blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaöid
Hef aldrei litið upp til nokkurs manns
Guðbergur Bergsson var að ljúka
við nýja skáldsögu sem ber titilinn
Ein og hálf bók. Skáldsagan fjallar
um lífið fyrir stríð og það hvernig
f sland hætti að vera hálfgermanskt
og varð engilsaxneskt. Meira vill
Guðbergur ekki segja um bókina
að svo stöddu.
Hann er fyrst spurður um viðbrögð
sín við brotthvarfi hersins og segir:
„Ég er hvorki glaður né hryggur yfir
því. Ég held að herinn hafi alltaf verið
óþarfur. Þegar ég var 17 ára vann ég
hjá Lockheed flugfélaginu en sagði
upp vegna komu hersins. Ég vann
þriggja mánaða uppsagnartíma og
amerískir samstarfsmenn mínir
sögðu að það versta sem hefði hent
ísland væri að bandaríski herinn
hefði herstöð hér á landi vegna þess
að hann myndi aldrei fara nema ein-
hver ósköp dyndu yfir Bandaríkin.
Þessir menn voru einu raunverulegu
hernmámsandstæðingar þessa tíma.
Síðan urðu átökin við Austurvöll og
þá bættist vinstra liðið við.
fslendingar hafa sætt sig við herinn,
eins ogþeir sættast á allt. Bakgrunnur
þjóðarinnar er ekki það sterkur að hún
hafi ákveðnar skoðanir eða getu til að
hafa skoðanir. f sjónvarpsfréttum ný-
lega var fólk spurt um herinn: „Afveg
sjálfsagt að hann fari... afveg sjálfsagt
að hann fari,“ var svarað. fslendingar
eru alltaf samþykkir síðasta ræðu-
manni. Ef herinn væri að koma myndi
þetta sama fólk segja: „Alveg sjálfsagt
að hann komi... alveg sjálfsagt að hann
komi“. Þetta er kallað að menn séu sí-
felft að endurnýja skoðun sína. Þetta
er hins vegar ekkert annað en það að
skipta um skoðun á hverjum degi. Og
svo förum við fslendingar alltaf illa
út úr hlutunum. Það getur ekki farið
öðruvísi fyrir þjóð sem er sífellt að
skipta um skoðun.
Það versta hjá okkur er að hér er
ekkert úrvalslið menntafólks eins og
hjá öðrum þjóðum. Engin elíta. Þetta
stafar af því að íslensk menning er
svo veikburða. Við eigum enga aðra
trausta menningu en sagnahefðina
og hún er fyrir löngu horfin úr bók-
menntunum. Þótt verið sé að skrifa
glæpasögur þá hafa íslenskir glæpa-
sagnahöfundar aldrei lært af Islend-
ingasögunum eins og Dashiell Ham-
mett gerði. Glæpasögur íslenskra
höfunda eru eins og Biblíusögur fyrir
tíu ára bekk með breskum áhrifum.
Lögregluforinginn er að hugsa um
það hvort konan hans sé búin að iáta
í þvottavélina. Þetta er svo eldhúslegt.
Sambland af Biblíusögum fyrir tíu
ára bekk og breskum útvötnuðum
skáldsögum."
Vínarbrauðs- og
súrmjólkurkynslóðin
Þú segir að við eigum ekki elítu. En
það eru einmitt margirsem telja sig til-
heyra elítunni.
„Þetta fólk ákveður sjáift að það til-
heyri elítu. Það lokast inni í ranghug-
myndum sínum og það má maður
ekki gera því þá er hætt við að maður
ofmeti sjálfan sig. Þetta er til dæmis
að henda Bandaríkin. Sjálfsmatþeirra
var svo sterkt að þeir töldu sig vera að
bjarga heiminum. Kommúnistarnir
héldu þetta líka. Múrinn féll ekki
vegna þess að auðvaldið réðist á hann.
Bandaríska heimsvaldastefnan féll
ekki vegna þess að Sovétrikin réðust
á hana. Þett^i féll um sig sjálft."
RAUTT EÐAL GINSENG
Skerpir athygli - eykur þol
1. Meiri virkni.
2. Mun meiri andoxunarefni.
3. Minni líkurá aukaverkunum.
4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár
samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.
Virka m.a. gegn:
Einbeitingarskorti, streitu,
þreytu og afkastarýrnun
Einnig gott fyrir aldraða!
www.ginseng.is