blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 24
241 UNGA fouhðT LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaAÍA Tekist á með tunguna að vopni Ræðulið Verzlunarskólans fagnar sigri í Morfís árið 2004. BlatmeiimHug! Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Islandi (Morfís) hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í félagslífi fram- haldsskólanema hér á landi. Fram- haldsskólanemar hafa att kappi sín á milli í rökræðum og orðfimi frá því í haust og á föstudaginn er komið að úrslitarimmunni. Að þessu sinni eru það ræðulið Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans í Reykjavík sem munu leiða saman hesta sína. Spenna í lofti Að sögn Brynjars Guðnasonar fram- kvæmdastjóra Morfís ríkir mikil BlaliS/Steinar Hugi Brynjar Guðnason framkvæmdastjóri Morfís telur að keppnin myndi njóta sömu vinsælda og Gettu betur ef meira yrði lagt í markaðssetningu hennar. spenna fyrir keppnina enda tvö stórveldi sem takast á. „Það er mjög mikil stemning fyrir þessu. Þetta eru líka lið sem hafa ekki unnið i nokkur ár og hvorugt var í úrslitum í fyrra. Verslunarskólinn hefur unnið síðustu þrjú ár þannig að það er meiri stemning en ella,“ segir Brynjar. Stundum er talað um lok níunda áratugarins og upphaf þess tíunda sem gullaldarskeið Morfís en þá vakti keppnin mikla athygli, ekki aðeins innan framhaldsskólanna heldur í samfélaginu öllu. Liðsmenn sigurliðanna urðu þjóðþekktir og birtust í auglýsingum og sjónvarps- þáttum. Brynjar tekur undir að áhug- inn á keppninni hafi að einhverju leyti dalað á undanförnum árum. „Við erum nýbúin að setja á laggirnar framtíðarnefnd sem fær það verk- efni að ræða hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á keppninni þannig að hún höfði til fleiri og vekji meiri athygli," segir Brynjar. Keppnin íyfirhalningu Fyrirkomulag keppninnar hefur verið með föstu formi í gegnum tíð- ina og vonast Brynjar til að framtíð- arnefndin muni skila einhverjum tillögum og að breytingar gætu því orðið á keppninni næsta vetur. „Það er hætta á að svona keppnir staðni og þess vegna ætlum við að setja hana í yfirhalningu," segir hann. Upptaka af úrslitakeppninni á föstudag verður sýnd á sjónvarps- stöðinni Sirkus síðar í vetur en Brynjar telur að samstarf við sjón- varpsstöðvar sé lykillinn að því að Morfís veki athygli utan framhalds- skólanna. „Ég hef þá kenningu að ef Morfís myndi fá sömu markaðssetn- ingu og Gettu betur hefur fengið þá yrði það mun vinsælla efni en sú keppni," segir hann. „Oft hefur maður á tilfinningunni að maður viti svo lítið þegar maður'horfir á Gettu betur en þarna getur maður myndað sér skoðun á efninu sem er verið að ræða um og verið virkari þátttakandi í því sem maður er að horfa á,“ segir hann. Undirbúningur fyrir framtíðarleiðtoga Brynjar segir að Morfís hafi ótví- rætt fræðslugildi og sé aukinheldur góður undirbúningur fyrir fólk sem vilji láta á sér bera og í sér heyra í framtíðinni. I því sambandi bendir hann á að fjöldi fólks sem nú sé áber- andi í þjóðfélaginu hafi fyrst vakið athygli í Morfís-keppnum og megi þar meðal annars nefna stjórnmála- mennina Helga Hjörvar, Gísla Mar- tein Baldursson og Dag B. Eggerts- son og fjölmiðlamennina Ingu Lind Karlsdóttur og Sigmar Guðmunds- son. Ef til vill eiga ræðuskörung- arnir sem stíga á svið Háskólabíós á föstudag því eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Hvað er að gerast? Blaðið fjallar reglulega um félags- líf, tómstundastarf, afþreyingu og annað sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur. Fólk er hvatt til að senda okkur upplýsingar um efni sem gæti átt heima á síðum unga fólks- ins, gildir þá einu hvort um er að ræða félagastarf, tónleikahald, leik- sýningar eða eitthvað allt annað. Koma má upplýsingum á framfæri með því að senda tölvupóst á net- fangið einar.jonsson@bladid.net. Nordjobburum stendur ekki aðeins til boða fjölbreytt störf heldur gefst þeim jafnframt kostur á að stunda margvíslegt tómstunda- starf og kynnast jaföldrum sínum frá hinum Norðurlöndunum. Sumarvinna í úttöndum hverju landi er boðið upp á dagskrá sem felur í sér til dæmis námskeið, ferðir, pöbbakvöld eða annað slíkt,“ segir Óðinn. „Augljóslega kynnist maður landinu sem maður sækir heim en maður kynnist líka fólki frá öllum Norðurlöndunum vegna þess að þegar vel tekst upp er hópurinn samsettur af fólki frá öllum Norður- löndunum. Upp úr þessu hafa mynd- ast sambönd, vinátta, hjónabönd, börn og hugsanlega barnabörn bráðum," segir hann. „þetta er því frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að fá alþjóðlega atvinnureynslu, efla kunnáttu í Norðurlandamálunum og mynda tengsl við fólk.“ Þeir sem hafa áhuga geta skilað umsókn á sænsku, dönsku eða norsku á netinu www.nordjobb.net. Umsóknarfrestur rennur út í lok maí. Umsækjendur skulu vera á aldr- inum 18-28 ára og ríkisborgarar í ein- hverju Norðurlandanna. „Ef maður vinnur umsóknina sína vel þá eru meiri líkur á að maður nái að sann- færa vinnuveitenda í öðru landi um að ráða sig í vinnu,“ segir Óðinn að lokum. Ef fólki langar að breyta til í sumar og prófa eitthvað nýtt og spennandi er Nordjobb ekki vitlaus kostur. Nor- djobb hefur útvegað íslenskum ung- mennum á aldrinum 18-28 ára sum- arvinnu á Norðurlöndunum í rúma tvo áratugi og er ásóknin enn góð þrátt fyrir að hún hafi dalað aðeins á undanförnum áratug enda ýmislegt annað sem fólki stendur til boða. Að auki koma um hundrað manns frá Norðurlöndunum hingað til lands og hefur gengið vel að útvega þeim vinnu á þessu ári. Óðinn Albertsson framkvæmda- stjóri Norræna félagsins sem sér um Nordjobb á Islandi segir að störfin sem boðið sé upp á séu nokkuð fjöl- breytt en einkum sé um að ræða störf í verslun og þjónustu. Sum fyrirtæki hafa tekið þátt í verk- efninu árum saman, allt frá lítilli framköllunarstofu í Helsinki til stór- fyrirtækja á borð við Póstinn í Dan- mörku. „Þá taka stærri vinnustaðir eins og hjúkrunarheimili allt að 20 manns í einu og sveitarfélögin bjóða upp á garðyrkjustörf eins og hér á landi,“ segir Óðinn. Ekki aðeins sumarvinna Auk þess að útvega fólki vinnu í allt að fjóra mánuði aðstoðar Nordjobb fólk einnig við að finna húsnæði og afgreiðslu hagnýtra atriða eins og að útvega skattkort, kennitölu og annað slíkt. „Þetta er Hka ákveðinn félagsskapur og öryggisnet ef eitt- hvað kemur upp á,“ segir Óðinn sem bendir jafnframt á að Nordjobb snú- ist um meira en aðeins atvinnu. „I Óðinn Albertsson framkvæmdastjóri Norræna félagsins segir Nordjobb vera frábært tækifæri fyrir ungt fólk að öðlast alþjóðlega atvinnureynslu, efla kunnáttu í norðurlandamálum og mynda tengsl viðfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.