blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 42
42 I ÁHUGAVERT LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöiö MÁLIÐ EILÍFA Forn siðmenning hefur ávallt vakið athygli, jafnvel undrun. Menn eru kannski ekki jafnuppteknir af henni nú á dögum eins og gerðist á endur- reisnartímanum og rómantísku öldinni, en samt sem áður heillar glæsileiki Rómarveldis okkur enn. Þáttaröðin um Róm, sem Stöð 2 hefur nýhafið sýningar á, hefur farið sigurför um heiminn og kveikt áhuga milljóna á fornöldinni. Það má lengi áfram telja. Ben Húr var vitaskuld ein vinsælasta kvikmynd allra tíma, Ég Kládíus límdi íslensku þjóðina eins og margar aðrar við skjáinn, Gladiator eftir Ridley Scott fékk menn til þess að súpa hveljur yfir stórfenglegri höfuðborg heims- ins á hátindi hennar, Passía Krists eftir Mel Gibson, vakti ekki síst áhuga vegna þess að hún var leikin á tveimur útdauðum tungumálum, latínu og arameísku, og meira að segja í klámmyndinni um Caligula hafði sögusviðið sitt aðdráttarafl, þó aðrar kenndir hafi sjálfsagt verið fyrirferðarmeiri. Tvö þúsund árum síðar getum við enn rætt um keisarana Ágústus og Neró að ógleymdum Júlíusi Sesari sjálfum, sem við minnumst reglu- lega í júlí og þegar við fáum okkur Sesarsalat. Hóras og Virgill eru mönnum kannski ekki jafntöm ljóð- skáld og áður, en samt geta margir haft fleyga frasa úr latínu um hönd og í þeim efnum er fyrrnefndur Júlíus okkur vinsæl fyrirmynd. Menn fara enn yfir Rúbíkon og hafa á orði að teningunum sé kastað, og við, sem reykjum Marlboro, hugsum hlýlega til sköllótta flagarans i hvert sinn sem við lesum áletrunina á pakkanum: veni, vidi, vici. Kom, sá, sigraði, sem hlýtur að vera hnit- miðaðasta þingskýrsla sögunnar. Lifandi dautt mál En hvað er þetta með latínuna? Þetta löngu útdauða mál, sem harðneitar að deyja og er þvert á móti í vexti? Latínan var vitaskuld fyrsta heims- málið, ekki ósvipað og enskan er nú, En hún entist miklu lengur. Hún var ekki aðeins töluð um Rómarveldi þvert og endilangt meðan ljómi þess entist, heldur lifði hún fall Rómar og vel það. Á 16. öld talaði valdastéttin um alla Evrópu enn latínu sín á milli og það átti ekki síður við um klerka- stéttina og lærdómsmenn. Ótínd alþýðan notaði einnig latinu við bænahald og latínukver fyrir byrj- endur voru afar vinsæl. Þrátt fyrir siðbótina var latínan ekki lögð af í Norður-Evrópu heldur jókst notkun hennar, sérstaklega meðal hinna nýju náttúruvísindamanna eins og Newton og Leibniz, sem kunnu vel að meta hið agaða og skýra tungu- mál fornaldar. Latínan hélt lengi velli meðal hinna lærðu, en í lok 19. aldar fóru menn að spyrja sig hvaða erindi löngu útdautt mál ætti í náms- skrám, þegar nóg væri af nytsam- legri fræðum, sem ekki rúmaðist þar. Víðast hvar var latínan - og grískan svo sem líka - gerð að val- fagi og þeim fækkaði verulega, sem nenntu að leggja það streð á sig ótil- neyddir. Þegar Vatíkanið afréð að leggja niður latnesku messurnar á sjöunda áratugnum töldu margir að þá myndi latínan endanlega leggjast af. En það gerðist nú ekki. Ekki aðeins mál heldur áhugamál Ástæðan kann að vera sú að sá fjöldi fólks, sem hafði lagt á sig að læra latínu, hafði fengið dálæti á málinu og vildi ógjarnan að það glataðist eða að allur lærdómurinn væri til einskis. Víst er um það að latínan er fallegt mál, skýrt og blæbrigðaríkt. Og svo þykir mörgum hún fínasta mál í heimi: það er fínna að sletta á latínu en dönsku. Margir hafa þó fælst hana vegna þess að hún getur verið erfið við að eiga og það er nokkur íþrótt að nota hana rétt. En fyrir aðra er það sjálfsagt það sem heillar. Rétt eins og fjöldi fólks leggur á sig að ráða Soduko í Blaðinu á degi hverjum og aðrir ráða kross- gátur, finnast þeir, sem vita ekkert skemmtilegra en að brjóta heilann um ablatívusa. Þar er líka hugsanlega fólgin ástæðan fyrir því að latínan er enn kennd um allan heim. Hún þjálfar menn í að hugsa og temja sér nýja hugsun, sem vitaskuld er þroskandi fyrir hvern sem er. Latínan er líka lykill að mörgum öðrum málum. Spænska og ítalska liggja í augum uppi, en það má ekki gleyma hinu að um 60% enskra orða eru af lat- neskum stofni. Notagildið er hins vegar ekki alltaf augljóst. Þannig er sögð af því saga að ungur maður í atvinnuviðtali hjá stórfyrirtæki hafi verið spurður að því hvernig í ósköpunum háskólamenntun hans í latínu og grísku gæti gagnast því. Það stóð ekki á svarinu, ungi maður- inn sagði námið þjálfa menn til þess að verða rómverskir keisarar. Hann fékk starfið. Útvarp í Helsinki og ný- yrðasmíð í Páfagarði En k.annski að svarið sé einfaldlega það, að fákunnátta í latínu verður sjálfsagt engum fjötur um fót. En hún auðgar hvern þann, sem ein- hver skil kann á henni. Latínan hefur enda eflst. Ekki alls fyrir löngu heimilaði Evrópu- sambandið að latína væri notuð í innihaldslýsingu á neysluvöru, fremur en að framleiðendur þyrftu að prenta hana á 20 tungumálum og því var vel tekið. Og latínan lifir víðar. Finnska ríkisútvarpið (radi- OPHONIA FINNICA GENERAI.TS) Út- varpar t.d. fréttum á latínu tii meira en 50 landa á viku hverri, sem eru afar vinsælar, enda þykja þær gott dæmi um hvernig latínan lifir og þar fá margir latínugránar um heim allan að heyra nauðsynleg nýyrði margskonar, misþjál að vísu. Nýyrðasmíði í latínu er í höndum fimm manna nefndar Vatíkansins, en hún hittist vikulega til þess að svara áleitnum spurningum eins og þeim hvað pylsa sé á latínu (pa- stillum botello fartum). Nefnd- inni hættir þó óneitanlega til þess að bregðast latínunni hvað knappleika áhærir; það hlýtur t.d. að finnast þjálli þýðing á videóspólu en sonor- ARUM VISUALIUMQUE TAENIARUM cistellula. Vilji menn kynna sér nýyrðin betur má benda á orðabók- ina LEXICON RECENTIS LATINITATIS. Þrátt fyrir það er lítið skrifað á latínu af fagurfræðilegum texta. Á hinn bóginn er talsvert þýtt yfir á latínu, ekki síst námsefni ætlað börnum. Margar Ástríksbækur hafa komið út á latínu og mynda- söguhetjan Alex sömuleiðis. Þá má ekki gleyma snilldarþýðingu á bók dr. Seuss um það þegar Trölli stal jólunum, quomodo invidios- ULUS NOMINE GRINCHUS CHRISTI NATALEM ABROGAVERIT. í þeSSU samhengi er og rétt að geta þess að latínuáhugi barna á Vesturlöndum mun hafa aukist mjög mikið eftir að upp komst að Harry nokkur Potter væri sleipur í latínu. Það er líkast til engin hætta á að latínan verði lifandi mál í venju- legum skilningi, en hún er langt í frá dauð. í latínunni finna menn nið tímans og í henni endurómar sagan í nánast hverju orði. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að latínan væri sagan sjálf. En þá er hún líka nokkurs virði. Eftir Andrés Magnússon Þegar greinarhöfundur lærði latínu í Menntaskólanum á sínum tíma var eitt helsta námsgagnið hið sama og best hefur dugað undanfarin tvö þúsund ár, Gallastríðin eða de bello gallico eftir Júlíus Sesar, eitt ágætasta dæmið um skýra og skíra gullaldarlatínu. En þar er ei- líflega verið að fjalla um einhverja njósnara, sem sendir eru yfir stórfljót, hvar slegið var upp vetrarbúðum og hvernig gallísku ættbálkarnir voru undirokaðir með korða, vélum og orðum. Þar er því ekki beinlínis að finna mikið af gagnlegri latínu fyrir hraða og spennu nú- tímaþjóðfélags. Henry nokkur Beard hefur freistað þess að bæta úr þessu með útgáfu nokkurra bóka, þar sem finna má bráðnauðsynlegar hendingar á latínu. Ekki svo að skilja að allar séu þær viðeigandi hvar sem er, en eitt hið stórfenglegasta við málið er nú einmitt það, að á latínu hljómar jafnvel hreinasta bull eins og Guð hafi sagt það. BRACCAE TUAE APERIUNTUR Þú ert með opna buxnaklauf. RECEDITE, PLEBES! GERO REM IMPERIALEM! Burt, plebbar! Ég er í opinberum erindgjörðum. salve(te)! Halló! vale(te)! Bless! quid agis? Hvernig er líðanin? quid annus EST? Hvaða ár er? INTELLEGO. Ég skil. sic. Já. non. Nei. fortasse. Kannski scisne latine? Kanntu latínu? QUIDQUID LATINE DICTUM SIT, ALTUM VIDITUR Hvað sem sagt er á latínu hljómar háleitt. eamus, o kr! Áfram KR! VESTIMENTUM LAXUM PAULULUM VIDETUR Þessi föt virðast of víð. INDENTIBUSANTICISFRUSTUMMAGNUMSPINICIAEHABES Þú ert með spínat í tönnunum. ALIQUISNE DOMUM EST? UBI EST CAUPONA BONA? QUID TEMPUS EST? PERIO. HABESNE PLUS VINI? tu stupidus(a) ES. Er einhver heima? Hvar finn ég góðan bar? Hvað er klukkan? Ég er týndur. Áttu meira vín? Þú ert fífl. CRAPULAM TERRIBILEM HABEO. Ég er ógeðslega þunnur. tua toga suspina est. Skikkjan þín er öfug. TUA TOGA SUSPINA ETIAM EST. Skikkjan þín er ennþá öfug. CUR etiam hic es? Af hverju ertu ennþá hér? NESCIO QUID DICAS Ég veit ekki um hvað þú ert að tala ITA ERAT QUANDO HIC ADVENI. Þetta var svona þegar ég kom NOLI ME VOCATE. EGO TE VOCABO. Ekki hringja í mig. Ég hringi í þig. Quo signo nata es? í hvaða merki ertu? nonne macescis? Hefurðu grennst? minime senuisti! Þú hefur ekkert elst! ID TIBI PRAEBET SPECIEM LEPIDISSIMAM! Þetta fer þér mjög vel! CAPILLAMENTUM? HAUDQUAQUAM CONIECI ESSE! Mér hefði aldrei dottið í hug að þetta væri hárkolla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.