blaðið - 18.03.2006, Side 62

blaðið - 18.03.2006, Side 62
62IFÓLK LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðiö HVAÐ FINNST ÞÉR? borgarinn HÁLFVITAVÆÐ- ING ÍSLANDS HELDUR ÁFRAM Um þessar mundir má sjá e'itthvað svart kort auglýst í sjónvarpi. Svarta kortið er sárstaklega sniðið að þörfum íslenskra ung- menna sem langar til að skoða heiminn. I einni auglýsingunni stendur stúlka á bak við svart tjald á erlendri grundu og segir áhorfendunum frá afa sinum eða langafa. Hann var bóndi sem tók upp á því læra frönsku einn og óstuddur. Stúlkan sem segir frá er ákaflega nútímaleg og islensk, örugglega á kafi í sinni persónulegu útrás. Greinilegt er að henni þykir þessi forfaðir sinn hafa verið algjör bjáni að eyða tíma í að læra frönsku. Hann ferðaðist nefnilega aldrei og engan Frakka bar að garði í sveit- inni þar sem hann bjó allt sitt líf. Að vísu ávarpaði hann hundinn sinn að frönskum sið: Monsieur Snati, væntanlega. Þessi auglýsing er afhjúpandi fyrir hug- arástand ungu kynslóðarinnar. Þetta er kynslóð sem dettur ekki í hug að hægt er að nota tungumálakunnáttu til annars en að panta pitsur og bjór á erlendri grund eða drepa útlendinga úr leiðindum með sjálfhverfu blaöri um yfirburði íslenskrar menningar. Það er til að mynda hægt að nota tungumál til þess að lesa bækur. Vill Smáborgarinn vekja athygli þeirra djúpu hugsuða sem skrifuðu handritið að auglýs- ingunni að nokkrar ágætis bækur hafa verið skrifaðar á franskri tungu. Fleiri auglýsingar og fjölmiðlar sem er ætlað að fanga hugarástand ungu kynslóð- arinnar varpa fram býsna dapurlegri mynd af börnum „útrásarvíkinganna". I stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að Reykja- vík er menningarlegur útnári, einhvers konar Disneyland ömurleikans, lýgur þessi kynslóð að sér að borgin sé ein sú „heitasta í heiminum" og sé ekki alls ekki síðri en New York, Berlín eða Barcelona. Þetta er kynslóð- in sem lagði niður þann ágæta íslenska sið að sækja sér menntun í fjarlægum löndum og einangrar sig í sjálfsblekkingu í íslensk- um háskólum. Og þegar þetta fólk ferðast er sjálfhverfunni fyrst pakkað ofan í töskurnar til þess að koma í veg fyrir smit á framandi hugmyndum og nýrri hugsun. Ungir íslend- ingar standa í þeirri meiningu að kynslóð þeirra sé alþjóðavædd. Staðreynd málsins er hins vegar að hún er hálfvitavædd. Hálfvita- væðingin felst í því að bera ekki skynbragð á rætur eigin sögu og menningu í hinu alþjóð- lega samhengi og hafa jafnframt afar brengl- aðar hugmyndir um umheiminn. En unga kynslóðin ber ekki ábyrgð á þessari hálfvitavæðingu. Menntakerfinu, fjölmiðlum og stjórnmálamönnum er um að kenna. Þessar stofnanir samfélagins hafa haldið þeim ranghugmyndum á lofti sem móta afstöðu þeirra sem nú eru að vaxa úr grasi og það er þeirra að leiðrétta þessa þróun. Guðmundur Arnarsson, ritstjóri tímaritsins Bleikt og blátt. Á að banna norskt klám á íslandi? „Nei, alls ekki. Við höfum gott af því að kynnast menningu frænda okkar Norðmanna.“ Norðmenn afléttu í vikunni áralöngu banni á sölu klámmynda þar í landi. Simpson aðdáandi Bush Jessica Simpson harðneitar orðróminum um að hún hafi ekki viljað hitta George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um daginn og segir að hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að hitta hana. Simpson segist ekki vera meðal fræga fólksins sem er á móti forsetanum og vonar að þau geti fundið nýjan tíma fyrir fund. „Ég var mjög spennt þegar Bush fór fram á fund með mér. Við ætluðum að setjast nið- ur og tala um börn, ég vil stofna ættleiðingaskrifstofu.“ Jessica Simpson hefur fjórum sinnum heimsótt Hvíta hús- ið og viðurkennir að hún sé mikill aðdáandi Bush: „Hann er rosalega mannlegur miðað við mann í hans stöðu, hann er Texas-náungi. Búgarðurinn hans er rétt hjá búgarði frænku minnar og frænda. Við höfum heilmikið að ræða um Texas.“ Lucas skrifar Star Wars þœtti Nú geta aðdáendur Stars Wars kvikmyndanna hoppað hæð sína í loft af kæti því skap- arinn sjálfur, George Lucas, hefur fallist á að skrifa hundrað þátta sjónvarpsþáttaröð byggða á sögunni um Luke Skywalker, Darth Vader og alla hina geim- stríðsmennina. Þættirnir munu fjalla um tímabilið á milli fyrstu Star Wars kvik- myndarinnar sem kom út árið 1977 og myndar númer 2. Framleiðandinn Rick McCollum sagði á Empire verðlaunahá- tíðinni í síðustu viku að mikil spenna ríkti fyrir framleiðslu þátt- anna. „George Lucas hefur staðfest að hann ætli að skrifa þættina. Ætli þetta séu ekki fréttirnar sem allir aðdáendur myndanna hafa beðið eftir,“ sagði Rick. Green brýtur rifbein Kanadíski sprelligosinn Tom Green er á batavegi eftir að hann braut tvö rifbein í veiðislysi í síðustu viku. Green var við veiðar í Mið-Ameríku þegar alda hvolfdi bátnum hans og hann hentist á nær liggjandi klett. Green var fluttur á spítala en útskrifaðist daginn eftir og hvílist núna í sumarhúsi sínu í Costa Rica. „Þetta var eins og að hoppa fyrir lest, ég fann lífið þjóta framhjá. Ég hafði enga stjórn á því sem var að gerast,“ sagði Green á vefsíðu sinni. „Þegar ég skreið á land hafði ég enga hugmynd um hvort ég væri lifandi eða dáinn. Eg var þakinn blóði og fann rifbeinin færast til innan í mér. Ég tel mig samt heppinn, þó ég liggi í rúmi, sárkvalinn.“ Brostu Ljósmyndarar hvaðanæva að hafa komið sér fyrir við Lake Como á Itallu og hyggjast vera þar næstu dagana. Ástæðan er sú að George Clooney á hús þarna og fregnir herma að stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt muni ganga í það heilaga þarna um helgina. Ég er kominn með flatbökuna þína, en við vorum búin með kassana. HEYRST HEFUR... Ca r o I van Vo- orst, nýr sendiherra Bandaríkj- anna á ís- landi, þótti komast vel frá viðtöl- um sem hún veitti fjölmiðl- um á fimmtudag. Sendiherr- ar Bandaríkjanna á Islandi síðustu tvo áratugina hafa ekki allir vakið hrifningu en greinilegt er að nú er þunga- vigtarkona tekin við þessu starfi. Van Voorst hefur mikla reynslu og hefur m.a. starf- að á fyrrum átakasvæðum á ferli sínum t.d. í Sarajevo, á Sínaí-skaga og í Panama. Þessi reynsla mun vafalaust nýtast henni vel á næstunni því ekki er vafi á að hljóðið er þungt í Islendingum. Car- ol van Voorst er hámenntuð, lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Princeton-háskóla og hef- ur M.A. gráðu í alþjóðlegum öryggismálum. Greinilegt er því að þessi kona er ekki kom- in hingað til lands til að ræða um nauðsyn þess að íslending- ar hefji rekstur spilavíta og gosbrunn mun hún sennilega ekki skilja eftir nema þá í pól- itískum skilningi samskipta íslands og Bandaríkjanna. Gamall vörð- ur hags- muna al- þýðunnar, S v a v a r Gestsson, sem nú er sendi- herra íslands í Danmörku, er kominn í kunnuglega stöðu því nú heldur hann uppi vörnum fyrir íslenska kaup- sýslumenn í gamla herrarík- inu. Danska viðskiptablaðið Börsen birti á miðvikudag grein eftir sendiherrann þar sem hann gagnrýnir þá um- fjöllun sem íslenska útrásin hefur fengið í fjölmiðlum í Danmörku. Athygli vekur að Svavar gerir einkum athuga- semd við fyrirsögn þar sem orðið „infiltration“ kemur fyr- ir en það hugtak er vel þekkt úr kalda stríðinu. En spurt er: Hvað kemur opinberum full- trúa íslensku þjóðarinnar það við hvernig blöð í einkaeigu í Danmörku kjósa að skrifa um íslensk einkafyrirtæki? Er það ekki fulltrúa þessara fyrir- tækja að svara fyrir sig? Ekki eru þau opinber þótt mögnuð séu. Hitt er svo a n n a ð mál að Svavar er hér aðeins að fylgja op- inberri línu. Bæði Geir H. Haarde og Valgerður Sverr- isdóttir hafa mótmælt skrif- um erlendra fjölmiðla um íslensku útrásina. Víða úti í hinum stóra heimi vilja fjárfestar að sem minnst samkrull sé með einka- fyrirtækjum og stjórn- v ö 1 d u m . En íslenskir ráðamenn hafa greinilega engar áhyggjur af því.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.