Nýja Englandi. í Sarasota er algengi fólks með vetraróyndi um 5% en þegar norðar dregur og komið er upp í New Hampshire er algengið 22%. Þetta tvennt; að sjúkdóminn megi lækna með birtumeðferð og að eftir því sem norðar dregur, sé líklegra að fólk þjáist af vetraróyndi, telja geðlæknar að nægi til þess að útskýra að sjúkdómurinn orsakist af skorti á dagsbirtuframboði. Þetta er eins og ef ég segði að vegna þess að ég fékk alltaf bronkítis í janúar um árabil og að pensillín læknaði það í hvert skipti þá gæti ég dregið þá ályktun að skortur á pensillíni or- sakaði bronkítis. Það nær ekki nokk- urri átt og mér hefði líklega verið sagt upp sem prófessor við lækna- deild ef ég hefði ályktað sem svo.“ „Á miðöldum dóu allir sem gátu dáið" „Geðlæknunum Andrési Magnús- syni og Jóni G. Stefánssyni, dettur svo í hug að endurtaka þessa bandarísku rannsókn hér á íslandi, í fyrsta skipti á heilli þjóð. Skamm- degisþunglyndi hefði átt að vera mjög mikið hér á 66. breiddargráðu miðað við þessa kenningu. En þeir fá út úr sinni rannsókn að það sé um 11% eða helmingi minna en á 42. breiddargráðu. Og það er ekkert gamanmál að fá niðurstöðu úr rann- sókn sem stangast á við það sem öll hefðarveldi í heiminum segja. Andrés kom að máli við mig og veiti því fyrir sér hvort það gæti verið að Islendingar hafi aðlagast skilyrðum hér í norðri á skemmri tíma en viður- kennt er. Að nátttúruval hafi orðið á þúsund árum sem samkvæmt kenn- ingunni á aðeins að geta gerst á mun lengri tíma eða nokkur hundruð þúsund árum. Hvað sagði ekki Lax- ness: „A miðöldum dóu allir sem gátu dáið.“ Þetta þýðir það að bara þeir stálhraustu lifðu af. Til dæmis dóu allir þeir sem lögðust í þung- lyndi. Ef skammdegisþunglyndi er arfgengt þá hefðu miðaldirnar, allur hafísinn, eldgosin, danska ein- angrunarverslunin og pestarnar, að ógleymdum íslenskum stórbændum, gert út af við þá sem veikbyggðastir voru. Þá dregur úr fólksfjölgun niður í 30.000 manns og hún er svo komin upp í 100.000 árið 1874. Þá urðu miklir fólksflutningar til Kan- ada svo til að prófa þessa kenningu þurfti bara að rannsaka íslenska Kanadamenn sem búa á fimmtug- ustu breiddargráðu og það gerðum við. Algengi þeirra var mun lægra en annarra íbúa Kanada líkt og hjá íslendingum. Af þessu má álykta að tilgáta Andrésar og Jóns standi fast- ari fótum en áður,“ segir Jóhann. í náttúrulegu umhverfi Niðurstaða rannsóknar ykkar nú segir að skerðist sjón manna dragi mjög og jafnvel alveg úr árstíða- sveiflu þeirra og líkum á vetraróyndi. Er árstíðasveifla þájákvœð? „Til þess að skilja árstíðasveiflu er trúlega best að taka dæmi af dýrum í náttúrunni. Þeim lífverum sem ekki er búið að kolrugla í ríminu með af- rakstri vísindalegra rannsókna svo sem rafmagnsljósi, þotum og þess háttar eins og á við um okkur menn-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.