blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 18
18 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaöiö líoads l>v '2L © F3 R3 I hvl I V-M P I R E N Z E www.zoppini.com Meba - Kringlunni Rhodium - Kringlunni Meba Rhodium - Smáralind Úr & Gull - Firði Hafnarfirði Georg V. Hannah - Keflavík Guðmundur B. Hannah - Akranesi Karl R. Guðmundsson - Selfossi Klassík - Egilsstöðum Undir linditrjám A BRÉF FRÁ Sjk. BRYNDNjmgl Frá miðborg Berlrnar. Þjóðvegurinn frá Lubeck lá bara beint inn í hjarta gömlu Austur- Berlínar. Og þarna var þetta allt - enn á sínum stað: Alexanderplatz, Unter den Linden, Brandenburger Tor, Potsdamer Platz. Öll þessi nöfn klingdu bjöllum. Vááá...! Við vorum bara komin, og dagur- inn rétt að byrja. Én Drottinn minn dýri, hvað allt hafði breyst, tekið miklum stakka- skiptum. Það voru tíu ár síðan ég hafði komið til Berlínar seinast. Þá var varla farið að hreyfa við nokkrum hlut frá því að Berlínar- múrinn féll í nóvember 1989. Allt stóð í stað. Þjóðverjar á báðum áttum. Hvaða stefnu skyldi taka? Hvað átti að rífa? Hvað átti að end- urbyggja? Sótsvartar asbestblokkir voru þá enn hrollvekjur, dapurleg minnismerki um söguleg mistök og beiska ósigra. Austurþjóðverjar enn ekki orðnir hluti af hagkerfinu. Voru rétt að byrja að fóta sig í hinni langþráðu paradís vestursins. En nú var allt með öðrum svip. Jafnvel asbestblokkirnar voru orðnar augnayndi, málaðar í rós- rauðum lit, með svalir og veltu- glugga og eflaust önnur þægindi. Unter den Linden hafði endur- heimt fyrri glæsileika. (Að vísu var allt á rúi og stúi í enda götunnar. Þar voru þeir í óða önn að klessa ein- hverju peningamusteri upp að hlið- inni á Brandenborgarhliði. Þvílík smekkleysa!) En þetta sögufræga breiðstræti - sem á engan sinn líka, nema ef vera kynni Champs Élysée í París - státar af því fegursta úr arkitektúr nítjándu aldar, og end- urspeglar vaxandi auð hins rísandi stórveldis þess tíma. Það eina sem spillir trúverðugleika myndarinnar er sprangandi gallabuxnalið úr öllum heimsins hornum. Þetta lið fellur engan veginn inn í svona tign- arlegt umhverfi. Undir linditrjám eiga konur að ganga um í krínólíni og með barðastóra hatta. Annað er ekki við hæfi! Elskulegheit í stórborginni. Við vorum ótrúlega snögg að hafa upp á húsinu, sem ætlaði að hýsa okkur þessa viku í Berlín. Það stendur í Bellevue hverfi, miðja vegu á milli austurs og vesturs. Þarna stóðu nokkrar blokkir í hnapp, sem áttu það sameiginlegt, að höfundar þeirra höfðu unnið alþjóðlega arki- tektasamkeppni eftir stríð. Eigand- inn kom á staðinn, afhenti okkur lykla og óskaði okkur ánægjulegrar dvalar í höfuðborginni. Við sátum eftir, tvö ein, í fallegri öríbúð (40 fermetrar) og horfðum út um glugg- ann á fölnað haustlaufið, sem bað- aði sig í geislum síðdegissólarinnar. Eiginlega gat þetta ekki betra verið. Stutt í allar áttir. Króatískur veit- ingastaður í næsta húsi og matvöru- verslun á horninu. Allir svo elsku- legir: Guten Tag. Können wir ihnen helfen? Þetta voru ótrúleg viðbrigði. Við áttum þessu ekki að venjast úr norðrinu. Jón Baldvin skrapp út í bakarí til að kaupa brauð. Kom al- sæll til baka: það voru allir svo al- mennilegir við mig, vildu allt fyrir mig gera! - Ég hef nú grun um, að það hafi aðallega verið eldri döm- ur,sem höfðu ekkert annað betra að gera! En samt.... Elskulegheit í stórborginni! Ég hafði verið tilnefnd fararstjóri og tók það starf mjög alvarlega. Ég sat tímunum saman og stúderaði kort af Berlín, ofanjarðarlestir og neðanjarðarlestir, fann út, hvar söfnin voru, kirkjur, minnismerki og sögufrægir staðir. Það er að vísu töluverður galdur að læra á lesta- kerfið, en stöðin var handan við göt- una. Strjúka skjáinn, finna áfanga- staði, eiga rétt klink í vasanum, fá miða fram og til baka og skrá svo miðann á öðrum stað. Ég var ekki lítið ánægð með sjálfa mig að geta leyst úr þessu öllu á undrahraða. Ótrúlegt, hvað svona smásigrar gefa manni aukið sjálfstraust, ekki satt? Nú, fyrsti áfangi var Ku'damm, og þar keyptum við miða fyrir fjögurra tíma kynnisferð um borgina, hina fornu og nýju. Við fórum í gegnum söguna um ris og fall þýska stórveldisins án þess að það væri nokkurn tíma minnst á Hitler!! (Merkilegt nokk). Hvernig hinn hernaðarlega sinnaði landeig- endaaðall Prússlands náði að sam- eina þýsku furstadæmin undir sína forystu, hvernig Þýskaland óx ná- grönnum sínum yfir höfuð og gerði tvær atrennur að heimsyfirráðúm, sem báðar enduðu í rústum. Sorg- arsaga um skammsýni og heimsku. Og þetta var “best menntaða þjóð Evrópu.” Brandenburger Tor og Reichstag, Berlínarmúr og tvískipt borg Kalda stríðsins, fall kommún- ismans og síðan endurbyggingin, nýja þinghúsið, endalausar þing- mannaskrifstofur, kanslaraamtið. Hundruð milljarða evra á ári í vegi, brýr, orku og sorpeyðingu í Austur-Berlín og Austur-Þýska- landi. En þrátt fyrir allan fjáraust- urinn engin gróska, (hér er ég hætt að vitna í leiðsögumanninn, vit- anlega), því að Kohl gerði Austur- Þýskaland að framfærsluamti með einni ákvörðun - að austurþýska markið skyldi jafngilda vestur- þýska markinu. (1 raun var það einn fjórði). Þetta þýddi, að laun og verðlag í Austur-Þýskalandi varð hið sama og í vestrinu, þótt landið væri í rúst og framleiðnin engin. - Nú, fimmtán árum síðar er Austur- Þýskaland enn á opinberri fram- færslu, og Vestur-Þýskaland orðið svo skuldugt, að það getur ekki lengur haldið uppi Austur-Þýska- landi og frönskum landbúnaði. Þess vegna þarf að endurskipu- leggja hagkerfið. Þess vegna féll Schröder á liðnu hausti. Þess vegna voru aukakosningar. Og þess vegna langdregnar stjórnarmyndunarvið- ræður - af því að enginn vill bera ábyrgð. Voilá! Atvinnuleysið er mikið. Eigin- lega svipað og í Weimar, áður en Hitler komst til valda. Við lásum í blöðunum, að í Berlín einni væru 530.000 manns á opinberri fram- færslu af þremur og hálfri milljón. Atvinnulausir, öryrkjar, aldraðir. Þegar við setjumst inn á veitinga- hús, þá finnst okkur við vera stödd á elliheimili. Þýska þjóðin er orðin aldurhnigin. Eða finnst okkur við sjálf vera svona ungleg?! V r s / / Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræöingur meö réttindi til sjónmælinga og linsumælinga \ GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.