blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 30
301 VÍSINDI LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaðið Hnatthlýnun og heimsendaspár Svona kynni hafsýn til Reykjavíkur aö verða innan skamms ef rétt reynist að hnatthlýnun sé á næsta leiti. Sé ísöldin hins vegar á ieiðinni er hætt við að útsýnið verði tilbreytingarminna. Svona ætla menn að heimskortið líti út ef íshettur heimskautanna bráðna. Vissulega er margs að sakna, en á móti koma fasteignatækifæri í Sahara og Suðurskautslandinu. Spádómar um heimsslitin hafa löngum verið vinsælt umræðu- efni, en oftar tala menn sjálfsagt um veðrið. Þegar þetta tvennt sameinast getur árangurinn orðið athyglisverður en það er ekki þar með sagt að mönnum veitist auðvelt að höndla sannleik- ann. Andrés Magnússon gluggaði í þessi fræði og varð margs vísari en litlu nær. Vinur minn kom heim frá útlöndum um daginn og eins og hann á vanda til kom hann í heimsókn til mín til þess að færa mér glaðning frá sið- menningunni. Á borðið slengdi hann útroðnum fríhafnarpoka... fullum af erlendum dagblöðum. Hann veit, sem er, að ég hef gaman af að skoða erlend blöð, ekki aðeins til þess að sjá hvað kollegarnir ytra telja fréttnæm- ast, heldur líka til þess að sjá hvernig þeir setja efnið fram. Það var nú samt ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, sem mér vannst tími til þess að fara í gegnum ósköpin, og þarna ægðí öllu saman: viðskiptablöðum, helgartímaritum, götublöðum og hátimbruðum breiðsíðum. Efnið var margvíslegt eftir því, en þegar ég var búinn að fara í gegnum bunkann og hendurnar ataðar prentsvertu var eitt, sem mér fannst standa eftir: Það var nánast sama í hvaða blað var litið, alls staðar mátti líta heimsenda- spádóma um gróðurhúsaáhrifin. Kannski er það aðeins vegna þess að ég er íslendingur - og orðið oftar kalt á fótum og nefbroddi en ég kæri mig um að rifja upp - sem ég hef látið þessa spádóma mér í léttu rúmi liggja. Ég myndi að minnsta kosti ekki sýta það ógurlega þó með- alhitinn mjakaðist aðeins upp hér á Islandi. Kannski það sé eitthvað til í þessu með loftslagsbreytingarnar, ef litið er til þess að manni finnst veðr- áttan hafa verið að skána hér á skeri síðustu árin. En ég verð að játa það, að eftir lesturinn varð mér um og ó. Mikil hlýnun gæti valdið hækkandi yfirborði sjávar með afleiðingum í líkingu við þá, sem gefur að líta hér að ofan. Og hvað yrði þá um mína heittelskuðu Reykjávík? Hvað yrði um íoi? Yrði Kaffibarinn aðeins at- hvarf neðansjávarlífríkis og vinsæll köfunarstaður? Grunsamlegurtónn Hitt er annað mál að mér fannst tónn- inn í flestum þessara greina eilítið grunsamlegur. Mér fannst heims- endaspámennirnir hrópa aðeins of hátt fyrir minn smekk og þegar að því kom að fjalla um vísindin, sem að baki lægju, var annað hvort um slíka ofureinföldun að ræða, að minnti frekar á frásögn Biblíunnar af Nóaflóðinu, nú eða hitt að málið var svo flókið að ég skildi ekki neitt í neinu, enda aðeins úr máladeild. Vandi minn minnkaði ekki við það að spádómarnir gengu sitt á hvað. Annars vegar skildist manni að ísöld væri á næstu grösum (sem ég lærði í jarðfræði að myndi hvort eð er ger- ast á næstu árþúsundum ef eitthvað er að marka jarðsöguna) en hins vegar að jarðkúlan myndi hitna svo mikið að íshellurnar myndu bráðna verulega og allt fara á flot. Þessar þversagnir voru svo undirstrikaðar þegar ég fór á vefinn til þess að leita nánari fregna og fann dásamlega frétt ásamt myndum af mótmælum í Montreal, þar sem tugþúsundir manna létu frost og fimbulkulda ekki á sig fá og hrópuðu slagorð út um glamrandi tennurnar gegn hnatt- hlýnun, dúðaðar í loðhúfur, trefla, skósíðar úlpur, vettlinga og moon- boots. Eftir því, sem ég komst næst, fannst engum það broslegt hvað þá meir. En um hvað snýst þessi hnatt- hlýnun þá? Steven Guilbeault hjá Greenpeace útskýrir það á einfaldan hátt: „Hnatthlýnun getur þýtt meiri kulda, hún getur þýtt meiri þurrk og hún getur þýtt meiri raka og það er það, sem við stöndum frammi fyrir.“ Það var og. Ef hitinn sumsé hækkar er hnatthlýnun um að kenna og ef hann lækkar, nú þá er hnatthlýnuninni líka um að kenna! Við þessar aðstæður er erfitt að verj- ast þeirri hugsun að þetta fólk viti ekki alveg um hvað það er að tala. En það vantar ekki að því er mikið niðri fyrir og það er tönnlast á því að tíminn sé að renna út. Það ráðrúm, sem fólk hafi til þess að bregðast við vandanum, sé senn á enda og sú trú manna á undanförnum áratugum að þeir hefðu nægan tíma til stefnu hafi verið á misskilningi byggð. Já, jæja. Ég man nefnilega ekki betur en að þetta hafi alltaf verið viðkvæðið, að tíminn væri útrunninn og ekki mætti grípa til aðgerða seinna en strax. Sagði einhver úlfur, úlfur? Vísindalegar forsendur og pólitískar En það er kannski vandinn í hnotsk- urn, að vandinn er sjaldnast ræddur á vísindalegum forsendum, heldur fremur pólitískum. Það blandast síðan inn í alls kyns vaðal um sektar- kennd hins vestræna heims gagnvart þróunarríkjunum, þá kenningu að hagvöxtur sé ekki endilega af hinu góða og nánast trúarlegar kennisetn- ingar um hvernig maðurinn sé að nauðga móður Jörð (sem er jafnvel farið að persónugera i hinn grísku gyðju Gaeu) og hvernig allar heims- ins náttúrufurður nema maðurinn séu ósnertanlegar. Þá er hins vegar alveg litið framhjá fallvaltleika náttúrunnar sjálfrar og þeirrar stað- reyndar að ríflega 99% allra dýrateg- unda heimins hafa orðið útdauðar án þess að maðurinn hafi hlutast til um það. Eða haft tækifæri til þess, því maðurinn er frekar seint fram kominn í þróunarsögunni. Auðvitað hafa ýmsir tekið til and- svara. Einna áhrifamestur þeirra er danski tölfræðingurinn Björn Lom- borg, sem út af fyrir sig er mikill nátt- úruverndarsinni, en dregur á hinn bóginn mjög í efa þær „staðreyndir", sem náttúruverndariðnaðurinn hefur sett fram máli sínu til stuðn- ings. Ekld síður hefur hann gagnrýnt þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til í nafni náttúrunnar, en þær segir hann flestar kostnaðarsama sýnd- armennsku. Þannig nefna hann og fylgismenn hans að ef Bandaríkin og Ástralía hefðu staðfest Kíótó-sáttmál- ann og Evrópusambandið farið að honum - í stað þess að þykjast gera það - hefði sáttmálinn minnkað hnatthlýnunina um o,07°C árið 2050. Sú lækkun væri vitaskuld full- komlega ómælanleg, þó ekki væri nema vegna þess að hitaflöktið milli ára er meira. Á hinn bóginn hefði þessi vitatilgangslausa aðgerð orðið til þess að minnka verðmætasköpun í heiminum verulega. Hér á Vestur- löndum megum við kannski alveg við því að minnka próteinupptökun- ina, en ég er ekki viss um að það eigi við alls staðar annars staðar. En þá gleyma menn því reyndar, að það er einmitt í hinum þróuðu hagkerfum Vesturlanda, ríka heim- inum, sem menn koma við ein- hverjum vörnum. Þar hafa menn þá auðlegð og þekkingu, sem þarf til þess að koma við mengunarvörnum og minnka útblástur lofttegunda, sem manni skilst að geti ýtt undir heimsslitin. Hvort einhverjir sátt- málar, eins og þeir sem undirritaðir voru í Kíótó, breyta einhverju þar um er svo önnur saga, eins og best sést á því að í Evrópu hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aukist á nýju öldinni, en í Bandaríkjum umhverfis- fantsins George W. Bush hefur hann minnkað um 1%. Er þá ekki rétt að koma þriðja heiminum á fæturna fyrst, því þar er vandinn mestur, ef heimsendaspámennirnir þá hafa rétt fyrir sér eftir allt saman. En hvað með allar rannsóknirnar, sem á okkur dynja, og sýna svo ekki verður um villst að hnatthlýnunin er þegar hafin? Fyrir það fyrsta er rétt að hafa í huga að rannsóknirnar eru engan veginn á einn veg, en það vill svo skemmtilega til að þær, sem styðja málstað heimsendaspámann- anna fá meira rými í fjölmiðlum og fræðiritum raunar líka. Fyrir- sögnin „Heimsendir í nánd“ vekur einhvernveginn meiri athygli en „Vísindamenn telja allt í himnalagi". En það er líka rétt að velta fyrir sér hvers vegna nánast allar þessar rann- sóknir og heimsendakenningar þar um miðast við þróunina frá 1970. Gæti hugsast, að sú staðreynd að frá 1940 til 1970 féll hitastig á heimsvísu, komi þar við sögu? í því samhengi er svo gaman að rifja upp að árið 1976 kom út metsölubók eftir Lowell Ponte, sem byggði einmitt á þeirri staðreynd, og upplýsti lesandann um það að ísöldin væri sennilegast hafin. Það gerðist ekki - skilst manni - og þá voru vísbendingarnar um hið gagnstæða einfaldlega hentar á lofti sem sönnun þess að Jörðin myndi sjálfsagt bráðna á næstunni. En er á einhverju að byggja þegar litið er til slíkra andartaka í sögu Jarðarinnar? Fyrir rúmu ári kom út rannsókn á vegum Norðurheimskautsráðs- ins þar sem fram kom að hlýnun á heimskautasvæðum á norðurhveli Jarðar ykist tvöfalt hraðar en annars staðar, sem kemur ágætlega heim og saman við spádóma um að heim- skautasvæðin muni einmitt hlýna hraðar en aðrir hlutar Jarðar og þetta töldu menn líka staðfesta til- gátur um að hnatthlýnun af manna völdum færðist mjög í aukana. En hvað höfðu menn fyrir sér? Rann- sóknin var byggð á athugunum um 300 vísindamanna í átta löndum og sex hópum frumbyggja á heim- skautaslóðum. En þær athuganir stóðu aðeins í fjögur ár. Þegar litið er til lengri tíma kemur í ljós að heim- skautasvæðin hafa bæði verið mun hlýrri og mun kaldari en raunin er um þessar mundir. Frá því veðurat- huganir hófust hafa hlýjustu árin á norðurskautssvæðinu sjálfsagt verið 1937 og 1938, en ekki er vitað til þess að sú staðreynd hafi verið merki um eitthvað annað og meira. Eins má telja til að hlýnunin umhverfis Norð- urskautið var mun hraðari milli 1917 og 1937 heldur en á undanförnum 20 árum, en engum fannst það benda til eins né neins. Á fimmta áratugnum kólnaði enda hratt aftur á þessum slóðum og stóð það skeið fram á 8. áratuginn þegar skyndilega fór að hlýna aftur, en síðastliðin ár hefur meðalhitinn mjög staðið í stað. Á hinn bóginn benti rannsóknin til þess að sumarísbráðnun á Græn- landi hefði aukist um 16% milli 1979 og 2002, en ef íshettan þar myndi öll bráðna má gera ráð fyrir því að sjáv- armál heimsins myndi hækka um sjö metra, sem myndi leggja Flórída, Bangladesh, Holland, New York og London undir sjó. Það er auðvitað áhyggjuefni, en tæpast mjög aðkall- andi hér og nú, því sú þróun myndi taka nokkrar aldir. Svo er auðvitað ekki víst að þetta rætist, því rann- sóknir á meðalhita á Grænlandi benda til þess að hann hafi fallið nokkuð ört frá 1987 eða um 2,2°C. Það breytir ekki hinu að norður- skautssvæðin hafa hlýnað hraðar en önnur svæði Jarðar upp á síðkastið. Á móti kemur að Suðurskautið hefur verið að kólna ögn. Svona má endalaust finna vísbend- ingar fram og til baka, sem er athygl- isvert að fylgjast með út af fyrir sig. Herra Jarðarinnar Það má hins vegar efast ákaflega um það að nokkur hafi rétt fyrir sér í þessum málum öllum. Staðreyndin er nefnilega sú að við vitum sáralítið um það hvernig loftslagið hegðar sér og hvað veldur. Þekking manna á þeim göfugu vísindum birtist al- menningi daglega í veðurspám, sem við vitum öll hvað er mikið að marka. Ekkert óskaplega og þeim mun minna, sem lengra er horft fram á veginn. Sumir hafa kallað manninn krúnu sköpunarverksins og aðrir herra Jarð- arinnar. Það má vissulega til sanns vegar færa að okkur hefur orðið nokkuð ágengt, en það er langur vegur frá að við kunnum á öllum hlutum skil eða þekkjum eigin örlög. Um leið er sjálfsagt hollast að varast þann ofmetnað að örlög Jarðar séu okkur samofin eða á okkar forræði. Hún mun sjálfsagt halda áfram að hlýna og kólna löngu eftir að okkar saga er úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.